Finnst mjög gaman að vera fyrir framan myndavélina 6. apríl 2011 12:30 Magdalena Sara Leifsdóttir vann Elite-keppnina um helgina en hún er að klára níunda bekk í Álfhólsskóla. Mynd/Stefán Karlsson Magdalena Sara Leifsdóttir bar sigur úr býtum í Elite-fyrirsætukeppninni. Fyrirsætustarfið heillar en hún getur ekki farið í unglingavinnuna í sumar vegna frjókornaofnæmis. „Þetta var alveg æðislegt upplifun og auðvitað mjög gaman að vinna þessa keppni," segir Magdalena Sara Leifsdóttir en hún vann Elite-fyrirsætukeppnina sem fór fram í Hafnarhúsinu um síðustu helgi. Magdalena er aðeins 14 ára gömul en hefur lengi gengið með fyrirsætudraum í maganum. „Það er ár síðan ég fór á skrá hjá Elite og hef verið að sitja aðeins fyrir. Mér finnst mjög gaman að vera fyrir framan myndavélina," segir Magdalena en hún var mjög upptekin um síðustu helgi þar sem hún gekk mörgum sinnum eftir tískupallinum á Reykjavik Fashion Festival fyrir hina ýmsu fatahönnuði ásamt því að taka þátt í Elite-keppninni sjálfri. Keppnin er haldin í annað sinn og tólf stúlkur tóku þátt að þessu sinni.Magdalena sýndi meðal annars fyrir E-Label á RFF um helgina og tók sig vel út. Mynd/DaníelMagdalenu fannst ekkert mál að ganga tískupallinn í hinum ýmsu múnderingum. „Nei, ég var bara að sýna fötin og þau voru líka mjög flott. Maður stillir sig bara inn á það að ganga flott og þá gengur allt vel." Magdalena er að klára níunda bekk í Álfhólsskóla í Kópavogi en segir að keppnin hafi nú ekki vakið mikla athygli hjá skólafélögunum. Verðlaun hennar voru utanlandsferð á alþjóðlegu Elite-keppnina sem haldin verður 11. nóvember næstkomandi en enn þá á eftir að koma í ljós í hvaða landi keppnin verður haldin. „Utanlandsferðin voru aðalverðlaunin en svo fékk ég líka síma, snyrtivörur, iPod og inneign í Topshop sem var frábært," segir Magdalena. Hún hefur ekki enn ákveðið hvað hún ætlar að gera í sumar. „Ég get varla farið í unglingavinnuna þar sem ég er með svo mikið frjókornaofnæmi, en ég ætla að reyna að finna mér eitthvað annað." alfrun@frettabladid.is RFF Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Magdalena Sara Leifsdóttir bar sigur úr býtum í Elite-fyrirsætukeppninni. Fyrirsætustarfið heillar en hún getur ekki farið í unglingavinnuna í sumar vegna frjókornaofnæmis. „Þetta var alveg æðislegt upplifun og auðvitað mjög gaman að vinna þessa keppni," segir Magdalena Sara Leifsdóttir en hún vann Elite-fyrirsætukeppnina sem fór fram í Hafnarhúsinu um síðustu helgi. Magdalena er aðeins 14 ára gömul en hefur lengi gengið með fyrirsætudraum í maganum. „Það er ár síðan ég fór á skrá hjá Elite og hef verið að sitja aðeins fyrir. Mér finnst mjög gaman að vera fyrir framan myndavélina," segir Magdalena en hún var mjög upptekin um síðustu helgi þar sem hún gekk mörgum sinnum eftir tískupallinum á Reykjavik Fashion Festival fyrir hina ýmsu fatahönnuði ásamt því að taka þátt í Elite-keppninni sjálfri. Keppnin er haldin í annað sinn og tólf stúlkur tóku þátt að þessu sinni.Magdalena sýndi meðal annars fyrir E-Label á RFF um helgina og tók sig vel út. Mynd/DaníelMagdalenu fannst ekkert mál að ganga tískupallinn í hinum ýmsu múnderingum. „Nei, ég var bara að sýna fötin og þau voru líka mjög flott. Maður stillir sig bara inn á það að ganga flott og þá gengur allt vel." Magdalena er að klára níunda bekk í Álfhólsskóla í Kópavogi en segir að keppnin hafi nú ekki vakið mikla athygli hjá skólafélögunum. Verðlaun hennar voru utanlandsferð á alþjóðlegu Elite-keppnina sem haldin verður 11. nóvember næstkomandi en enn þá á eftir að koma í ljós í hvaða landi keppnin verður haldin. „Utanlandsferðin voru aðalverðlaunin en svo fékk ég líka síma, snyrtivörur, iPod og inneign í Topshop sem var frábært," segir Magdalena. Hún hefur ekki enn ákveðið hvað hún ætlar að gera í sumar. „Ég get varla farið í unglingavinnuna þar sem ég er með svo mikið frjókornaofnæmi, en ég ætla að reyna að finna mér eitthvað annað." alfrun@frettabladid.is
RFF Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira