Lífið

Björk hafnar Glee

Björk, Kings of Leon og Foo Fighters vilja ekki heyra lögin sín í þáttunum Glee.
Björk, Kings of Leon og Foo Fighters vilja ekki heyra lögin sín í þáttunum Glee.
Ryan Murphy, skapari sjónvarpsþáttanna Glee, reyndi að fá að nota tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur í þáttunum. Björk hafnaði beiðninni. Þetta kemur fram á vef Hollywood Reporter.

„Hún las handrit atriðisins og fannst það ekki passa við lagið sitt," segir Murphy. „Ég sagði henni að það væri í góðu lagi og hún sagði mér endilega að tala við sig síðar. Við lendum daglega í þessu."

Björk bætist þar með í hóp með hljómsveitunum Foo Fighters og Kings of Leon sem eru á móti því að krakkarnir í Glee flytji tónlist þeirra.

Ryan Murphy hefur verið gagnrýndur fyrir að taka óstinnt því upp þegar hljómsveitir hafna beiðnum hans um að nota tónlist þeirra og Dave Grohl, forsprakki Foo Fighters, jós yfir hann svívirðingum í viðtali nýlega.

Þessar deilur hafa vakið mikla athygli, enda er Glee á meðal vinsælustu sjónvarpsþátta Bandaríkjanna, en um tíu til þrettán milljónir manna horfa að jafnaði á hvern þátt. Elton John tjáði sig um málið á dögunum og sagði drengjunum í Kings of Leon að slaka á, enda ættu þeir að líta á beiðnina frá Glee sem hrós.

- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.