Enski boltinn

Aðgerð Sagna gekk vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Aðgerðin sem Bacary Sagna, leikmaður Arsenal, gekkst undir í gær gekk vel. Sagna fótbrotnaði í leik liðsins gegn Tottenham um helgina eftir tæklingu frá Benoit Assou-Ekotto.

Sagna verður frá næstu þrjá mánuðina og getur því ekki byrjað að spila á nýjan leik fyrr en í janúar næstkomandi.

Sagna fékk sprungu í hægra kálfabein og var ákveðið að aðgerð væri nauðsynleg. Það var svo tilkynnt á heimasíðu Arsenal í gær að aðgerðin hafi gengið vel og að líklegt sé að hann verði frá í þrjá mánuði.

Carl Jenkinson mun væntanlega spila í stöðu hægri bakvarðar í fjarveru Sagna en Francis Coquelin, miðjumaðurinn ungi, mun einnig geta leyst þá stöðu ágætlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×