Eins og að róa til fiskjar 2. júní 2011 11:59 Kajsa ingemarsson Segir að skriftir séu eins og fiskveiðar. „Í fyrstu bókunum þarf maður ekki að fara langt frá landi, grunnsævið er krökkt af hugmyndum. En með hverri nýrri bók þarf að róa lengra eftir hugmyndum, á fjarlægari og dýpri mið.“Fréttablaðið/anton Sænski metsöluhöfundurinn Kajsa Ingemarsson var gestur á höfundakvöldi Norræna hússins í gær. Kajsa hefur verið óhrædd við að breyta um stefnu í lífinu og starfaði hjá sænsku öryggislögreglunni og var vinsæl sjónvarpskona áður en hún lagði ritstörfin fyrir sig. Leið Kajsu Ingemarsson í stétt rithöfunda var harla óvenjuleg. Hún nam rússnesku, pólsku og stjórnmálafræði í háskóla, starfaði við þýðingar hjá sænsku öryggislögreglunni og ætlaði að hasla sér völl sem embættismaður í utanríkisþjónustunni. Leið hennar lá hins vegar óvænt í útvarp og sjónvarp. „Vinir mínir sem stjórnuðu mjög vinsælum gamanþætti í útvarpi voru að búa til nýjan þátt. Á þeim tíma var mikill skortur á konum í skemmtiþáttum og þegar þeir leituðu til mín fannst mér ég ekki geta annað en slegið til.“ Kajsa byrjaði sem handritshöfundur í þættinum, lék síðar í honum og varð að lokum kynnir hans. Þaðan lá leið hennar í sjónvarp og varð hún brátt afar vinsæl í Svíþjóð. „Ég var í sjónvarpi og útvarpi í nokkur ár og það gekk mjög vel. Gallinn við að vera verktaki í skemmtanabransanum er sá að maður er alltaf háður eftirspurn og verður að taka þeim verkefnum sem bjóðast. Fyrir vikið missir maður smám saman sjónar á því sem maður sjálfur vill. Á endanum spurði ég mig að því hvað ég vildi helst af öllu gera. Annað hvort vildi ég stjórna eigin sjónvarpsþætti eða skrifa bók. Og ég valdi seinni kostinn.“ Fyrsta bók Kajsu, På det fjärde ska det sket, kom út 2002 og var nógu vel tekið til að hún gæti gert skriftirnar að aðalstarfi. Hún sló rækilega í gegn með þriðju skáldsögu sinni, sem kom út á íslensku undir nafninu Sítrónur og saffran. Alls hefur hún skrifað sjö skáldsögur, eitt ritgerðasafn og eina sjálfshjálparbók. Rithöfundarstarfið er því þriðji starfsferill Kajsu. „Ég trúi því að maður eigi að grípa þau tækifæri sem höfða til manns. Ég tel að okkur sé stýrt að einhverju leyti í gegnum lífið; ég veit ekki af hverjum en við eigum að reyna að koma auga á vísbendingarnar sem leiða okkur áfram á þann áfangastað sem okkur er ætlaður.“ Hún segist ekki viss um hvort hún eigi eftir að skrifa bækur það sem eftir er eða snúa sér að einhverju öðru. „Ég er með margar óskrifaðar bækur í huganum en veit aftur á móti ekki hvort mér endist orkan til að skrifa þær. Að skrifa er dálítið eins og að róa til fiskjar; í fyrstu bókunum þarf maður ekki að fara langt frá landi, grunnsævið er krökkt af hugmyndum. En með hverri nýrri bók þarf að róa lengra eftir hugmyndum, á fjarlægari og dýpri mið. Ég hef skrifað sjö skáldsögur og er komin ansi langt frá landi. Þetta getur verið ansi lýjandi. Það má vera að ég taki mér eitthvað allt annað fyrir hendur; ég hef breytt svo oft um stefnu í lífinu og er ekki hrædd við að gera það eina ferðina enn. En ég held áfram að skrifa svo lengi sem ég nýt þess.