Með blústónlist í blóðinu 4. apríl 2011 20:00 Vasti Jackson verður á meðal gesta á Blúshátíð í Reykjavík sem verður haldin í áttunda sinn 16. til 21. apríl. Hann segir blúsinn vera í blóðinu, enda ólst hann upp í Mississippi. Jackson stígur á svið á Hilton-hótelinu 21. apríl. Hann er flinkur gítarleikari og afburða blússöngvari og er þekktur fyrir að ná góðum tengslum við áhorfendur á tónleikum. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur til Íslands. „Ég hef komið til Finnlands, Noregs og Svíþjóðar en aldrei til Íslands. Ég verð þarna í fjóra daga og ætla aðeins og slappa af og skoða mig um," segir Jackson. Hann kemur frá blúsríkinu Mississippi og hefur verið í tónlistarbransanum í rúm 35 ár. Hann ólst upp í mikilli tónlistarfjölskyldu. „Afi minn Sammy Jackson og amma mín Mary Jackson spiluðu bæði á gítar og ég spilaði með þeim heima hjá mér. Afi spilaði blús en amma spilaði aðallega gospel. Móðir mín söng líka og frændi minn spilaði á alls konar hljóðfæri þannig að fjölskyldan mín var á kafi í tónlist." Jackson vann á sínum yngri árum hjá útgáfufyrirtækinu Malaco Records í bænum Jackson í Mississippi og var hljóðversgítarleikari fyrir blúsara á borð við Johnny Taylor, Little Milton og BB King. Hann hefur einnig starfað sem upptökustjóri og vann meðal annars með djasssöngkonunni Cassöndru Wilson og Harry Connick Jr. Á ferli sínum hefur hann gefið út fjórar plötur og kom sú síðasta, Stimulus Man, út í fyrra. Fæðingarbær Jacksons, McComb í suðurhluta Mississippi, er um sjötíu kílómetrum frá Hazlehurst, fæðingarbæ hins þekkta blúsara Roberts Johnson. Jackson hefur í gegnum tíðina unnið ýmis verkefni í tengslum við hinn sáluga Johnson. Hann kom fram í heimildarþáttaröðinni The Blues sem Martin Scorsese framleiddi árið 2003 og fjallaði um uppruna blússins, þar á meðal Johnson. Einnig leikur hann Johnson í leikriti um gítarsnillinginn sem verður frumsýnt í Mississippi 17. júní. Spurður út í rætur blússins segir Jackson hann vera sambland af evrópskri og afrískri tónlist sem náði fótfestum í Bandaríkjunum. „Þetta er tónlist fólksins og þegar þú heyrir þennan frumstæða takt langar þig bara að dansa og skemmta þér. Blúsinn bindur okkur við jörðina. Við getum talað um blúsinn og skrifað bækur um hann en þegar maður hlustar á hann gerist eitthvað sérstakt innra með manni," segir hann. Spurður hvort hann ætli ekki að reyna að smita Íslendinga af þessari blústilfinningu á tónleikunum í Reykjavík segist Jackson ekki þurfa að reyna það: „Hún kemur með mig þangað. Það er blúsinn sem flytur mig til Íslands. Þessi tilfinning er í blóðinu. Hún er hjartað, sálin, lungun og lifrin í því sem ég stend fyrir sem tónlistarmaður." freyr@frettabladid.is Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
Vasti Jackson verður á meðal gesta á Blúshátíð í Reykjavík sem verður haldin í áttunda sinn 16. til 21. apríl. Hann segir blúsinn vera í blóðinu, enda ólst hann upp í Mississippi. Jackson stígur á svið á Hilton-hótelinu 21. apríl. Hann er flinkur gítarleikari og afburða blússöngvari og er þekktur fyrir að ná góðum tengslum við áhorfendur á tónleikum. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur til Íslands. „Ég hef komið til Finnlands, Noregs og Svíþjóðar en aldrei til Íslands. Ég verð þarna í fjóra daga og ætla aðeins og slappa af og skoða mig um," segir Jackson. Hann kemur frá blúsríkinu Mississippi og hefur verið í tónlistarbransanum í rúm 35 ár. Hann ólst upp í mikilli tónlistarfjölskyldu. „Afi minn Sammy Jackson og amma mín Mary Jackson spiluðu bæði á gítar og ég spilaði með þeim heima hjá mér. Afi spilaði blús en amma spilaði aðallega gospel. Móðir mín söng líka og frændi minn spilaði á alls konar hljóðfæri þannig að fjölskyldan mín var á kafi í tónlist." Jackson vann á sínum yngri árum hjá útgáfufyrirtækinu Malaco Records í bænum Jackson í Mississippi og var hljóðversgítarleikari fyrir blúsara á borð við Johnny Taylor, Little Milton og BB King. Hann hefur einnig starfað sem upptökustjóri og vann meðal annars með djasssöngkonunni Cassöndru Wilson og Harry Connick Jr. Á ferli sínum hefur hann gefið út fjórar plötur og kom sú síðasta, Stimulus Man, út í fyrra. Fæðingarbær Jacksons, McComb í suðurhluta Mississippi, er um sjötíu kílómetrum frá Hazlehurst, fæðingarbæ hins þekkta blúsara Roberts Johnson. Jackson hefur í gegnum tíðina unnið ýmis verkefni í tengslum við hinn sáluga Johnson. Hann kom fram í heimildarþáttaröðinni The Blues sem Martin Scorsese framleiddi árið 2003 og fjallaði um uppruna blússins, þar á meðal Johnson. Einnig leikur hann Johnson í leikriti um gítarsnillinginn sem verður frumsýnt í Mississippi 17. júní. Spurður út í rætur blússins segir Jackson hann vera sambland af evrópskri og afrískri tónlist sem náði fótfestum í Bandaríkjunum. „Þetta er tónlist fólksins og þegar þú heyrir þennan frumstæða takt langar þig bara að dansa og skemmta þér. Blúsinn bindur okkur við jörðina. Við getum talað um blúsinn og skrifað bækur um hann en þegar maður hlustar á hann gerist eitthvað sérstakt innra með manni," segir hann. Spurður hvort hann ætli ekki að reyna að smita Íslendinga af þessari blústilfinningu á tónleikunum í Reykjavík segist Jackson ekki þurfa að reyna það: „Hún kemur með mig þangað. Það er blúsinn sem flytur mig til Íslands. Þessi tilfinning er í blóðinu. Hún er hjartað, sálin, lungun og lifrin í því sem ég stend fyrir sem tónlistarmaður." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira