Grími meinað að flytja inn hljómsveitir á eigin vegum 8. mars 2011 07:00 Tónleikahaldarinn Kári Sturluson hafði gagnrýnt Grím Atlason fyrir aðkomu að tónleikum bresku hljómsveitarinnar Hurts þegar Grímur var í hálfu starfi sem framkvæmdastjóri Airwaves. „Ég ætla ekki að vera virkur í tónleikahaldi, enda hef ég ekki áhuga á því. Það er erfitt að vera tónleikahaldari á Íslandi," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves hátíðarinnar. Grímur hefur verið ráðinn í fullt starf við hátíðina. Hann var ráðinn í hálft starf í fyrra og stýrði hátíðinni í fyrsta skipti í október sama ár. Í samningi sem gerður var við Grím er ákvæði sem meinar honum að standa í innflutningi á erlendum hljómsveitum, en hann hefur staðið í slíkum rekstri síðustu ár og kemur að tónleikum bresku hljómsveitarinnar Hurts í þessum mánuði. Tónleikahaldarinn Kári Sturluson gagnrýndi aðkomu Gríms að tónleikum Hurts í Fréttablaðinu á dögunum. Sagði hann Grím nýta tengsl í krafti opinberrar stöðu sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves í eigin rekstri. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), sem heldur utan um Iceland Airwaves, og stjórn ÚTÓN töldu ekki að um hagsmunaárekstra væri að ræða.Anna Hildur segir að ÚTÓN hafi ekki getað skipt sér af því hvernig Grímur aflaði sér tekna þegar hann var aðeins í hálfu starfi við hátíðina. „Það var skilningur á því frá upphafi að ef starfshlutfallið myndi breytast myndi hann ekki sinna innflutningi á hljómsveitum," segir hún. Grímur Atlason segist ekki hafa áhuga á því að halda stóra tónleika á eigin vegum. Hann segir ákvæðið um tónleikahald hans eðlilegt í fámenninu á Íslandi. „Hins vegar er alveg sama hvað ég geri á Íslandi, eða einhver. Maður er alltaf tengdur öllu, alltaf með frændur sína og frænkur, afa sinn og ömmu að gera eitthvað rosa fínt," segir hann. Þrátt fyrir að hafa verið í hálfu starf við hátíðina í fyrra segir Grímur að hann og annað starfsfólk hátíðarinnar hafi unnið í 100 til 200 prósent starfi, en fengið borgað fyrir hálft starf eða minna. „Það var ekki rakið að þetta myndi ganga upp. Til að keyra hátíðina upp þurfti að gera mjög margt, en það var ekki til mikill peningur," segir hann. Þannig að munurinn er sá að nú færðu borgað fyrir vinnuna? „Já, en ég ætla ekki að fara að grenja. Ég réði mig upp á þessi býtti."atlifannar@frettabladid.is Tengdar fréttir Segir Iceland Airwaves-stjóra sitja beggja vegna borðs Kári Sturluson telur að Grímur Atlason sé beggja vegna borðs þegar kemur að störfum hans sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves og sjálfstæður tónleikahaldari. 3. febrúar 2011 00:01 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
„Ég ætla ekki að vera virkur í tónleikahaldi, enda hef ég ekki áhuga á því. Það er erfitt að vera tónleikahaldari á Íslandi," segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves hátíðarinnar. Grímur hefur verið ráðinn í fullt starf við hátíðina. Hann var ráðinn í hálft starf í fyrra og stýrði hátíðinni í fyrsta skipti í október sama ár. Í samningi sem gerður var við Grím er ákvæði sem meinar honum að standa í innflutningi á erlendum hljómsveitum, en hann hefur staðið í slíkum rekstri síðustu ár og kemur að tónleikum bresku hljómsveitarinnar Hurts í þessum mánuði. Tónleikahaldarinn Kári Sturluson gagnrýndi aðkomu Gríms að tónleikum Hurts í Fréttablaðinu á dögunum. Sagði hann Grím nýta tengsl í krafti opinberrar stöðu sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves í eigin rekstri. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar (ÚTÓN), sem heldur utan um Iceland Airwaves, og stjórn ÚTÓN töldu ekki að um hagsmunaárekstra væri að ræða.Anna Hildur segir að ÚTÓN hafi ekki getað skipt sér af því hvernig Grímur aflaði sér tekna þegar hann var aðeins í hálfu starfi við hátíðina. „Það var skilningur á því frá upphafi að ef starfshlutfallið myndi breytast myndi hann ekki sinna innflutningi á hljómsveitum," segir hún. Grímur Atlason segist ekki hafa áhuga á því að halda stóra tónleika á eigin vegum. Hann segir ákvæðið um tónleikahald hans eðlilegt í fámenninu á Íslandi. „Hins vegar er alveg sama hvað ég geri á Íslandi, eða einhver. Maður er alltaf tengdur öllu, alltaf með frændur sína og frænkur, afa sinn og ömmu að gera eitthvað rosa fínt," segir hann. Þrátt fyrir að hafa verið í hálfu starf við hátíðina í fyrra segir Grímur að hann og annað starfsfólk hátíðarinnar hafi unnið í 100 til 200 prósent starfi, en fengið borgað fyrir hálft starf eða minna. „Það var ekki rakið að þetta myndi ganga upp. Til að keyra hátíðina upp þurfti að gera mjög margt, en það var ekki til mikill peningur," segir hann. Þannig að munurinn er sá að nú færðu borgað fyrir vinnuna? „Já, en ég ætla ekki að fara að grenja. Ég réði mig upp á þessi býtti."atlifannar@frettabladid.is
Tengdar fréttir Segir Iceland Airwaves-stjóra sitja beggja vegna borðs Kári Sturluson telur að Grímur Atlason sé beggja vegna borðs þegar kemur að störfum hans sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves og sjálfstæður tónleikahaldari. 3. febrúar 2011 00:01 Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Sjá meira
Segir Iceland Airwaves-stjóra sitja beggja vegna borðs Kári Sturluson telur að Grímur Atlason sé beggja vegna borðs þegar kemur að störfum hans sem framkvæmdastjóri Iceland Airwaves og sjálfstæður tónleikahaldari. 3. febrúar 2011 00:01