Með blústónlist í blóðinu 4. apríl 2011 20:00 Vasti Jackson verður á meðal gesta á Blúshátíð í Reykjavík sem verður haldin í áttunda sinn 16. til 21. apríl. Hann segir blúsinn vera í blóðinu, enda ólst hann upp í Mississippi. Jackson stígur á svið á Hilton-hótelinu 21. apríl. Hann er flinkur gítarleikari og afburða blússöngvari og er þekktur fyrir að ná góðum tengslum við áhorfendur á tónleikum. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur til Íslands. „Ég hef komið til Finnlands, Noregs og Svíþjóðar en aldrei til Íslands. Ég verð þarna í fjóra daga og ætla aðeins og slappa af og skoða mig um," segir Jackson. Hann kemur frá blúsríkinu Mississippi og hefur verið í tónlistarbransanum í rúm 35 ár. Hann ólst upp í mikilli tónlistarfjölskyldu. „Afi minn Sammy Jackson og amma mín Mary Jackson spiluðu bæði á gítar og ég spilaði með þeim heima hjá mér. Afi spilaði blús en amma spilaði aðallega gospel. Móðir mín söng líka og frændi minn spilaði á alls konar hljóðfæri þannig að fjölskyldan mín var á kafi í tónlist." Jackson vann á sínum yngri árum hjá útgáfufyrirtækinu Malaco Records í bænum Jackson í Mississippi og var hljóðversgítarleikari fyrir blúsara á borð við Johnny Taylor, Little Milton og BB King. Hann hefur einnig starfað sem upptökustjóri og vann meðal annars með djasssöngkonunni Cassöndru Wilson og Harry Connick Jr. Á ferli sínum hefur hann gefið út fjórar plötur og kom sú síðasta, Stimulus Man, út í fyrra. Fæðingarbær Jacksons, McComb í suðurhluta Mississippi, er um sjötíu kílómetrum frá Hazlehurst, fæðingarbæ hins þekkta blúsara Roberts Johnson. Jackson hefur í gegnum tíðina unnið ýmis verkefni í tengslum við hinn sáluga Johnson. Hann kom fram í heimildarþáttaröðinni The Blues sem Martin Scorsese framleiddi árið 2003 og fjallaði um uppruna blússins, þar á meðal Johnson. Einnig leikur hann Johnson í leikriti um gítarsnillinginn sem verður frumsýnt í Mississippi 17. júní. Spurður út í rætur blússins segir Jackson hann vera sambland af evrópskri og afrískri tónlist sem náði fótfestum í Bandaríkjunum. „Þetta er tónlist fólksins og þegar þú heyrir þennan frumstæða takt langar þig bara að dansa og skemmta þér. Blúsinn bindur okkur við jörðina. Við getum talað um blúsinn og skrifað bækur um hann en þegar maður hlustar á hann gerist eitthvað sérstakt innra með manni," segir hann. Spurður hvort hann ætli ekki að reyna að smita Íslendinga af þessari blústilfinningu á tónleikunum í Reykjavík segist Jackson ekki þurfa að reyna það: „Hún kemur með mig þangað. Það er blúsinn sem flytur mig til Íslands. Þessi tilfinning er í blóðinu. Hún er hjartað, sálin, lungun og lifrin í því sem ég stend fyrir sem tónlistarmaður." freyr@frettabladid.is Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Vasti Jackson verður á meðal gesta á Blúshátíð í Reykjavík sem verður haldin í áttunda sinn 16. til 21. apríl. Hann segir blúsinn vera í blóðinu, enda ólst hann upp í Mississippi. Jackson stígur á svið á Hilton-hótelinu 21. apríl. Hann er flinkur gítarleikari og afburða blússöngvari og er þekktur fyrir að ná góðum tengslum við áhorfendur á tónleikum. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann kemur til Íslands. „Ég hef komið til Finnlands, Noregs og Svíþjóðar en aldrei til Íslands. Ég verð þarna í fjóra daga og ætla aðeins og slappa af og skoða mig um," segir Jackson. Hann kemur frá blúsríkinu Mississippi og hefur verið í tónlistarbransanum í rúm 35 ár. Hann ólst upp í mikilli tónlistarfjölskyldu. „Afi minn Sammy Jackson og amma mín Mary Jackson spiluðu bæði á gítar og ég spilaði með þeim heima hjá mér. Afi spilaði blús en amma spilaði aðallega gospel. Móðir mín söng líka og frændi minn spilaði á alls konar hljóðfæri þannig að fjölskyldan mín var á kafi í tónlist." Jackson vann á sínum yngri árum hjá útgáfufyrirtækinu Malaco Records í bænum Jackson í Mississippi og var hljóðversgítarleikari fyrir blúsara á borð við Johnny Taylor, Little Milton og BB King. Hann hefur einnig starfað sem upptökustjóri og vann meðal annars með djasssöngkonunni Cassöndru Wilson og Harry Connick Jr. Á ferli sínum hefur hann gefið út fjórar plötur og kom sú síðasta, Stimulus Man, út í fyrra. Fæðingarbær Jacksons, McComb í suðurhluta Mississippi, er um sjötíu kílómetrum frá Hazlehurst, fæðingarbæ hins þekkta blúsara Roberts Johnson. Jackson hefur í gegnum tíðina unnið ýmis verkefni í tengslum við hinn sáluga Johnson. Hann kom fram í heimildarþáttaröðinni The Blues sem Martin Scorsese framleiddi árið 2003 og fjallaði um uppruna blússins, þar á meðal Johnson. Einnig leikur hann Johnson í leikriti um gítarsnillinginn sem verður frumsýnt í Mississippi 17. júní. Spurður út í rætur blússins segir Jackson hann vera sambland af evrópskri og afrískri tónlist sem náði fótfestum í Bandaríkjunum. „Þetta er tónlist fólksins og þegar þú heyrir þennan frumstæða takt langar þig bara að dansa og skemmta þér. Blúsinn bindur okkur við jörðina. Við getum talað um blúsinn og skrifað bækur um hann en þegar maður hlustar á hann gerist eitthvað sérstakt innra með manni," segir hann. Spurður hvort hann ætli ekki að reyna að smita Íslendinga af þessari blústilfinningu á tónleikunum í Reykjavík segist Jackson ekki þurfa að reyna það: „Hún kemur með mig þangað. Það er blúsinn sem flytur mig til Íslands. Þessi tilfinning er í blóðinu. Hún er hjartað, sálin, lungun og lifrin í því sem ég stend fyrir sem tónlistarmaður." freyr@frettabladid.is
Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira