Fjölskyldan með Sin Fang í nýju myndbandi 9. febrúar 2011 07:00 Sin Fang rennir sér um á hjólabretti með heklað skegg í sínu nýjasta tónlistarmyndbandi. Fjölskylda hans hefur veitt honum dygga aðstoð undanfarið. Tónlistarmaðurinn Sin Fang, eða Sindri úr Seabear, rennir sér um á hjólabretti með heklað, hvítt skegg í nýju myndbandi við lagið Because of the Blood. Það er fyrsta smáskífulagið af annarri sólóplötu hans, Summer Echoes, sem kemur út hér heima og erlendis 15. mars á vegum Kimi Records og þýsku útgáfunnar Morr Music. „Þetta er hugmynd sem ég og bróðir minn unnum saman. Hann gerði vídeóið og mamma og kærastan mín gerðu skeggið," segir Sindri, sem er líka með skeggið á umslagi plötunnar. „Þær hafa verið að búa til blúndukraga fyrir konur og okkur datt í hug að gera svona skegg. Ég var með litað skegg á fyrstu plötunni sem ég bjó til úr pappa. Þá var „koverið" litríkt en þetta er meira hvítt og einfaldara." Af hverju safnarðu ekki bara eigin skeggi? „Það er alveg á mörkunum að ég geti það. Kannski geri ég þetta bara af því að ég er með svo lélega skeggrót," segir Sindri léttur. Bróðir hans, Máni, hefur áður gert myndbönd fyrir Seabear, Sóleyju Stefánsdóttur úr Seabear og Snorra Helgason. Sindra finnst gott að vinna með honum. „Við erum með mjög svipaða fagurfræði." Sindri er gamall hjólabrettakappi en hefur lítið komið nálægt íþróttinni undanfarin ár, eða síðan hann fór í þriðja sinn úr olnbogalið eftir að hafa dottið á hausinn. „Ég hef alveg stigið á hjólabretti síðan en ekkert alvarlega. Ég horfi líka á hjólabrettamyndir og lag af fyrri plötunni minni var í hjólabrettamynd um daginn." Næsta myndband hans verður lagið Two Boys og því leikstýrði kærastan hans sem heitir Ingibjörg Birgisdóttir. Hún hannaði líka umslag nýju plötunnar, auk þess sem pabbi Sindra tók ljósmyndarnar í umslaginu. freyr@frettabladid.is Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Sin Fang rennir sér um á hjólabretti með heklað skegg í sínu nýjasta tónlistarmyndbandi. Fjölskylda hans hefur veitt honum dygga aðstoð undanfarið. Tónlistarmaðurinn Sin Fang, eða Sindri úr Seabear, rennir sér um á hjólabretti með heklað, hvítt skegg í nýju myndbandi við lagið Because of the Blood. Það er fyrsta smáskífulagið af annarri sólóplötu hans, Summer Echoes, sem kemur út hér heima og erlendis 15. mars á vegum Kimi Records og þýsku útgáfunnar Morr Music. „Þetta er hugmynd sem ég og bróðir minn unnum saman. Hann gerði vídeóið og mamma og kærastan mín gerðu skeggið," segir Sindri, sem er líka með skeggið á umslagi plötunnar. „Þær hafa verið að búa til blúndukraga fyrir konur og okkur datt í hug að gera svona skegg. Ég var með litað skegg á fyrstu plötunni sem ég bjó til úr pappa. Þá var „koverið" litríkt en þetta er meira hvítt og einfaldara." Af hverju safnarðu ekki bara eigin skeggi? „Það er alveg á mörkunum að ég geti það. Kannski geri ég þetta bara af því að ég er með svo lélega skeggrót," segir Sindri léttur. Bróðir hans, Máni, hefur áður gert myndbönd fyrir Seabear, Sóleyju Stefánsdóttur úr Seabear og Snorra Helgason. Sindra finnst gott að vinna með honum. „Við erum með mjög svipaða fagurfræði." Sindri er gamall hjólabrettakappi en hefur lítið komið nálægt íþróttinni undanfarin ár, eða síðan hann fór í þriðja sinn úr olnbogalið eftir að hafa dottið á hausinn. „Ég hef alveg stigið á hjólabretti síðan en ekkert alvarlega. Ég horfi líka á hjólabrettamyndir og lag af fyrri plötunni minni var í hjólabrettamynd um daginn." Næsta myndband hans verður lagið Two Boys og því leikstýrði kærastan hans sem heitir Ingibjörg Birgisdóttir. Hún hannaði líka umslag nýju plötunnar, auk þess sem pabbi Sindra tók ljósmyndarnar í umslaginu. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Laufey á landinu Lífið Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira