Sú besta í tuttugu ár 3. mars 2011 16:00 Hljómsveitin R.E.M. gefur út sína fimmtándu hljóðversplötu. Sú besta síðan Out of Time, segir bassaleikarinn Mike Mills. Fimmtánda hljóðversplata bandaríska tríósins R.E.M., Collapse Into Now, kemur út í næstu viku. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu hinnar prýðilegu Accelerate sem kom hljómsveitinni aftur á kortið eftir hina misheppnuðu Around the Sun. Upptökustjóri Accelerate var hinn írski Jacknife Lee, sá hinn sami og stjórnar upptökum á nýju plötunni. Hann hefur á ferli sínum unnið með U2, Weezer og Snow Patrol og þykir afar fær á sínu sviði, enda með Grammy-verðlaun uppi á arinhillunni. Upptökur fóru fram í þremur mismunandi borgum, Berlín, Nashville og í New Orleans. Hljóðverið í Berlín nefnist Das Hansa Tonstudio og er sögufrægt mjög. Þar voru plötur á borð við Heroes með David Bowie, Achtung Baby með U2 og Lust for Life með Iggy Pop teknar upp. Á meðal góðra gesta á Collapse Into Now eru söngkonan Patti Smith, gömul vinkona söngvarans Michaels Stipe, Eddie Vedder úr Pearl Jam og pönkgellan Peaches. Bassaleikarinn Mike Mills segir að lagt hafi verið upp með að hafa plötuna fjölbreyttari en Accelerate, þar sem fylgt var einni stefnu frá upphafi til enda. Þá voru lögin stutt, hröð og hávær en í þetta sinn skipti engu hvernig lögin voru uppbyggð. Ef þau voru nógu góð voru þau sett á plötuna. Að mati Mills jafnast útkoman á við það besta sem hefur komið úr herbúðum R.E.M og í raun finnst honum Collapse Into Now besta plata sveitarinnar síðan Out of Time kom út 1991 en hún skaut bandinu upp á stjörnuhimininn og seldist í yfir átján milljónum eintaka. Sannarlega stór orð þegar haft er í huga að síðan þá hefur R.E.M. meðal annars gefið út stórvirkið Automatic for the People. R.E.M., sem hefur yfirleitt verið frekar löt við tónleikaferðir, býst ekki við að fylgja nýju plötunni eftir með ferðalagi líkt og hún gerði í kjölfar Accelerate. Hvort það falli vel í kramið hjá útgáfufyrirtækinu Warner Brothers skal ósagt látið. Collapse Into Now er síðasta platan í samningi sveitarinnar við Warner sem hefur staðið yfir frá árinu 1988 þegar Green kom út. Þrátt fyrir yfirlýsingar Mills um gæði nýju plötunnar hefur hún fengið nokkuð misjafna dóma. Breska tímaritið Q gefur henni aðeins tvær stjörnur, sem er óvænt þegar risaband á við R.E.M. er annars vegar, á meðan hið bandaríska Rolling Stone gefur henni fjórar af fimm mögulegum og segir sveitina í sínu besta formi í langan tíma. Bandaríska tímaritið Spin er á sama máli og gefur sveitinni 8 í einkunn af 10 og segir plötuna hljóma eins og gamalkunnan vin sem sífellt er hægt að treysta á. freyr@frettabladid.is Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
Hljómsveitin R.E.M. gefur út sína fimmtándu hljóðversplötu. Sú besta síðan Out of Time, segir bassaleikarinn Mike Mills. Fimmtánda hljóðversplata bandaríska tríósins R.E.M., Collapse Into Now, kemur út í næstu viku. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu hinnar prýðilegu Accelerate sem kom hljómsveitinni aftur á kortið eftir hina misheppnuðu Around the Sun. Upptökustjóri Accelerate var hinn írski Jacknife Lee, sá hinn sami og stjórnar upptökum á nýju plötunni. Hann hefur á ferli sínum unnið með U2, Weezer og Snow Patrol og þykir afar fær á sínu sviði, enda með Grammy-verðlaun uppi á arinhillunni. Upptökur fóru fram í þremur mismunandi borgum, Berlín, Nashville og í New Orleans. Hljóðverið í Berlín nefnist Das Hansa Tonstudio og er sögufrægt mjög. Þar voru plötur á borð við Heroes með David Bowie, Achtung Baby með U2 og Lust for Life með Iggy Pop teknar upp. Á meðal góðra gesta á Collapse Into Now eru söngkonan Patti Smith, gömul vinkona söngvarans Michaels Stipe, Eddie Vedder úr Pearl Jam og pönkgellan Peaches. Bassaleikarinn Mike Mills segir að lagt hafi verið upp með að hafa plötuna fjölbreyttari en Accelerate, þar sem fylgt var einni stefnu frá upphafi til enda. Þá voru lögin stutt, hröð og hávær en í þetta sinn skipti engu hvernig lögin voru uppbyggð. Ef þau voru nógu góð voru þau sett á plötuna. Að mati Mills jafnast útkoman á við það besta sem hefur komið úr herbúðum R.E.M og í raun finnst honum Collapse Into Now besta plata sveitarinnar síðan Out of Time kom út 1991 en hún skaut bandinu upp á stjörnuhimininn og seldist í yfir átján milljónum eintaka. Sannarlega stór orð þegar haft er í huga að síðan þá hefur R.E.M. meðal annars gefið út stórvirkið Automatic for the People. R.E.M., sem hefur yfirleitt verið frekar löt við tónleikaferðir, býst ekki við að fylgja nýju plötunni eftir með ferðalagi líkt og hún gerði í kjölfar Accelerate. Hvort það falli vel í kramið hjá útgáfufyrirtækinu Warner Brothers skal ósagt látið. Collapse Into Now er síðasta platan í samningi sveitarinnar við Warner sem hefur staðið yfir frá árinu 1988 þegar Green kom út. Þrátt fyrir yfirlýsingar Mills um gæði nýju plötunnar hefur hún fengið nokkuð misjafna dóma. Breska tímaritið Q gefur henni aðeins tvær stjörnur, sem er óvænt þegar risaband á við R.E.M. er annars vegar, á meðan hið bandaríska Rolling Stone gefur henni fjórar af fimm mögulegum og segir sveitina í sínu besta formi í langan tíma. Bandaríska tímaritið Spin er á sama máli og gefur sveitinni 8 í einkunn af 10 og segir plötuna hljóma eins og gamalkunnan vin sem sífellt er hægt að treysta á. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira