Lífið

Katy Perry sökuð um stuld

Aðdáendur Lady Gaga saka Katy Perry um stuld í nýjasta myndbandi þeirrar síðastnefndu. Aðdáendasíður Lady Gaga hafa gjörsamlega logað eftir að Perry frumsýndi ET-myndbandið sitt en þar sést söngkonan í líki geimveru.

Perry er jafnframt mikið förðuð og látin líta út fyrir að vera blá og það er kannski einna helst það sem fer fyrir brjóstið á aðdáendum Gaga en þeir eru ákaflega trúir og tryggir sinni stjörnu. Vilja sumir meina að þar sé Perry að líkja eftir nýlegu sci-fi-myndbandi Gaga en söngkonan er þar förðuð eins og vélmenni.

Aðdáendur Gaga hafa ausið úr skálum reiði sinnar og þannig skrifar einn: „Katy Perry-myndbandið ET er alltof Lady Gaga-legt. Bara Lady Gaga getur gert Lady Gaga-hluti." Annar aðdáandi er mun reiðari og segir: „Katy Perry er að breytast í Lady Gaga. Ég hata þetta ET-myndband." Og jafnvel einn aðdáandi Katy Perry viðurkennir að söngkonunni hafi orðið á mistök. „Ég elska Katy Perry meira en Gaga en þetta ET-myndband er of Gaga-legt."

Ekki er víst að Lady Gaga geri neitt mál úr þessu enda er ferill hennar kominn upp í hæstu hæðir. Útspil Katy Perry er hins vegar ögn skiljanlegra, henni hefur gengið illa að viðhalda sínu orðspori í poppheiminum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.