Lífið

Fey eignaðist aðra dóttur

Fjölskyldan í forgang Tina Fey eignaðist aðra dóttur í síðustu viku.
Fjölskyldan í forgang Tina Fey eignaðist aðra dóttur í síðustu viku.
Gamanleikkonan Tina Fey eignaðist dóttur á miðvikudaginn í síðustu viku. Stúlkan hefur fengið nafnið Penelope Athena. Fyrir eiga Fey og eiginmaðurinn hennar, tónskáldið Jeff Richmond, fimm ára dóttur sem heitir Alice.

Hin 41 árs gamla Tina Fey, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum 30 Rock, segir að öllum heilsist vel á heimilinu og Alice litla sé ánægð með að hafa eignast systur. Fey viðurkennir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að eignast annað barn.

„Ég og eiginmaður minn ákváðum að taka ekki áhættuna á því að finnast eitthvað vanta í fjölskyldu okkar eftir nokkur ár þegar 30 Rock hættir. Við settum fjölskylduna í forgang,“ sagði hún fyrr á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.