Foo Fighters endurfædd 7. apríl 2011 23:00 Dave Grohl og félagar í Foo Fighters senda frá sér plötuna Wasting Light í næstu viku. Platan er mikið rokk og mikið ról, enda tekin upp af manninum sem tók upp Nevermind með Nirvana. Við skulum hafa eitt á hreinu: Foo Fighters er ein farsælasta rokkhljómsveit heims. Ferillinn spannar sex breiðskífur sem hafa allar selst gríðarlega vel og miðað við móttökur á nýju lögum hljómsveitarinnar verður þeirri sjöundu einnig vel tekið. Upptökur á Wasting Light hófust í ágúst í fyrra í bílskúr Dave Grohl. Upptökustjórinn Butch Vig sat við takkana, en hann er þekktastur fyrir að hafa stýrt upptökum á plötunni Nevermind með Nirvana. Það reyndist vera sögulegt samstarf og hefur eflaust haft einhver áhrif á þá ákvörðun Grohls að starfa með Vig. Sá síðarnefndi sagði í viðtali við MTV að aðeins hliðrænn búnaður hefði verið notaður við upptökur á Wasting Light. Stafræn tækni kom fyrst til sögunnar þegar platan var hljómjöfnuð, sem er lokaferlið. Strákarnir í Foo Fighters hafa verið duglegir við að senda frá sér lög af plötunni. Hér fyrir ofan má sjá myndband við slagarann White Limo. Það kom út á dögunum og það er viðeigandi að rokkkóngurinn Lemmy úr Motörhead fari með stórt hlutverk í myndbandinu ásamt meðlimum Foo Fighters. Lagið er í harðari kantinum, sérstaklega miðað við það sem vinsælar rokkhljómsveitir eru að bjóða upp á í dag. Lagið Rope, sem er fyrsta smáskífa plötunnar, er öllu mýkra enda skaust það beint á topp rokklista Billboard þegar það kom út. White Limo virðist hins vegar ætla að vera einhvers konar skilgreining á plötunni. Dan Martin, blaðamaður NME, fékk að hlusta á plötuna fyrir nokkrum vikum. Hann segir Foo Fighters sýna vígtennurnar á plötunni, lögin séu stærri og hljómurinn flottari. Hann gengur svo langt að segja að hljómsveitin sé endurfædd og bætir við að besta rokktónlistin sé stundum skemmtilega stelpuleg og Foo Fighters gangist við því. atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Dave Grohl og félagar í Foo Fighters senda frá sér plötuna Wasting Light í næstu viku. Platan er mikið rokk og mikið ról, enda tekin upp af manninum sem tók upp Nevermind með Nirvana. Við skulum hafa eitt á hreinu: Foo Fighters er ein farsælasta rokkhljómsveit heims. Ferillinn spannar sex breiðskífur sem hafa allar selst gríðarlega vel og miðað við móttökur á nýju lögum hljómsveitarinnar verður þeirri sjöundu einnig vel tekið. Upptökur á Wasting Light hófust í ágúst í fyrra í bílskúr Dave Grohl. Upptökustjórinn Butch Vig sat við takkana, en hann er þekktastur fyrir að hafa stýrt upptökum á plötunni Nevermind með Nirvana. Það reyndist vera sögulegt samstarf og hefur eflaust haft einhver áhrif á þá ákvörðun Grohls að starfa með Vig. Sá síðarnefndi sagði í viðtali við MTV að aðeins hliðrænn búnaður hefði verið notaður við upptökur á Wasting Light. Stafræn tækni kom fyrst til sögunnar þegar platan var hljómjöfnuð, sem er lokaferlið. Strákarnir í Foo Fighters hafa verið duglegir við að senda frá sér lög af plötunni. Hér fyrir ofan má sjá myndband við slagarann White Limo. Það kom út á dögunum og það er viðeigandi að rokkkóngurinn Lemmy úr Motörhead fari með stórt hlutverk í myndbandinu ásamt meðlimum Foo Fighters. Lagið er í harðari kantinum, sérstaklega miðað við það sem vinsælar rokkhljómsveitir eru að bjóða upp á í dag. Lagið Rope, sem er fyrsta smáskífa plötunnar, er öllu mýkra enda skaust það beint á topp rokklista Billboard þegar það kom út. White Limo virðist hins vegar ætla að vera einhvers konar skilgreining á plötunni. Dan Martin, blaðamaður NME, fékk að hlusta á plötuna fyrir nokkrum vikum. Hann segir Foo Fighters sýna vígtennurnar á plötunni, lögin séu stærri og hljómurinn flottari. Hann gengur svo langt að segja að hljómsveitin sé endurfædd og bætir við að besta rokktónlistin sé stundum skemmtilega stelpuleg og Foo Fighters gangist við því. atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira