Með blústónlist í blóðinu 4. apríl 2011 20:00 Vasti Jackson verður á meðal gesta á Blúshátíð í Reykjavík sem verður haldin í áttunda sinn 16. til 21. apríl. Hann segir blúsinn vera í blóðinu, enda ólst hann upp í Mississippi. Jackson stígur á svið á Hilton-hótelinu 21. apríl. Hann er flinkur gítarleikari og afburða blússöngvari og er þekktur fyrir að ná góðum tengslum við áhorfendur á tónleikum. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur til Íslands. „Ég hef komið til Finnlands, Noregs og Svíþjóðar en aldrei til Íslands. Ég verð þarna í fjóra daga og ætla aðeins og slappa af og skoða mig um," segir Jackson. Hann kemur frá blúsríkinu Mississippi og hefur verið í tónlistarbransanum í rúm 35 ár. Hann ólst upp í mikilli tónlistarfjölskyldu. „Afi minn Sammy Jackson og amma mín Mary Jackson spiluðu bæði á gítar og ég spilaði með þeim heima hjá mér. Afi spilaði blús en amma spilaði aðallega gospel. Móðir mín söng líka og frændi minn spilaði á alls konar hljóðfæri þannig að fjölskyldan mín var á kafi í tónlist." Jackson vann á sínum yngri árum hjá útgáfufyrirtækinu Malaco Records í bænum Jackson í Mississippi og var hljóðversgítarleikari fyrir blúsara á borð við Johnny Taylor, Little Milton og BB King. Hann hefur einnig starfað sem upptökustjóri og vann meðal annars með djasssöngkonunni Cassöndru Wilson og Harry Connick Jr. Á ferli sínum hefur hann gefið út fjórar plötur og kom sú síðasta, Stimulus Man, út í fyrra. Fæðingarbær Jacksons, McComb í suðurhluta Mississippi, er um sjötíu kílómetrum frá Hazlehurst, fæðingarbæ hins þekkta blúsara Roberts Johnson. Jackson hefur í gegnum tíðina unnið ýmis verkefni í tengslum við hinn sáluga Johnson. Hann kom fram í heimildarþáttaröðinni The Blues sem Martin Scorsese framleiddi árið 2003 og fjallaði um uppruna blússins, þar á meðal Johnson. Einnig leikur hann Johnson í leikriti um gítarsnillinginn sem verður frumsýnt í Mississippi 17. júní. Spurður út í rætur blússins segir Jackson hann vera sambland af evrópskri og afrískri tónlist sem náði fótfestum í Bandaríkjunum. „Þetta er tónlist fólksins og þegar þú heyrir þennan frumstæða takt langar þig bara að dansa og skemmta þér. Blúsinn bindur okkur við jörðina. Við getum talað um blúsinn og skrifað bækur um hann en þegar maður hlustar á hann gerist eitthvað sérstakt innra með manni," segir hann. Spurður hvort hann ætli ekki að reyna að smita Íslendinga af þessari blústilfinningu á tónleikunum í Reykjavík segist Jackson ekki þurfa að reyna það: „Hún kemur með mig þangað. Það er blúsinn sem flytur mig til Íslands. Þessi tilfinning er í blóðinu. Hún er hjartað, sálin, lungun og lifrin í því sem ég stend fyrir sem tónlistarmaður." freyr@frettabladid.is Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira
Vasti Jackson verður á meðal gesta á Blúshátíð í Reykjavík sem verður haldin í áttunda sinn 16. til 21. apríl. Hann segir blúsinn vera í blóðinu, enda ólst hann upp í Mississippi. Jackson stígur á svið á Hilton-hótelinu 21. apríl. Hann er flinkur gítarleikari og afburða blússöngvari og er þekktur fyrir að ná góðum tengslum við áhorfendur á tónleikum. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur til Íslands. „Ég hef komið til Finnlands, Noregs og Svíþjóðar en aldrei til Íslands. Ég verð þarna í fjóra daga og ætla aðeins og slappa af og skoða mig um," segir Jackson. Hann kemur frá blúsríkinu Mississippi og hefur verið í tónlistarbransanum í rúm 35 ár. Hann ólst upp í mikilli tónlistarfjölskyldu. „Afi minn Sammy Jackson og amma mín Mary Jackson spiluðu bæði á gítar og ég spilaði með þeim heima hjá mér. Afi spilaði blús en amma spilaði aðallega gospel. Móðir mín söng líka og frændi minn spilaði á alls konar hljóðfæri þannig að fjölskyldan mín var á kafi í tónlist." Jackson vann á sínum yngri árum hjá útgáfufyrirtækinu Malaco Records í bænum Jackson í Mississippi og var hljóðversgítarleikari fyrir blúsara á borð við Johnny Taylor, Little Milton og BB King. Hann hefur einnig starfað sem upptökustjóri og vann meðal annars með djasssöngkonunni Cassöndru Wilson og Harry Connick Jr. Á ferli sínum hefur hann gefið út fjórar plötur og kom sú síðasta, Stimulus Man, út í fyrra. Fæðingarbær Jacksons, McComb í suðurhluta Mississippi, er um sjötíu kílómetrum frá Hazlehurst, fæðingarbæ hins þekkta blúsara Roberts Johnson. Jackson hefur í gegnum tíðina unnið ýmis verkefni í tengslum við hinn sáluga Johnson. Hann kom fram í heimildarþáttaröðinni The Blues sem Martin Scorsese framleiddi árið 2003 og fjallaði um uppruna blússins, þar á meðal Johnson. Einnig leikur hann Johnson í leikriti um gítarsnillinginn sem verður frumsýnt í Mississippi 17. júní. Spurður út í rætur blússins segir Jackson hann vera sambland af evrópskri og afrískri tónlist sem náði fótfestum í Bandaríkjunum. „Þetta er tónlist fólksins og þegar þú heyrir þennan frumstæða takt langar þig bara að dansa og skemmta þér. Blúsinn bindur okkur við jörðina. Við getum talað um blúsinn og skrifað bækur um hann en þegar maður hlustar á hann gerist eitthvað sérstakt innra með manni," segir hann. Spurður hvort hann ætli ekki að reyna að smita Íslendinga af þessari blústilfinningu á tónleikunum í Reykjavík segist Jackson ekki þurfa að reyna það: „Hún kemur með mig þangað. Það er blúsinn sem flytur mig til Íslands. Þessi tilfinning er í blóðinu. Hún er hjartað, sálin, lungun og lifrin í því sem ég stend fyrir sem tónlistarmaður." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið 50+: Grái fiðringurinn hjá kallinum ekkert endilega vesen Áskorun Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Bragason leikur Zeldu prinsessu Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Fleiri fréttir Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Sjá meira