Eurovision-stjörnur með stórtónleika í Stokkhólmi 7. mars 2011 13:00 Heldur tónleika Friðrik Ómar Hjörleifsson heldur sína fyrstu tónleika í Stokkhólmi í lok mánaðarins. Jóhanna Guðrún mun koma fram ásamt honum auk tíu manna hljómsveitar. Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson heldur tónleika ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur hinn 30. mars í Göta Lejon leikhúsinu í Stokkhólmi. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við sendiráð Íslands og ýmsa ferðaaðila í borginni. Þetta verða fyrstu tónleikarnir sem Friðrik Ómar heldur sjálfur í Svíþjóð og mun hann meðal annars flytja frumsamið efni í bland við þekkta slagara. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum tónleikum. Leikhúsið sjálft er yfir hundrað ára gamalt og rosalega fallegt. Það er verið að sýna Rómeó og Júlíu þarna núna og við komum fram í þeirri sviðsmynd þannig þetta verður eitthvað ævintýralegt. Ég verð Rómeó og Jóhanna Guðrún verður Júlía, eða öfugt,“ segir hann og skellir upp úr. Salurinn tekur alls 1120 manns í sæti og viðurkennir Friðrik Ómar að það verði ærið verkefni að fylla þau öll. „Hér er mjög stórt Íslendingasamfélag og ég vonast auðvitað eftir því að sjá sem flesta Íslendinga á tónleikunum. En þetta er jafnframt kynning á mér og Jöhönnu Guðrúnu og því búumst við einnig við fólki úr tónlistargeiranum hér,“ segir hann. Karl Olgeirsson mun leiða tíu manna hljómsveit sem spilar undir með Friðriki Ómari og samanstendur hún bæði af íslenskum og sænskum tónlistarmönnum. „Það er svolítið púsl að skipuleggja svona tónleika. Maður hefur hangið mikið á Skype undanfarið til að koma þessu öllu saman,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist Friðrik Ómar kunna vel við sig í Stokkhólmi þótt hann segi tónlistarbransann vera harðari þar en heima. „Góðir hlutir gerast hægt. Ég hef í nægu að snúast og ef það eru dauðir tímar notfæri ég þá til að taka upp og undirbúa önnur verkefni,“ segir hann að lokum. Miðasala á tónleikana hefst í lok vikunnar og er hægt að nálgast miða í gegnum www.ticknet.se. sara@frettabladid.is Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson heldur tónleika ásamt Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur hinn 30. mars í Göta Lejon leikhúsinu í Stokkhólmi. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við sendiráð Íslands og ýmsa ferðaaðila í borginni. Þetta verða fyrstu tónleikarnir sem Friðrik Ómar heldur sjálfur í Svíþjóð og mun hann meðal annars flytja frumsamið efni í bland við þekkta slagara. „Ég er mjög spenntur fyrir þessum tónleikum. Leikhúsið sjálft er yfir hundrað ára gamalt og rosalega fallegt. Það er verið að sýna Rómeó og Júlíu þarna núna og við komum fram í þeirri sviðsmynd þannig þetta verður eitthvað ævintýralegt. Ég verð Rómeó og Jóhanna Guðrún verður Júlía, eða öfugt,“ segir hann og skellir upp úr. Salurinn tekur alls 1120 manns í sæti og viðurkennir Friðrik Ómar að það verði ærið verkefni að fylla þau öll. „Hér er mjög stórt Íslendingasamfélag og ég vonast auðvitað eftir því að sjá sem flesta Íslendinga á tónleikunum. En þetta er jafnframt kynning á mér og Jöhönnu Guðrúnu og því búumst við einnig við fólki úr tónlistargeiranum hér,“ segir hann. Karl Olgeirsson mun leiða tíu manna hljómsveit sem spilar undir með Friðriki Ómari og samanstendur hún bæði af íslenskum og sænskum tónlistarmönnum. „Það er svolítið púsl að skipuleggja svona tónleika. Maður hefur hangið mikið á Skype undanfarið til að koma þessu öllu saman,“ segir hann og hlær. Aðspurður segist Friðrik Ómar kunna vel við sig í Stokkhólmi þótt hann segi tónlistarbransann vera harðari þar en heima. „Góðir hlutir gerast hægt. Ég hef í nægu að snúast og ef það eru dauðir tímar notfæri ég þá til að taka upp og undirbúa önnur verkefni,“ segir hann að lokum. Miðasala á tónleikana hefst í lok vikunnar og er hægt að nálgast miða í gegnum www.ticknet.se. sara@frettabladid.is
Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“