Glæpasagnadrottningin veltir kónginum úr sessi 14. desember 2011 12:00 Yrsa Sigurðardóttir átti mest seldu bók landsins í síðustu viku, Brakið. Þetta er í annað sinn sem hún veltir Arnaldi Indriðasyni úr efsta sætinu. Óhætt er að tala um tveggja turna tal í sölu á glæpasögum fyrir jólin. „Ég hélt að ég hefði fengið mitt tækifæri fyrir hálfum mánuði og að ég fengi ekki slíkt aftur þannig að ég er himinlifandi með þetta," segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Yrsa hefur oft verið kölluð Glæpasagnadrottning Íslands og hún stendur vel undir nafni um þessar mundir. Bók hennar, Brakið, var mest selda skáldsaga landsins í síðustu viku og velti hún þar með sjálfum glæpasagnakónginum Arnaldi Indriðasyni úr sessi. Arnaldur hefur einokað toppsætið undanfarin ár. Athyglisvert er að þetta er í annað sinn á þremur vikum sem Yrsa skákar Arnaldi en í fyrra skiptið var listinn ekki birtur. Bók Arnaldar, Einvígið, situr í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins en þar er bók Yrsu í fjórða sæti. Það er því ótímabært að afskrifa hinn sívinsæla Arnald en auknar vinsældir Yrsu eru óumdeildar. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur bækur Arnaldar út, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda Yrsu, Pétri Má Ólafssyni, stendur til að prenta Brakið í 22 þúsundum eintaka. Hann á von á því að þau eintök verði horfin á aðfangadag. Vaka-Helgafell, útgefandi Arnaldar, lét prenta 23.500 eintök þannig að ef að líkum lætur munu Íslendingar fjárfesta í 45 þúsundum eintökum af þessum tveimur bókum fyrir rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. „Þetta er auðvitað bara mjög skemmtilegt og léttir okkar lund. Við erum búin að selja á annan tug þúsunda sem er töluvert meira en Ég man þig," segir Pétur Már en sú bók var mest selda bók Yrsu frá upphafi. Ég man þig er reyndar enn ein af mest seldu bókum ársins, situr í sjötta sæti heildarlistans. Yrsa getur því vel við unað þótt hún geri lítið úr samkeppninni við Arnald. „Hún er ekki á milli okkar, maður verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Hver bók er einstakt verk og þó að það gangi vel núna er það ekki öruggt að það gangi vel næst. Það er miklu erfiðara að koma sér að verki þegar það gengur svona vel því maður veit að á einhverjum tímapunkti hefur maður náð toppnum og þá kvíðir maður ferðinni niður." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Ég hélt að ég hefði fengið mitt tækifæri fyrir hálfum mánuði og að ég fengi ekki slíkt aftur þannig að ég er himinlifandi með þetta," segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Yrsa hefur oft verið kölluð Glæpasagnadrottning Íslands og hún stendur vel undir nafni um þessar mundir. Bók hennar, Brakið, var mest selda skáldsaga landsins í síðustu viku og velti hún þar með sjálfum glæpasagnakónginum Arnaldi Indriðasyni úr sessi. Arnaldur hefur einokað toppsætið undanfarin ár. Athyglisvert er að þetta er í annað sinn á þremur vikum sem Yrsa skákar Arnaldi en í fyrra skiptið var listinn ekki birtur. Bók Arnaldar, Einvígið, situr í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins en þar er bók Yrsu í fjórða sæti. Það er því ótímabært að afskrifa hinn sívinsæla Arnald en auknar vinsældir Yrsu eru óumdeildar. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur bækur Arnaldar út, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda Yrsu, Pétri Má Ólafssyni, stendur til að prenta Brakið í 22 þúsundum eintaka. Hann á von á því að þau eintök verði horfin á aðfangadag. Vaka-Helgafell, útgefandi Arnaldar, lét prenta 23.500 eintök þannig að ef að líkum lætur munu Íslendingar fjárfesta í 45 þúsundum eintökum af þessum tveimur bókum fyrir rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. „Þetta er auðvitað bara mjög skemmtilegt og léttir okkar lund. Við erum búin að selja á annan tug þúsunda sem er töluvert meira en Ég man þig," segir Pétur Már en sú bók var mest selda bók Yrsu frá upphafi. Ég man þig er reyndar enn ein af mest seldu bókum ársins, situr í sjötta sæti heildarlistans. Yrsa getur því vel við unað þótt hún geri lítið úr samkeppninni við Arnald. „Hún er ekki á milli okkar, maður verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Hver bók er einstakt verk og þó að það gangi vel núna er það ekki öruggt að það gangi vel næst. Það er miklu erfiðara að koma sér að verki þegar það gengur svona vel því maður veit að á einhverjum tímapunkti hefur maður náð toppnum og þá kvíðir maður ferðinni niður." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira