Dýrt og erfitt en samt frábært 30. nóvember 2011 12:15 ný stuttskífa Hljómsveitin For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP.fréttablaðið/vilhelm Síðrokkbandið For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP sem inniheldur fjögur lög. Af því tilefni verða útgáfutónleikar á Faktorý í kvöld þar sem We Made God og Lockerbie koma einnig fram. EP er þriðja útgáfan frá hljómsveitinni. Áður hafa komið út plöturnar Reistu þig við, sólin er komin á loft og Höldum í átt að óreiðu, sem kom út í fyrra. „Mjög mikið af þessu efni er samið þegar við erum að túra, þegar við erum að dunda okkur í tölvunni. Við ákváðum að gefa út plötu til að eiga auðveldara með að fá gigg úti. Það tók tíu daga þetta ferli og síðan fórum við beint til Kína eftir það,“ segir gítarleikarinn Kjartan Holm. Þar spilaði sveitin á tvennum tónleikum á vegum Sonicbids. For a Minor Reflection hefur verið dugleg að kynna sig erlendis á þessu ári og hefur komið fram á mörgum tónlistarhátíðum, þar á meðal South By Southwest. Einnig hefur hún ferðast til Bandaríkjanna, meginlands Evrópu og Kína, eins og áður sagði. Alls eru tónleikarnir 29 talsins á árinu. „Við tókum skemmtilega hátíð í Sziget í Búdapest sem er með flottari festivölum í Evrópu að mínu mati,“ segir hann. Aðspurður vonast hann til að geta lifað eingöngu af tónlistinni í náinni framtíð. „Þetta er bara svo dýr bissness og erfiður en frábær engu að síður.“ Næsta tónleikaferð verður farin um Evrópu í lok febrúar á næsta ári og því enn fleiri ferðalög fram undan. „Ætli við verðum bara ekki áfram í þessari rútínu sem við erum búnir að vera í,“ segir Kjartan og kvartar ekki. „Þetta venst, maður er svo ungur og hraustur.“ - fb Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira
Síðrokkbandið For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP sem inniheldur fjögur lög. Af því tilefni verða útgáfutónleikar á Faktorý í kvöld þar sem We Made God og Lockerbie koma einnig fram. EP er þriðja útgáfan frá hljómsveitinni. Áður hafa komið út plöturnar Reistu þig við, sólin er komin á loft og Höldum í átt að óreiðu, sem kom út í fyrra. „Mjög mikið af þessu efni er samið þegar við erum að túra, þegar við erum að dunda okkur í tölvunni. Við ákváðum að gefa út plötu til að eiga auðveldara með að fá gigg úti. Það tók tíu daga þetta ferli og síðan fórum við beint til Kína eftir það,“ segir gítarleikarinn Kjartan Holm. Þar spilaði sveitin á tvennum tónleikum á vegum Sonicbids. For a Minor Reflection hefur verið dugleg að kynna sig erlendis á þessu ári og hefur komið fram á mörgum tónlistarhátíðum, þar á meðal South By Southwest. Einnig hefur hún ferðast til Bandaríkjanna, meginlands Evrópu og Kína, eins og áður sagði. Alls eru tónleikarnir 29 talsins á árinu. „Við tókum skemmtilega hátíð í Sziget í Búdapest sem er með flottari festivölum í Evrópu að mínu mati,“ segir hann. Aðspurður vonast hann til að geta lifað eingöngu af tónlistinni í náinni framtíð. „Þetta er bara svo dýr bissness og erfiður en frábær engu að síður.“ Næsta tónleikaferð verður farin um Evrópu í lok febrúar á næsta ári og því enn fleiri ferðalög fram undan. „Ætli við verðum bara ekki áfram í þessari rútínu sem við erum búnir að vera í,“ segir Kjartan og kvartar ekki. „Þetta venst, maður er svo ungur og hraustur.“ - fb
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Fleiri fréttir Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Sjá meira