"Herraklippingar" aldrei vinsælli Erla Hlynsdóttir skrifar 17. nóvember 2011 19:08 Aldrei hafa fleiri karlmenn farið í ófrjósemisaðgerð og á síðasta ári, þegar einn karlmaður að meðaltali fór í aðgerð á hverjum einasta degi. Borgarstjóri vakti máls á ófrjósemisaðgerðum í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á þriðjudag, og hvatti karla til að taka þar aukna ábyrgð. Talsverð aukning hefur orðið á ófrjósemisaðgerðum hjá körlum á síðustu árum og hafa aldrei fleiri karlmenn farið í svonefnda herraklippingu en á síðasta ári, þegar þeir voru ríflega fjögurhundruð. Á sama tíma fóru aðeins um hundraðogsextíu konur í ófrjósemisaðgerð. Undanfarinn áratug hefur orðið algjör viðsnúningur hjá kynjunum þegar kemur að ófrjósemisaðgerðum. Konur voru alltaf í miklum meirihluta en nú hafa karlmenn tekið yfir, enda aðgerðin mun einfaldari hjá þeim. „Það eru náttúrulega að koma fleiri karlmenn og þeir kannski frétta það hjá hverjum öðrum að þetta sé tiltölulega einfalt mál," segir Guðmundur Geirsson þvagfæraskurðlæknir. Og karlmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að aðgerðin bitni á kynlífnu. „Nei, það hefur engar aukaverkanir hvað varðar kynlíf," segir Guðmundur og bætir við að sáðlát verði áfram eins eftir aðgerð, nema að sáðfrumurnar vantar. Algengast er að fólk í aldurshópnum þrjátíuogfimm til fjörutíuogfjögurra ára fari í ófrjósemisaðgerðir og „herraklippingin" er mun einfaldari en margan kann að gruna. Í flestum tilfellum þarf aðeins að staðdeyfa karlmenn áður en þeir fara í ófrjósemisaðgerð, þó sumir séu svæfðir. Aðgerðin fer þannig fram að gat eða lítill skurður er gerður á ofanverðan punginn. Þá eru sáðrásirnar teknar út, þær eru klipptar og svo bundið eða jafnvel brennt fyrir. Aðgerðin tekur um fimmtán til tuttugu mínútur og eru menn vinnufærir strax næsta dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af ófrjósemisaðgerð á karlmanni. Við vörum viðkvæma við þessum myndum. Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Aldrei hafa fleiri karlmenn farið í ófrjósemisaðgerð og á síðasta ári, þegar einn karlmaður að meðaltali fór í aðgerð á hverjum einasta degi. Borgarstjóri vakti máls á ófrjósemisaðgerðum í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á þriðjudag, og hvatti karla til að taka þar aukna ábyrgð. Talsverð aukning hefur orðið á ófrjósemisaðgerðum hjá körlum á síðustu árum og hafa aldrei fleiri karlmenn farið í svonefnda herraklippingu en á síðasta ári, þegar þeir voru ríflega fjögurhundruð. Á sama tíma fóru aðeins um hundraðogsextíu konur í ófrjósemisaðgerð. Undanfarinn áratug hefur orðið algjör viðsnúningur hjá kynjunum þegar kemur að ófrjósemisaðgerðum. Konur voru alltaf í miklum meirihluta en nú hafa karlmenn tekið yfir, enda aðgerðin mun einfaldari hjá þeim. „Það eru náttúrulega að koma fleiri karlmenn og þeir kannski frétta það hjá hverjum öðrum að þetta sé tiltölulega einfalt mál," segir Guðmundur Geirsson þvagfæraskurðlæknir. Og karlmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að aðgerðin bitni á kynlífnu. „Nei, það hefur engar aukaverkanir hvað varðar kynlíf," segir Guðmundur og bætir við að sáðlát verði áfram eins eftir aðgerð, nema að sáðfrumurnar vantar. Algengast er að fólk í aldurshópnum þrjátíuogfimm til fjörutíuogfjögurra ára fari í ófrjósemisaðgerðir og „herraklippingin" er mun einfaldari en margan kann að gruna. Í flestum tilfellum þarf aðeins að staðdeyfa karlmenn áður en þeir fara í ófrjósemisaðgerð, þó sumir séu svæfðir. Aðgerðin fer þannig fram að gat eða lítill skurður er gerður á ofanverðan punginn. Þá eru sáðrásirnar teknar út, þær eru klipptar og svo bundið eða jafnvel brennt fyrir. Aðgerðin tekur um fimmtán til tuttugu mínútur og eru menn vinnufærir strax næsta dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af ófrjósemisaðgerð á karlmanni. Við vörum viðkvæma við þessum myndum.
Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira