Eins og að róa til fiskjar 2. júní 2011 11:59 Kajsa ingemarsson Segir að skriftir séu eins og fiskveiðar. „Í fyrstu bókunum þarf maður ekki að fara langt frá landi, grunnsævið er krökkt af hugmyndum. En með hverri nýrri bók þarf að róa lengra eftir hugmyndum, á fjarlægari og dýpri mið.“Fréttablaðið/anton Sænski metsöluhöfundurinn Kajsa Ingemarsson var gestur á höfundakvöldi Norræna hússins í gær. Kajsa hefur verið óhrædd við að breyta um stefnu í lífinu og starfaði hjá sænsku öryggislögreglunni og var vinsæl sjónvarpskona áður en hún lagði ritstörfin fyrir sig. Leið Kajsu Ingemarsson í stétt rithöfunda var harla óvenjuleg. Hún nam rússnesku, pólsku og stjórnmálafræði í háskóla, starfaði við þýðingar hjá sænsku öryggislögreglunni og ætlaði að hasla sér völl sem embættismaður í utanríkisþjónustunni. Leið hennar lá hins vegar óvænt í útvarp og sjónvarp. „Vinir mínir sem stjórnuðu mjög vinsælum gamanþætti í útvarpi voru að búa til nýjan þátt. Á þeim tíma var mikill skortur á konum í skemmtiþáttum og þegar þeir leituðu til mín fannst mér ég ekki geta annað en slegið til.“ Kajsa byrjaði sem handritshöfundur í þættinum, lék síðar í honum og varð að lokum kynnir hans. Þaðan lá leið hennar í sjónvarp og varð hún brátt afar vinsæl í Svíþjóð. „Ég var í sjónvarpi og útvarpi í nokkur ár og það gekk mjög vel. Gallinn við að vera verktaki í skemmtanabransanum er sá að maður er alltaf háður eftirspurn og verður að taka þeim verkefnum sem bjóðast. Fyrir vikið missir maður smám saman sjónar á því sem maður sjálfur vill. Á endanum spurði ég mig að því hvað ég vildi helst af öllu gera. Annað hvort vildi ég stjórna eigin sjónvarpsþætti eða skrifa bók. Og ég valdi seinni kostinn.“ Fyrsta bók Kajsu, På det fjärde ska det sket, kom út 2002 og var nógu vel tekið til að hún gæti gert skriftirnar að aðalstarfi. Hún sló rækilega í gegn með þriðju skáldsögu sinni, sem kom út á íslensku undir nafninu Sítrónur og saffran. Alls hefur hún skrifað sjö skáldsögur, eitt ritgerðasafn og eina sjálfshjálparbók. Rithöfundarstarfið er því þriðji starfsferill Kajsu. „Ég trúi því að maður eigi að grípa þau tækifæri sem höfða til manns. Ég tel að okkur sé stýrt að einhverju leyti í gegnum lífið; ég veit ekki af hverjum en við eigum að reyna að koma auga á vísbendingarnar sem leiða okkur áfram á þann áfangastað sem okkur er ætlaður.“ Hún segist ekki viss um hvort hún eigi eftir að skrifa bækur það sem eftir er eða snúa sér að einhverju öðru. „Ég er með margar óskrifaðar bækur í huganum en veit aftur á móti ekki hvort mér endist orkan til að skrifa þær. Að skrifa er dálítið eins og að róa til fiskjar; í fyrstu bókunum þarf maður ekki að fara langt frá landi, grunnsævið er krökkt af hugmyndum. En með hverri nýrri bók þarf að róa lengra eftir hugmyndum, á fjarlægari og dýpri mið. Ég hef skrifað sjö skáldsögur og er komin ansi langt frá landi. Þetta getur verið ansi lýjandi. Það má vera að ég taki mér eitthvað allt annað fyrir hendur; ég hef breytt svo oft um stefnu í lífinu og er ekki hrædd við að gera það eina ferðina enn. En ég held áfram að skrifa svo lengi sem ég nýt þess.“ Athugasemd: Í Fréttablaðinu í dag, fimmtudaginn 2. júní, er rætt við sænska metsöluhöfundinn Kajsu Ingemarsson. Ranghermt er í viðtalinu að Kajsa verði gestur á höfundarkvöldi Norræna hússins í kvöld. Höfundarkvöldið var í gær, miðvikudag. bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Sjá meira
Sænski metsöluhöfundurinn Kajsa Ingemarsson var gestur á höfundakvöldi Norræna hússins í gær. Kajsa hefur verið óhrædd við að breyta um stefnu í lífinu og starfaði hjá sænsku öryggislögreglunni og var vinsæl sjónvarpskona áður en hún lagði ritstörfin fyrir sig. Leið Kajsu Ingemarsson í stétt rithöfunda var harla óvenjuleg. Hún nam rússnesku, pólsku og stjórnmálafræði í háskóla, starfaði við þýðingar hjá sænsku öryggislögreglunni og ætlaði að hasla sér völl sem embættismaður í utanríkisþjónustunni. Leið hennar lá hins vegar óvænt í útvarp og sjónvarp. „Vinir mínir sem stjórnuðu mjög vinsælum gamanþætti í útvarpi voru að búa til nýjan þátt. Á þeim tíma var mikill skortur á konum í skemmtiþáttum og þegar þeir leituðu til mín fannst mér ég ekki geta annað en slegið til.“ Kajsa byrjaði sem handritshöfundur í þættinum, lék síðar í honum og varð að lokum kynnir hans. Þaðan lá leið hennar í sjónvarp og varð hún brátt afar vinsæl í Svíþjóð. „Ég var í sjónvarpi og útvarpi í nokkur ár og það gekk mjög vel. Gallinn við að vera verktaki í skemmtanabransanum er sá að maður er alltaf háður eftirspurn og verður að taka þeim verkefnum sem bjóðast. Fyrir vikið missir maður smám saman sjónar á því sem maður sjálfur vill. Á endanum spurði ég mig að því hvað ég vildi helst af öllu gera. Annað hvort vildi ég stjórna eigin sjónvarpsþætti eða skrifa bók. Og ég valdi seinni kostinn.“ Fyrsta bók Kajsu, På det fjärde ska det sket, kom út 2002 og var nógu vel tekið til að hún gæti gert skriftirnar að aðalstarfi. Hún sló rækilega í gegn með þriðju skáldsögu sinni, sem kom út á íslensku undir nafninu Sítrónur og saffran. Alls hefur hún skrifað sjö skáldsögur, eitt ritgerðasafn og eina sjálfshjálparbók. Rithöfundarstarfið er því þriðji starfsferill Kajsu. „Ég trúi því að maður eigi að grípa þau tækifæri sem höfða til manns. Ég tel að okkur sé stýrt að einhverju leyti í gegnum lífið; ég veit ekki af hverjum en við eigum að reyna að koma auga á vísbendingarnar sem leiða okkur áfram á þann áfangastað sem okkur er ætlaður.“ Hún segist ekki viss um hvort hún eigi eftir að skrifa bækur það sem eftir er eða snúa sér að einhverju öðru. „Ég er með margar óskrifaðar bækur í huganum en veit aftur á móti ekki hvort mér endist orkan til að skrifa þær. Að skrifa er dálítið eins og að róa til fiskjar; í fyrstu bókunum þarf maður ekki að fara langt frá landi, grunnsævið er krökkt af hugmyndum. En með hverri nýrri bók þarf að róa lengra eftir hugmyndum, á fjarlægari og dýpri mið. Ég hef skrifað sjö skáldsögur og er komin ansi langt frá landi. Þetta getur verið ansi lýjandi. Það má vera að ég taki mér eitthvað allt annað fyrir hendur; ég hef breytt svo oft um stefnu í lífinu og er ekki hrædd við að gera það eina ferðina enn. En ég held áfram að skrifa svo lengi sem ég nýt þess.“ Athugasemd: Í Fréttablaðinu í dag, fimmtudaginn 2. júní, er rætt við sænska metsöluhöfundinn Kajsu Ingemarsson. Ranghermt er í viðtalinu að Kajsa verði gestur á höfundarkvöldi Norræna hússins í kvöld. Höfundarkvöldið var í gær, miðvikudag. bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Már Gunnars genginn út Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fleiri fréttir Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Sjá meira