Íslendingur laminn í taílensku fangelsi - móðir segir hann saklausan Valur Grettisson skrifar 2. júní 2011 16:32 „Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. Hann hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í landi sem er heimsfrægt fyrir eina hörðustu fíkniefnalöggjöf veraldar. Móðir Brynjars segir að hann hafi farið þrisvar sinnum til Taílands á síðustu árum. Hann eigi kærustu þaðan og líði vel í landinu. Hann hafi svo verið úti að borða á mánudaginn ásamt kærustu sinni þegar þau mæta manni sem Borghildur telur að sé ástralskur. „Þau þekktu hann ekkert þannig. Þeir heilsuðust bara úti á götu. Ástralinn stoppar hann víst þarna úti á götu, svo veit Brynjar ekki af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl," segir Borghildur. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér.Borghildur fær aðeins fregnir í gegnum kærustu sonar síns í Tailandi.Kærasta Brynjars fékk ekki að sjá hann fyrr en í gær. Þá var búið að lemja hann illa segir Borghildur sem brotnar saman í miðju samtalinu. „Þeir eru að reyna að neyða hann til þess að játa," segir Borghildur en Brynjari og kærustu hans hafa verið sagt að brot hans geti varðað allt að 30 ára fangelsi. Borghildur segir Brynjar reglumann. Hann reyki ekki né drekki. Utanríkisráðuneytið hefur verið fjölskyldu Brynjars innan handar. Þeir hafa þó ekki heimild til þess að styðja fjárhagslega við fjölskylduna en Borghildur, sem er öryrki, var að flytja til Svíþjóðar ásamt dóttur sinni, og því hefur hún ekki mikinn pening á milli handanna. „Það er svo hræðilegt að geta ekki verið hjá honum," segir Borghildur en utanríkisráðuneytið hefur sett ræðismann í landinu í málið sem vinnur að því að útvega Brynjari verjanda. Því hafi enginn geta rætt við hann nema kærasta hans sem færir honum helstu nauðsynjar. Ekki er vitað hversu mikið magn af amfetamíni Ástralinn á að hafa haft undir höndum. Þess má geta að Brynjar á afmæli á morgun. Þá verður hann 25 ára gamall. EF þið hafið áhuga á að aðstoða fjölskyldu Brynjars þá er hægt að styðja þau með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir 25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Það var á þriðjudaginn sem hún hringdi í mig og sagði mér að hann hefði verið handtekinn," segir Borghildur Antonsdóttir, en sonur hennar, Brynjar Mettinisson, var handtekinn í vikunni í miðborg Bankok í Taílandi grunaður um fíkniefnamisferli. Hann hefur verið úrskurðaður í þriggja mánaða gæsluvarðhald í landi sem er heimsfrægt fyrir eina hörðustu fíkniefnalöggjöf veraldar. Móðir Brynjars segir að hann hafi farið þrisvar sinnum til Taílands á síðustu árum. Hann eigi kærustu þaðan og líði vel í landinu. Hann hafi svo verið úti að borða á mánudaginn ásamt kærustu sinni þegar þau mæta manni sem Borghildur telur að sé ástralskur. „Þau þekktu hann ekkert þannig. Þeir heilsuðust bara úti á götu. Ástralinn stoppar hann víst þarna úti á götu, svo veit Brynjar ekki af sér fyrr en lögreglumenn koma og henda þeim upp í lögreglubíl," segir Borghildur. Hún segir að amfetamín hafi fundist í vösum Ástralans, en Brynjar sver að hann hafi ekki vitað að maðurinn væri með fíkniefni á sér.Borghildur fær aðeins fregnir í gegnum kærustu sonar síns í Tailandi.Kærasta Brynjars fékk ekki að sjá hann fyrr en í gær. Þá var búið að lemja hann illa segir Borghildur sem brotnar saman í miðju samtalinu. „Þeir eru að reyna að neyða hann til þess að játa," segir Borghildur en Brynjari og kærustu hans hafa verið sagt að brot hans geti varðað allt að 30 ára fangelsi. Borghildur segir Brynjar reglumann. Hann reyki ekki né drekki. Utanríkisráðuneytið hefur verið fjölskyldu Brynjars innan handar. Þeir hafa þó ekki heimild til þess að styðja fjárhagslega við fjölskylduna en Borghildur, sem er öryrki, var að flytja til Svíþjóðar ásamt dóttur sinni, og því hefur hún ekki mikinn pening á milli handanna. „Það er svo hræðilegt að geta ekki verið hjá honum," segir Borghildur en utanríkisráðuneytið hefur sett ræðismann í landinu í málið sem vinnur að því að útvega Brynjari verjanda. Því hafi enginn geta rætt við hann nema kærasta hans sem færir honum helstu nauðsynjar. Ekki er vitað hversu mikið magn af amfetamíni Ástralinn á að hafa haft undir höndum. Þess má geta að Brynjar á afmæli á morgun. Þá verður hann 25 ára gamall. EF þið hafið áhuga á að aðstoða fjölskyldu Brynjars þá er hægt að styðja þau með því að leggja inn upphæðir á eftirfarandi reikningsnúmer Borghildar: Banki 0537 höfuðbók 26 reikningsnúmer 494949 og kennitala 060549-4949. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir 25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
25 ára gamall Íslendingur handtekinn í Taílandi 25 ára gamall Íslendingur hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Taílandi vegna gruns um fíkniefnamisferli. Hann var handtekinn í Bankok, höfuðborg landsins, fyrir þremur dögum. 2. júní 2011 16:53