Kostnaðurinn ekki þekkt stærð 1. apríl 2011 03:00 Jón Helgi Egilsson Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Icesave-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum. „Í fyrsta lagi er spurning um gengið sem menn eru að miða við. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg,“ segir Jón Helgi. „Svo er spurning hvaða gengi við eigum að miða við. Gengi dagsins er vegna gjaldeyrishafta. Ef við miðum við aflandskrónur er gengið 35 prósentum lægra,“ segir Jón. „Það er því firra að tala um að kostnaðurinn sé þekkt stærð. Þetta er opinn tékki og kostnaðurinn getur legið á bilinu frá litlu upp í hundruð milljarða króna,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að raungengi gjaldmiðils getur verið víðsfjarri langtímameðaltali í fjölda ára. Það getur náð jafnvægi á Íslandi með hlutfallslega hárri verðbólgu. Auk þess þess getur raungengi náð jafnvægi í gegnum hlutfallslega háa verðbólgu á Íslandi og það þýðir skert lífskjör,“ segir Jón Helgi. Samninganefndin gerir ráð fyrir að greitt verði mjög hratt út úr þrotabúi Landsbankans, en tæplega þriðjungur af búinu er skulda- og hlutabréf í nýja Landsbankanum, segir Jón Helgi. Gengið sé út frá því að þessi bréf verði seld, og þá sé spurningin hverjir greiði skuldabréfið á endanum. Jón Helgi segir það á endanum falla á viðskiptavini bankans. „Ég á eftir að sjá að það sé svona auðvelt að selja þessi hluta- og skuldabréf í nýja Landsbankanum og fá gjaldeyri fyrir og að slíkt hafi ekki áhrif á gengi,“ segir Jón Helgi. „Svo getum við ekki látið sem eignaverð í heiminum sveiflist ekki; jafnvel skráðar eignir sveiflast töluvert mikið. Eignirnar eru fjárhagsleg áhætta sem bætist við gengisáhættu og áhættu vegna áætlunar um útgreiðslur. Lítil töf þar skiptir milljörðum,“ segir Jón Helgi. „Þetta er alls ekki fast í hendi enda vilja Bretar og Hollendingar ekki snerta á þessu. Af hverju ættu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig alla áhættu þegar ávinningurinn rennur til innistæðueigenda og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna neyðarlaganna?“ Fréttir Icesave Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira
Það eru einkum óvissa um gengi krónunnar, heimtur úr þrotabúi Landsbankans og hvenær greitt verður út úr því sem veldur óvissu um hversu háar fjárhæðir gætu lent á íslenskum almenningi verði Icesave-samningurinn samþykktur, segir Jón Helgi Egilsson, hagfræðingur og meðlimur í Advice-hópnum. „Í fyrsta lagi er spurning um gengið sem menn eru að miða við. Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands mun Icesave-skuldbinding þrefaldast ef gengi krónunnar fellur um 25 prósent. Sé gengi krónunnar skoðað í sögulegu samhengi er þess háttar veiking vel möguleg,“ segir Jón Helgi. „Svo er spurning hvaða gengi við eigum að miða við. Gengi dagsins er vegna gjaldeyrishafta. Ef við miðum við aflandskrónur er gengið 35 prósentum lægra,“ segir Jón. „Það er því firra að tala um að kostnaðurinn sé þekkt stærð. Þetta er opinn tékki og kostnaðurinn getur legið á bilinu frá litlu upp í hundruð milljarða króna,“ segir hann. „Rannsóknir sýna að raungengi gjaldmiðils getur verið víðsfjarri langtímameðaltali í fjölda ára. Það getur náð jafnvægi á Íslandi með hlutfallslega hárri verðbólgu. Auk þess þess getur raungengi náð jafnvægi í gegnum hlutfallslega háa verðbólgu á Íslandi og það þýðir skert lífskjör,“ segir Jón Helgi. Samninganefndin gerir ráð fyrir að greitt verði mjög hratt út úr þrotabúi Landsbankans, en tæplega þriðjungur af búinu er skulda- og hlutabréf í nýja Landsbankanum, segir Jón Helgi. Gengið sé út frá því að þessi bréf verði seld, og þá sé spurningin hverjir greiði skuldabréfið á endanum. Jón Helgi segir það á endanum falla á viðskiptavini bankans. „Ég á eftir að sjá að það sé svona auðvelt að selja þessi hluta- og skuldabréf í nýja Landsbankanum og fá gjaldeyri fyrir og að slíkt hafi ekki áhrif á gengi,“ segir Jón Helgi. „Svo getum við ekki látið sem eignaverð í heiminum sveiflist ekki; jafnvel skráðar eignir sveiflast töluvert mikið. Eignirnar eru fjárhagsleg áhætta sem bætist við gengisáhættu og áhættu vegna áætlunar um útgreiðslur. Lítil töf þar skiptir milljörðum,“ segir Jón Helgi. „Þetta er alls ekki fast í hendi enda vilja Bretar og Hollendingar ekki snerta á þessu. Af hverju ættu íslenskir skattgreiðendur að taka á sig alla áhættu þegar ávinningurinn rennur til innistæðueigenda og stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi vegna neyðarlaganna?“
Fréttir Icesave Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Ofsótt af ellihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Sjá meira