Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan Valur Grettisson skrifar 2. júní 2011 16:32 „Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. Hann hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í landi sem er heimsfrægt fyrir eina hörðustu fíkniefnalöggjöf veraldar. Móðir Brynjars segir að hann hafi farið þrisvar sinnum til Taílands á síðustu árum. Hann eigi kærustu þaðan og líði vel í landinu. Hann hafi svo verið úti að borða á mánudaginn ásamt kærustu sinni þegar þau mæta manni sem Borghildur telur að sé ástralskur. „Þau þekktu hann ekkert þannig. Þeir heilsuðust bara úti á götu. Ástralinn stoppar hann víst þarna úti á götu, svo veit Brynjar ekki af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl," segir Borghildur. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér.Borghildur fær aðeins fregnir í gegnum kærustu sonar síns í Tailandi.Kærasta Brynjars fékk ekki að sjá hann fyrr en í gær. Þá var búið að lemja hann illa segir Borghildur sem brotnar saman í miðju samtalinu. „Þeir eru að reyna að neyða hann til þess að játa," segir Borghildur en Brynjari og kærustu hans hafa verið sagt að brot hans geti varðað allt að 30 ára fangelsi. Borghildur segir Brynjar reglumann. Hann reyki ekki né drekki. Utanríkisráðuneytið hefur verið fjölskyldu Brynjars innan handar. Þeir hafa þó ekki heimild til þess að styðja fjárhagslega við fjölskylduna en Borghildur, sem er öryrki, var að flytja til Svíþjóðar ásamt dóttur sinni, og því hefur hún ekki mikinn pening á milli handanna. „Það er svo hræðilegt að geta ekki verið hjá honum," segir Borghildur en utanríkisráðuneytið hefur sett ræðismann í landinu í málið sem vinnur að því að útvega Brynjari verjanda. Því hafi enginn geta rætt við hann nema kærasta hans sem færir honum helstu nauðsynjar. Ekki er vitað hversu mikið magn af amfetamíni Ástralinn á að hafa haft undir höndum. Þess má geta að Brynjar á afmæli á morgun. Þá verður hann 25 ára gamall. EF þið hafið áhuga á að aðstoða fjölskyldu Brynjars þá er hægt að styðja þau með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir 25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
„Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. Hann hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í landi sem er heimsfrægt fyrir eina hörðustu fíkniefnalöggjöf veraldar. Móðir Brynjars segir að hann hafi farið þrisvar sinnum til Taílands á síðustu árum. Hann eigi kærustu þaðan og líði vel í landinu. Hann hafi svo verið úti að borða á mánudaginn ásamt kærustu sinni þegar þau mæta manni sem Borghildur telur að sé ástralskur. „Þau þekktu hann ekkert þannig. Þeir heilsuðust bara úti á götu. Ástralinn stoppar hann víst þarna úti á götu, svo veit Brynjar ekki af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl," segir Borghildur. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér.Borghildur fær aðeins fregnir í gegnum kærustu sonar síns í Tailandi.Kærasta Brynjars fékk ekki að sjá hann fyrr en í gær. Þá var búið að lemja hann illa segir Borghildur sem brotnar saman í miðju samtalinu. „Þeir eru að reyna að neyða hann til þess að játa," segir Borghildur en Brynjari og kærustu hans hafa verið sagt að brot hans geti varðað allt að 30 ára fangelsi. Borghildur segir Brynjar reglumann. Hann reyki ekki né drekki. Utanríkisráðuneytið hefur verið fjölskyldu Brynjars innan handar. Þeir hafa þó ekki heimild til þess að styðja fjárhagslega við fjölskylduna en Borghildur, sem er öryrki, var að flytja til Svíþjóðar ásamt dóttur sinni, og því hefur hún ekki mikinn pening á milli handanna. „Það er svo hræðilegt að geta ekki verið hjá honum," segir Borghildur en utanríkisráðuneytið hefur sett ræðismann í landinu í málið sem vinnur að því að útvega Brynjari verjanda. Því hafi enginn geta rætt við hann nema kærasta hans sem færir honum helstu nauðsynjar. Ekki er vitað hversu mikið magn af amfetamíni Ástralinn á að hafa haft undir höndum. Þess má geta að Brynjar á afmæli á morgun. Þá verður hann 25 ára gamall. EF þið hafið áhuga á að aðstoða fjölskyldu Brynjars þá er hægt að styðja þau með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir 25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53