Rapparinn Ghostface Killah til Íslands 10. mars 2011 10:00 Bandaríski rapparinn Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, stígur á svið á Nasa laugardagskvöldið 2. apríl í tilefni af tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival, RFF. „Þetta er einn af merkustu röppurum síðustu tuttugu ára," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum tónleikanna. „Hann hefur á sér goðsagnakenndan stimpil og er búinn að vera virkur og ferskur í langan tíma." Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta hipphoppsveit síðasta áratugar tuttugustu aldarinnar. Hljómsveitinni skaut upp á stjörnuhimininn með frumraun sinni Enter The Wu-Tang (36 Chambers) árið 1993. Þrátt fyrir að flestir hinna meðlima Wu-Tang Clan hafi gefið út sólóplötur eða hliðarverkefni á undan Ghostface þá hefur sólóferill hans verið farsælli en flestallra hinna. Undanfarið hefur hann komið fram á mörgum tískuvikum, þar á meðal í Kaupmannahöfn og London. Hann bað sérstaklega um að fá að koma fram á RFF-hátíðinni og tóku skipuleggjendur hennar vel í þá bón. Að sögn Steinþórs Helga hefði undir venjulegum kringumstæðum verið alltof dýrt að fá Ghostface til Íslands en vegna þess að um tískuhátíð er að ræða gengu samningaviðræðurnar greiðlega fyrir sig. Fimm manna hópur verður með honum á sviðinu á Nasa og telur Steinþór að líklegt sé að einhver annar úr Wu-Tang Clan taki einnig þátt í tónleikunum. Kanadíska söngkonan Peaches kom fram á Reykjavík Fashion Festival á síðasta ári við glimrandi góðar undirtektir. „Tónlistardagskráin gekk vonum framar í fyrra. Það var stappað á tónleikunum á Nasa og við vildum halda sömu partístemningu og hjá Peaches. Ég held að við höfum hitt naglann á höfuðið með Ghostface Killah," segir Steinþór. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn á Midi.is. Sin Fang kemur einnig fram á Nasa og líklegt er að aðrir listamenn bætist við dagskrána. freyr@frettabladid.is RFF Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira
Bandaríski rapparinn Ghostface Killah, meðlimur hljómsveitarinnar Wu-Tang Clan, stígur á svið á Nasa laugardagskvöldið 2. apríl í tilefni af tískuhátíðinni Reykjavík Fashion Festival, RFF. „Þetta er einn af merkustu röppurum síðustu tuttugu ára," segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, einn af skipuleggjendum tónleikanna. „Hann hefur á sér goðsagnakenndan stimpil og er búinn að vera virkur og ferskur í langan tíma." Wu-Tang Clan er ein áhrifamesta hipphoppsveit síðasta áratugar tuttugustu aldarinnar. Hljómsveitinni skaut upp á stjörnuhimininn með frumraun sinni Enter The Wu-Tang (36 Chambers) árið 1993. Þrátt fyrir að flestir hinna meðlima Wu-Tang Clan hafi gefið út sólóplötur eða hliðarverkefni á undan Ghostface þá hefur sólóferill hans verið farsælli en flestallra hinna. Undanfarið hefur hann komið fram á mörgum tískuvikum, þar á meðal í Kaupmannahöfn og London. Hann bað sérstaklega um að fá að koma fram á RFF-hátíðinni og tóku skipuleggjendur hennar vel í þá bón. Að sögn Steinþórs Helga hefði undir venjulegum kringumstæðum verið alltof dýrt að fá Ghostface til Íslands en vegna þess að um tískuhátíð er að ræða gengu samningaviðræðurnar greiðlega fyrir sig. Fimm manna hópur verður með honum á sviðinu á Nasa og telur Steinþór að líklegt sé að einhver annar úr Wu-Tang Clan taki einnig þátt í tónleikunum. Kanadíska söngkonan Peaches kom fram á Reykjavík Fashion Festival á síðasta ári við glimrandi góðar undirtektir. „Tónlistardagskráin gekk vonum framar í fyrra. Það var stappað á tónleikunum á Nasa og við vildum halda sömu partístemningu og hjá Peaches. Ég held að við höfum hitt naglann á höfuðið með Ghostface Killah," segir Steinþór. Miðasala á tónleikana hefst á föstudaginn á Midi.is. Sin Fang kemur einnig fram á Nasa og líklegt er að aðrir listamenn bætist við dagskrána. freyr@frettabladid.is
RFF Mest lesið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ Lífið Heillandi heimili Hönnu Stínu Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Sjá meira