Lífið

Stórstjörnur í Vesalingamynd

Sean Penn og Robert Downey eru sagðir vera heitir fyrir kvikmynd Toms Hooper um Vesalingana. Hooper er heitasti leikstjórinn í Hollywood eftir velgengni The King‘s Speech.
Sean Penn og Robert Downey eru sagðir vera heitir fyrir kvikmynd Toms Hooper um Vesalingana. Hooper er heitasti leikstjórinn í Hollywood eftir velgengni The King‘s Speech.
Robert Downey Jr. og Sean Penn eru meðal þeirra sem orðaðir eru við aðalhlutverkin í næstu kvikmynd Toms Hooper, Vesalingunum eða Les Miserables, sem byggð er á samnefndri bók Victors Hugo.

Um er að ræða söngvamynd en leikverkið hefur verið sett upp hér á landi, meðal annars í Þjóðleikhúsinu. Hooper sópaði til sín Óskarsverðlaunum á síðustu hátíð með kvikmynd sinni The King's Speech og virðist geta valið úr leikurum fyrir sína næstu mynd. Vesalingarnir eru byggðir á sögu Victors Hugo og var sagan síðast kvikmynduð 1998 með þá Liam Neeson og Geoffrey Rush í aðalhlutverkum.

Hooper vill hins vegar gera söngleik og er því þessa dagana að verða sér úti um gögn um raddir þeirra Downeys og Penns.

„Við vitum að Robert Downey getur sungið en ekki hvernig raddsvið hans er. Sama gildir um Sean Penn, Michael Sheen og Keanu Reeves," hefur Daily Mail eftir einum framleiðenda myndarinnar. Ekki er talið útilokað að Downey og Penn fái báðir hlutverk í myndinni enda eru tvö stór karlhlutverk í boði; annað er Jean Valjean, fyrrverandi fangi, og hitt er lögreglumaðurinn Javert.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.