"Herraklippingar" aldrei vinsælli Erla Hlynsdóttir skrifar 17. nóvember 2011 19:08 Aldrei hafa fleiri karlmenn farið í ófrjósemisaðgerð og á síðasta ári, þegar einn karlmaður að meðaltali fór í aðgerð á hverjum einasta degi. Borgarstjóri vakti máls á ófrjósemisaðgerðum í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á þriðjudag, og hvatti karla til að taka þar aukna ábyrgð. Talsverð aukning hefur orðið á ófrjósemisaðgerðum hjá körlum á síðustu árum og hafa aldrei fleiri karlmenn farið í svonefnda herraklippingu en á síðasta ári, þegar þeir voru ríflega fjögurhundruð. Á sama tíma fóru aðeins um hundraðogsextíu konur í ófrjósemisaðgerð. Undanfarinn áratug hefur orðið algjör viðsnúningur hjá kynjunum þegar kemur að ófrjósemisaðgerðum. Konur voru alltaf í miklum meirihluta en nú hafa karlmenn tekið yfir, enda aðgerðin mun einfaldari hjá þeim. „Það eru náttúrulega að koma fleiri karlmenn og þeir kannski frétta það hjá hverjum öðrum að þetta sé tiltölulega einfalt mál," segir Guðmundur Geirsson þvagfæraskurðlæknir. Og karlmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að aðgerðin bitni á kynlífnu. „Nei, það hefur engar aukaverkanir hvað varðar kynlíf," segir Guðmundur og bætir við að sáðlát verði áfram eins eftir aðgerð, nema að sáðfrumurnar vantar. Algengast er að fólk í aldurshópnum þrjátíuogfimm til fjörutíuogfjögurra ára fari í ófrjósemisaðgerðir og „herraklippingin" er mun einfaldari en margan kann að gruna. Í flestum tilfellum þarf aðeins að staðdeyfa karlmenn áður en þeir fara í ófrjósemisaðgerð, þó sumir séu svæfðir. Aðgerðin fer þannig fram að gat eða lítill skurður er gerður á ofanverðan punginn. Þá eru sáðrásirnar teknar út, þær eru klipptar og svo bundið eða jafnvel brennt fyrir. Aðgerðin tekur um fimmtán til tuttugu mínútur og eru menn vinnufærir strax næsta dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af ófrjósemisaðgerð á karlmanni. Við vörum viðkvæma við þessum myndum. Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Aldrei hafa fleiri karlmenn farið í ófrjósemisaðgerð og á síðasta ári, þegar einn karlmaður að meðaltali fór í aðgerð á hverjum einasta degi. Borgarstjóri vakti máls á ófrjósemisaðgerðum í ræðu sinni um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar á þriðjudag, og hvatti karla til að taka þar aukna ábyrgð. Talsverð aukning hefur orðið á ófrjósemisaðgerðum hjá körlum á síðustu árum og hafa aldrei fleiri karlmenn farið í svonefnda herraklippingu en á síðasta ári, þegar þeir voru ríflega fjögurhundruð. Á sama tíma fóru aðeins um hundraðogsextíu konur í ófrjósemisaðgerð. Undanfarinn áratug hefur orðið algjör viðsnúningur hjá kynjunum þegar kemur að ófrjósemisaðgerðum. Konur voru alltaf í miklum meirihluta en nú hafa karlmenn tekið yfir, enda aðgerðin mun einfaldari hjá þeim. „Það eru náttúrulega að koma fleiri karlmenn og þeir kannski frétta það hjá hverjum öðrum að þetta sé tiltölulega einfalt mál," segir Guðmundur Geirsson þvagfæraskurðlæknir. Og karlmenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að aðgerðin bitni á kynlífnu. „Nei, það hefur engar aukaverkanir hvað varðar kynlíf," segir Guðmundur og bætir við að sáðlát verði áfram eins eftir aðgerð, nema að sáðfrumurnar vantar. Algengast er að fólk í aldurshópnum þrjátíuogfimm til fjörutíuogfjögurra ára fari í ófrjósemisaðgerðir og „herraklippingin" er mun einfaldari en margan kann að gruna. Í flestum tilfellum þarf aðeins að staðdeyfa karlmenn áður en þeir fara í ófrjósemisaðgerð, þó sumir séu svæfðir. Aðgerðin fer þannig fram að gat eða lítill skurður er gerður á ofanverðan punginn. Þá eru sáðrásirnar teknar út, þær eru klipptar og svo bundið eða jafnvel brennt fyrir. Aðgerðin tekur um fimmtán til tuttugu mínútur og eru menn vinnufærir strax næsta dag. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af ófrjósemisaðgerð á karlmanni. Við vörum viðkvæma við þessum myndum.
Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira