Vatnsberinn loks á réttum stað 15. ágúst 2011 11:53 Styttan Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson var í dag flutt þangað sem hún verður endanlega staðsett, á horni Lækjargötu og Bankastrætis. Styttan hefur staðið á holtinu við Veðurstofu Íslands frá árinu 1967, en þó nokkrar deilur spruttu upp þegar staðsetja átti Vatnsberann í borgarlandinu á sínum tíma. „Fyrr í sumar samþykkti borgarráð tillögu Listasafns Reykjavíkur um nýja staðsetningu Vatnsberans og má því segja að hann sé komin endanlega heim,“ segir í tilkynningu frá borginni. „Ásmundur Sveinsson var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Hann var á meðal þeirra sem kynntu fyrir Íslendingum nýja formskrift í myndlist 20. aldar. Verkum hans var ekki alltaf jafn vel tekið, en með tímanum hafa þau fest sig í sessi sem ein af birtingarmyndum íslenskrar sagnahefðar, samfélags og náttúru á 20. öld. Hann sótti innblástur í íslenska náttúru og bókmenntir. Ásmundur lauk við Vatnsberann árið 1937 og er hann eitt þekktasta verk hans. Talið er að Vatnsberanum hafi verið ætlað að standa nálægt Bernhöftsbrunninum, sem var síðasti brunnurinn í Reykjavík, til minningar um vatnsberana sem settu svip sinn á gamla miðbæinn í kringum aldamótin 1900. Brunnurinn var staðsettur í bakarabrekkunni svokölluðu, nánar tiltekið á Bakarastíg sem nú er Bankastræti. Brunnurinn og bakarabrekkan draga nöfn sín af Tönnes Daniel Bernhöft bakara, sem rak bakarí þar sem nú er Bankastræti 2 allt frá 1845. Bernhöft var athafnamaður og lét grafa brunn vestan við bakaríið,“ segir ennfremur. Á afmælisdegi Reykjavíkurborgar, fimmtudaginn 18. ágúst kl. 20, verður sérstök athöfn tileinkuð Vatnsberanum við styttuna. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs mun segja nokkur orð og Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, ræðir sögu Vatnsberans og samhengi hans í núverandi borgarlandslagi og við önnur útilistaverk í nágrenninu. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Styttan Vatnsberinn eftir Ásmund Sveinsson var í dag flutt þangað sem hún verður endanlega staðsett, á horni Lækjargötu og Bankastrætis. Styttan hefur staðið á holtinu við Veðurstofu Íslands frá árinu 1967, en þó nokkrar deilur spruttu upp þegar staðsetja átti Vatnsberann í borgarlandinu á sínum tíma. „Fyrr í sumar samþykkti borgarráð tillögu Listasafns Reykjavíkur um nýja staðsetningu Vatnsberans og má því segja að hann sé komin endanlega heim,“ segir í tilkynningu frá borginni. „Ásmundur Sveinsson var einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar. Hann var á meðal þeirra sem kynntu fyrir Íslendingum nýja formskrift í myndlist 20. aldar. Verkum hans var ekki alltaf jafn vel tekið, en með tímanum hafa þau fest sig í sessi sem ein af birtingarmyndum íslenskrar sagnahefðar, samfélags og náttúru á 20. öld. Hann sótti innblástur í íslenska náttúru og bókmenntir. Ásmundur lauk við Vatnsberann árið 1937 og er hann eitt þekktasta verk hans. Talið er að Vatnsberanum hafi verið ætlað að standa nálægt Bernhöftsbrunninum, sem var síðasti brunnurinn í Reykjavík, til minningar um vatnsberana sem settu svip sinn á gamla miðbæinn í kringum aldamótin 1900. Brunnurinn var staðsettur í bakarabrekkunni svokölluðu, nánar tiltekið á Bakarastíg sem nú er Bankastræti. Brunnurinn og bakarabrekkan draga nöfn sín af Tönnes Daniel Bernhöft bakara, sem rak bakarí þar sem nú er Bankastræti 2 allt frá 1845. Bernhöft var athafnamaður og lét grafa brunn vestan við bakaríið,“ segir ennfremur. Á afmælisdegi Reykjavíkurborgar, fimmtudaginn 18. ágúst kl. 20, verður sérstök athöfn tileinkuð Vatnsberanum við styttuna. Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs mun segja nokkur orð og Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, ræðir sögu Vatnsberans og samhengi hans í núverandi borgarlandslagi og við önnur útilistaverk í nágrenninu.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira