Biskup mætti ekki á málþing um kirkjuna 19. október 2011 11:00 Fullt var út úr dyrum í Hátíðarsal HÍ þegar Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Dr. Marie Fortune og fleiri fyrirlesarar fluttu erindi um kynferðisbrot innan íslensku þjóðkirkjunnar. fréttablaðið/stefán Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. Einn upplýsingafulltrúa Biskupsstofu, Árni Svanur Daníelsson, sagði biskup ekki vilja gefa kost á sér í viðtal. Hann gat ekki svarað fyrir það hvers vegna Karl mætti ekki á málþingið. Ekki var hægt að fá samband við biskup beint þegar Fréttablaðið talaði við Biskupsstofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og undanfarna daga. Þó að Karl hafi ekki verið viðstaddur málþingið hlýddu tugir presta og annarra fulltrúa kirkjunnar í salnum á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dr. Marie Fortune, séra Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúsprests og fleiri fyrirlesara. Meðal viðstaddra voru Árni Svanur, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs þjóðkirkjunnar, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Sigríður Guðmarsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir hélt erindi á málþinginu þar sem hún ræddi um reynslu sína við ritun bókarinnar, það erfiða ferli sem hún hefur farið í gegnum eftir áralanga misnotkun af hendi föður síns og þá uppgötvun að hún þyrfti ekki að fyrirgefa föður sínum til að vinna úr sínum eigin sársauka. Guðrún Ebba vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að málþinginu loknu að öðru leyti en því að hún sagðist vera afar ánægð með daginn. „Ég er í skýjunum," segir Guðrún Ebba. Í dag heldur dr. Fortune námskeið á vegum kirkjunnar sem ber yfirskriftina „Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og þjóðfélaga". Námskeiðið hefst klukkan 8.30 í Háskóla Íslands. Stjórnandi námskeiðsins er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs kirkjunnar. Samkvæmt auglýstri dagskrá mun Karl Sigurbjörnsson biskup fara með bæn í byrjun námskeiðsins klukkan níu. sunna@frettabladid.is Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. Einn upplýsingafulltrúa Biskupsstofu, Árni Svanur Daníelsson, sagði biskup ekki vilja gefa kost á sér í viðtal. Hann gat ekki svarað fyrir það hvers vegna Karl mætti ekki á málþingið. Ekki var hægt að fá samband við biskup beint þegar Fréttablaðið talaði við Biskupsstofu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær og undanfarna daga. Þó að Karl hafi ekki verið viðstaddur málþingið hlýddu tugir presta og annarra fulltrúa kirkjunnar í salnum á erindi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dr. Marie Fortune, séra Sigfinns Þorleifssonar sjúkrahúsprests og fleiri fyrirlesara. Meðal viðstaddra voru Árni Svanur, Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs þjóðkirkjunnar, Kristín Þórunn Tómasdóttir, Örn Bárður Jónsson, Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Pétur Hafstein, forseti kirkjuþings, og Sigríður Guðmarsdóttir. Guðrún Ebba Ólafsdóttir hélt erindi á málþinginu þar sem hún ræddi um reynslu sína við ritun bókarinnar, það erfiða ferli sem hún hefur farið í gegnum eftir áralanga misnotkun af hendi föður síns og þá uppgötvun að hún þyrfti ekki að fyrirgefa föður sínum til að vinna úr sínum eigin sársauka. Guðrún Ebba vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið að málþinginu loknu að öðru leyti en því að hún sagðist vera afar ánægð með daginn. „Ég er í skýjunum," segir Guðrún Ebba. Í dag heldur dr. Fortune námskeið á vegum kirkjunnar sem ber yfirskriftina „Kynferðisleg misnotkun og rétt viðbrögð í samhengi kirkju og þjóðfélaga". Námskeiðið hefst klukkan 8.30 í Háskóla Íslands. Stjórnandi námskeiðsins er Gunnar Rúnar Matthíasson, formaður fagráðs kirkjunnar. Samkvæmt auglýstri dagskrá mun Karl Sigurbjörnsson biskup fara með bæn í byrjun námskeiðsins klukkan níu. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira