Lífið

Floyd-liðar spila saman

Roger Waters, fyrrum liðsmaður Pink Floyd, ætlar að spila lag með hljómsveit sinni ásamt fyrrum félaga sínum úr bandinu, David Gilmore á tónleikum síðar á þessu ári.

Waters fer í tónleikaferð um Evrópu í vor þar sem hann flytur plötuna The Wall í heild sinni. Sex tónleikar verða í Bretlandi í maí og allt útlit er fyrir að Gilmore verði gestur á einum þeirra.

„Hann ætlar að spila Comfortably Numb á einum tónleikum. Það er algjört leyndarmál hvaða tónleikar það verða,“ sagði Waters.

Pink Floyd kom síðast saman árið 2005 en þremur árum síðar lést hljómborðsleikarinn Richard Wright. Það var á Live 8 tónleikunum í London en það var í fyrsta skipti í 24 ár sem Roger Waters, David Gilmour, Nick Mason og Richard Wright spiluðu saman.

Hér fyrir ofan má sjá upptöku af flutningi þeirra á Comfortably Numb, sem var lokalag þeirra á Live 8 tónleikunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.