Javier Bardem - Spænskur brautryðjandi og kvennagull 17. mars 2011 10:00 Javier Bardem kemur úr mikilli leiklistarfjölskyldu og spilaði eitt sinn með spænska landsliðinu í rúgbí. Hann leikur aðalhlutverkið í Biutiful sem verður frumsýnd á morgun á vegum Græna ljóssins. Biutiful er ástarsaga sem fjallar um Uxbal, þjakaðan tveggja barna föður sem þarf að takast á við alls konar erfiðleika. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, sem besta erlenda myndin og fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Hún er fyrsta myndin sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sendir frá sér síðan Babel kom út fyrir sex árum. Javier Bardem fékk sína þriðju Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í Biutiful. Hann fæddist 1. mars 1969 í Las Palmas á Kanaríeyjum. Móðir hans var leikkona og faðir hans stundaði viðskipti en þau hættu saman fljótlega eftir að hann fæddist. Skyldmenni Bardems voru flest hver í kvikmyndabransanum og fljótlega varð ljóst að hann myndi leggja leiklistina fyrir sig. Auk móður hans voru afi hans og amma leikarar og frændi hans var handritshöfundur og leikstjóri. Eldri bróðir hans og systir eru einnig leikarar.Javier og eiginkonan, Penelope Cruz.Bardem lék í sinni fyrstu kvikmynd þegar hann var sex ára og í framhaldinu lék hann í mörgum sjónvarpsþáttaröðum. Hann prófaði sig áfram sem málari en spilaði einnig rúgbí með spænska landsliðinu áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni í byrjun tíunda áratugarins. Bardem vakti fyrst verulega athygli í myndinni Jamón, jamón árið 1992 þar sem hann lék á móti núverandi eiginkonu sinni, Penelope Cruz. Fyrsta enskumælandi myndin hans var Perdita Durango sem kom út 1997 og þremur árum síðar beindust augu heimsbyggðarinnar að honum þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Before Night Falls.Eftir að hafa leikið í Collateral á móti Tom Cruise og hinni vel heppnuðu The Sea Inside hlaut hann svo Óskarinn árið 2008 fyrir eftirminnilega frammistöðu sem geðsjúki morðinginn Anton Chigurh í Coen-myndinni No Country for Old Men. Það var í fyrsta sinn sem Spánverji vinnur Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fyrr á þessu ári varð hann jafnframt fyrsti spænski leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Biutiful. Frægðarsól Bardems heldur áfram að hækka því hann hefur verið orðaður við hlutverk í næstu James Bond mynd auk þess sem hann leikur í næstu ræmu hins virta leikstjóra Terence Malick, sem hefur enn ekki fengið nafn. freyr@frettabladid.is. Lífið Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira
Javier Bardem kemur úr mikilli leiklistarfjölskyldu og spilaði eitt sinn með spænska landsliðinu í rúgbí. Hann leikur aðalhlutverkið í Biutiful sem verður frumsýnd á morgun á vegum Græna ljóssins. Biutiful er ástarsaga sem fjallar um Uxbal, þjakaðan tveggja barna föður sem þarf að takast á við alls konar erfiðleika. Myndin var tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna, sem besta erlenda myndin og fyrir besta leikarann í aðalhlutverki. Hún er fyrsta myndin sem mexíkóski leikstjórinn Alejandro González Iñárritu sendir frá sér síðan Babel kom út fyrir sex árum. Javier Bardem fékk sína þriðju Óskarstilnefningu fyrir frammistöðu sína í Biutiful. Hann fæddist 1. mars 1969 í Las Palmas á Kanaríeyjum. Móðir hans var leikkona og faðir hans stundaði viðskipti en þau hættu saman fljótlega eftir að hann fæddist. Skyldmenni Bardems voru flest hver í kvikmyndabransanum og fljótlega varð ljóst að hann myndi leggja leiklistina fyrir sig. Auk móður hans voru afi hans og amma leikarar og frændi hans var handritshöfundur og leikstjóri. Eldri bróðir hans og systir eru einnig leikarar.Javier og eiginkonan, Penelope Cruz.Bardem lék í sinni fyrstu kvikmynd þegar hann var sex ára og í framhaldinu lék hann í mörgum sjónvarpsþáttaröðum. Hann prófaði sig áfram sem málari en spilaði einnig rúgbí með spænska landsliðinu áður en hann sneri sér alfarið að leiklistinni í byrjun tíunda áratugarins. Bardem vakti fyrst verulega athygli í myndinni Jamón, jamón árið 1992 þar sem hann lék á móti núverandi eiginkonu sinni, Penelope Cruz. Fyrsta enskumælandi myndin hans var Perdita Durango sem kom út 1997 og þremur árum síðar beindust augu heimsbyggðarinnar að honum þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Before Night Falls.Eftir að hafa leikið í Collateral á móti Tom Cruise og hinni vel heppnuðu The Sea Inside hlaut hann svo Óskarinn árið 2008 fyrir eftirminnilega frammistöðu sem geðsjúki morðinginn Anton Chigurh í Coen-myndinni No Country for Old Men. Það var í fyrsta sinn sem Spánverji vinnur Óskarinn fyrir bestan leik í aukahlutverki. Fyrr á þessu ári varð hann jafnframt fyrsti spænski leikarinn til að fá tilnefningu til Óskarsins í aðalhlutverki, fyrir hlutverk sitt í Biutiful. Frægðarsól Bardems heldur áfram að hækka því hann hefur verið orðaður við hlutverk í næstu James Bond mynd auk þess sem hann leikur í næstu ræmu hins virta leikstjóra Terence Malick, sem hefur enn ekki fengið nafn. freyr@frettabladid.is.
Lífið Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Fleiri fréttir Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Sjá meira