Kvikmyndin We Bought a Zoo í leikstjórn Camerons Crowe var frumsýnd í New York á mánudag. Myndin fjallar um einstæðan föður sem kaupir gamlan dýragarð úti í sveit og skartar þeim Matt Damon og Scarlett Johansson í aðalhlutverkum. Tónlistarmaðurinn Jónsi var að sjálfsögðu mættur á rauða dregilinn en hann sér um tónlistina í myndinni.
