Erpur heldur keppni - Önnur leiðin til Færeyja í vinning 16. ágúst 2011 22:00 Sæll venööö! Rapparinn Erpur Eyvindarson, BlazRoca, hefur blásið til keppni í samvinnu við Prikið og fleiri aðila þar sem hann hvetur tónlistarmenn til að endurhljóðblanda lög sín á sem flottastan máta. Með honum í dómnefnd eru President Bongo úr Gusgus og Óttarr Proppé borgarfulltrúi. Þeir munu hlusta á lögin sem berast og velja sigurvegarann. Vinningarnir ekki af verri endanum, eða þannig. Í fyrstu verðlaun eru ferð aðra leiðina til Færeyja með Norrænu, í önnur verðlaun eru ferð aðra leiðina til Vestmannaeyja og í þriðja sæti eru verðlaunin ferð aðra leiðina út í Viðey. Aukavinningarnir eru síðan ýmsir en nánari upplýsingar um keppnina, hlekkir á lög og fleira má nálgast á heimasíðunni prikid.is. Erpur skrifar af þessu tilefni skemmtilegt bréf til þátttakenda: „Kæru halar og hosur. Án þess að fitla of mikið við sjálfan mig vil ég segja að KópaCabana er stærsta íslenska tónlistarstykki seinustu ára. Enda fengið toppdóma frá öllum fjölmiðlum og átt flest vinsælustu lög seinustu ára (Allir fá sér, Keyrumettígang, Reykjavík Belfast, Viltu dick?, Stórasta landið, Má ég koma heim?, Elskum þessar mellur o.s.frv.). Hún hefur selst í skipsförmum (gámaskip sko), verið gríðarleg vítamínssprauta fyrir hiphoppsenuna (sem enn og aftur er blessunarlega komin upp á yfirborðið), náð langt út fyrir ramma rappgeirans og látið ótrúlegasta fólk reyna að leika eftir hispursleysið (rólegur Jónsi). Platan er kominn í sögubækurnar, ber titillinn "Plata ársins" á Hlustendaverðlaunum FM957 og hefur neglt inn hjá þjóðinni ófáum frösum, slangri og hugtökum. Vissulega er þetta platan mín en nauðsynlegt að átta sig á því að hún er unnin í samvinnu við þvílíka fagmenn í taktsmíði og rímnamöndli sem margir hverjir voru lítið þekktir fyrir sín afrek áður en platan leit dagsins ljós. Nú er tækifærið fyrir alla faghala og hosur að fleygja sinni tónsmíð undir snilldina og gera sig gildandi. Og frelsið er yndislegt, rímixin þurfa ekkert endilega að vera í hiphoppkantinum. Allt er opið fyrir endurhljóðblandanir í formi ryþmablús, grime, dancehall, dubstep, timba, black metal, breakbeat, congahouse, dauðarokk, skottís, grindcore, kántrý, gayteknó, rúmba, reggaeton, garage, emo, gröns, ambient, klassík, riverdance, blús, jazz, kuduru og svo fukkin framvegis. Til að undirstrika þetta spannar dómnefndin mjög víðan skala tónlistarmanna... og djöfull hlakkar mig til að heyra þessi goodsjitt rímix! -BlazRoca- P.s. Sæll venööö" Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira
Rapparinn Erpur Eyvindarson, BlazRoca, hefur blásið til keppni í samvinnu við Prikið og fleiri aðila þar sem hann hvetur tónlistarmenn til að endurhljóðblanda lög sín á sem flottastan máta. Með honum í dómnefnd eru President Bongo úr Gusgus og Óttarr Proppé borgarfulltrúi. Þeir munu hlusta á lögin sem berast og velja sigurvegarann. Vinningarnir ekki af verri endanum, eða þannig. Í fyrstu verðlaun eru ferð aðra leiðina til Færeyja með Norrænu, í önnur verðlaun eru ferð aðra leiðina til Vestmannaeyja og í þriðja sæti eru verðlaunin ferð aðra leiðina út í Viðey. Aukavinningarnir eru síðan ýmsir en nánari upplýsingar um keppnina, hlekkir á lög og fleira má nálgast á heimasíðunni prikid.is. Erpur skrifar af þessu tilefni skemmtilegt bréf til þátttakenda: „Kæru halar og hosur. Án þess að fitla of mikið við sjálfan mig vil ég segja að KópaCabana er stærsta íslenska tónlistarstykki seinustu ára. Enda fengið toppdóma frá öllum fjölmiðlum og átt flest vinsælustu lög seinustu ára (Allir fá sér, Keyrumettígang, Reykjavík Belfast, Viltu dick?, Stórasta landið, Má ég koma heim?, Elskum þessar mellur o.s.frv.). Hún hefur selst í skipsförmum (gámaskip sko), verið gríðarleg vítamínssprauta fyrir hiphoppsenuna (sem enn og aftur er blessunarlega komin upp á yfirborðið), náð langt út fyrir ramma rappgeirans og látið ótrúlegasta fólk reyna að leika eftir hispursleysið (rólegur Jónsi). Platan er kominn í sögubækurnar, ber titillinn "Plata ársins" á Hlustendaverðlaunum FM957 og hefur neglt inn hjá þjóðinni ófáum frösum, slangri og hugtökum. Vissulega er þetta platan mín en nauðsynlegt að átta sig á því að hún er unnin í samvinnu við þvílíka fagmenn í taktsmíði og rímnamöndli sem margir hverjir voru lítið þekktir fyrir sín afrek áður en platan leit dagsins ljós. Nú er tækifærið fyrir alla faghala og hosur að fleygja sinni tónsmíð undir snilldina og gera sig gildandi. Og frelsið er yndislegt, rímixin þurfa ekkert endilega að vera í hiphoppkantinum. Allt er opið fyrir endurhljóðblandanir í formi ryþmablús, grime, dancehall, dubstep, timba, black metal, breakbeat, congahouse, dauðarokk, skottís, grindcore, kántrý, gayteknó, rúmba, reggaeton, garage, emo, gröns, ambient, klassík, riverdance, blús, jazz, kuduru og svo fukkin framvegis. Til að undirstrika þetta spannar dómnefndin mjög víðan skala tónlistarmanna... og djöfull hlakkar mig til að heyra þessi goodsjitt rímix! -BlazRoca- P.s. Sæll venööö"
Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Sjá meira