“ Athugasemd: Í Fréttablaðinu í dag, fimmtudaginn 2. júní, er rætt við sænska metsöluhöfundinn Kajsu Ingemarsson. Ranghermt er í viðtalinu að Kajsa verði gestur á höfundarkvöldi Norræna hússins í kvöld. Höfundarkvöldið var í gær, miðvikudag. bergsteinn@frettabladid.is Menning Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Sænski metsöluhöfundurinn Kajsa Ingemarsson var gestur á höfundakvöldi Norræna hússins í gær. Kajsa hefur verið óhrædd við að breyta um stefnu í lífinu og starfaði hjá sænsku öryggislögreglunni og var vinsæl sjónvarpskona áður en hún lagði ritstörfin fyrir sig. Leið Kajsu Ingemarsson í stétt rithöfunda var harla óvenjuleg. Hún nam rússnesku, pólsku og stjórnmálafræði í háskóla, starfaði við þýðingar hjá sænsku öryggislögreglunni og ætlaði að hasla sér völl sem embættismaður í utanríkisþjónustunni. Leið hennar lá hins vegar óvænt í útvarp og sjónvarp. „Vinir mínir sem stjórnuðu mjög vinsælum gamanþætti í útvarpi voru að búa til nýjan þátt. Á þeim tíma var mikill skortur á konum í skemmtiþáttum og þegar þeir leituðu til mín fannst mér ég ekki geta annað en slegið til.“ Kajsa byrjaði sem handritshöfundur í þættinum, lék síðar í honum og varð að lokum kynnir hans. Þaðan lá leið hennar í sjónvarp og varð hún brátt afar vinsæl í Svíþjóð. „Ég var í sjónvarpi og útvarpi í nokkur ár og það gekk mjög vel. Gallinn við að vera verktaki í skemmtanabransanum er sá að maður er alltaf háður eftirspurn og verður að taka þeim verkefnum sem bjóðast. Fyrir vikið missir maður smám saman sjónar á því sem maður sjálfur vill. Á endanum spurði ég mig að því hvað ég vildi helst af öllu gera. Annað hvort vildi ég stjórna eigin sjónvarpsþætti eða skrifa bók. Og ég valdi seinni kostinn.“ Fyrsta bók Kajsu, På det fjärde ska det sket, kom út 2002 og var nógu vel tekið til að hún gæti gert skriftirnar að aðalstarfi. Hún sló rækilega í gegn með þriðju skáldsögu sinni, sem kom út á íslensku undir nafninu Sítrónur og saffran. Alls hefur hún skrifað sjö skáldsögur, eitt ritgerðasafn og eina sjálfshjálparbók. Rithöfundarstarfið er því þriðji starfsferill Kajsu. „Ég trúi því að maður eigi að grípa þau tækifæri sem höfða til manns. Ég tel að okkur sé stýrt að einhverju leyti í gegnum lífið; ég veit ekki af hverjum en við eigum að reyna að koma auga á vísbendingarnar sem leiða okkur áfram á þann áfangastað sem okkur er ætlaður.“ Hún segist ekki viss um hvort hún eigi eftir að skrifa bækur það sem eftir er eða snúa sér að einhverju öðru. „Ég er með margar óskrifaðar bækur í huganum en veit aftur á móti ekki hvort mér endist orkan til að skrifa þær. Að skrifa er dálítið eins og að róa til fiskjar; í fyrstu bókunum þarf maður ekki að fara langt frá landi, grunnsævið er krökkt af hugmyndum. En með hverri nýrri bók þarf að róa lengra eftir hugmyndum, á fjarlægari og dýpri mið. Ég hef skrifað sjö skáldsögur og er komin ansi langt frá landi. Þetta getur verið ansi lýjandi. Það má vera að ég taki mér eitthvað allt annað fyrir hendur; ég hef breytt svo oft um stefnu í lífinu og er ekki hrædd við að gera það eina ferðina enn. En ég held áfram að skrifa svo lengi sem ég nýt þess.“ Athugasemd: Í Fréttablaðinu í dag, fimmtudaginn 2. júní, er rætt við sænska metsöluhöfundinn Kajsu Ingemarsson. Ranghermt er í viðtalinu að Kajsa verði gestur á höfundarkvöldi Norræna hússins í kvöld. Höfundarkvöldið var í gær, miðvikudag. bergsteinn@frettabladid.is
Menning Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira