Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. ágúst 2011 18:42 Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia, og þar með hennar sjálfrar. Siv hefur haft bílinn til umráða en Þorsteinn eigandi hans og eftir því sem fréttastofa kemst næst lítur hann svo á að honum hafi verið heimilt að koma búnaðinum fyrir. Hvorugt þeirra er hins vegar skráð fyrir bílnum í Ökutækjaskrá. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Siv hafa fundið ökuritann og kært málið til lögreglu í kjölfarið. Grunsemdir munu hafa vaknað þegar sambýlismaðurinn fyrrverandi virtist vita um allar ferðir hennar. Þau Þorsteinn voru ekki gift en höfðu verið í sambúð 26 ár. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Á rannsóknarstigi málsins kærði Þorsteinn úrskurð Héraðsdóms um afhendingu gagna úr ökuritanum til Hæstaréttar, en gögnin voru í tölvu í eigu Þorsteins. Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, staðfesti úrskurð þess efnis 23. mars á þessu ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur vegna rannsóknarhagsmuna og hann er því ekki að finna á vef Hæstaréttar. Að lokinni rannsókn var gefin út ákæra á hendur Þorsteini vegna brots á IX. kafla fjarskiptalaga (vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs) og verður ákæran, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms, þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur Þorsteinn einnig kært Siv til lögreglu. Rannsókn á hinum meintu brotum hennar var felld niður hjá lögreglu í desember á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn Húnbogason sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá varð verjandi hans ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira
Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia, og þar með hennar sjálfrar. Siv hefur haft bílinn til umráða en Þorsteinn eigandi hans og eftir því sem fréttastofa kemst næst lítur hann svo á að honum hafi verið heimilt að koma búnaðinum fyrir. Hvorugt þeirra er hins vegar skráð fyrir bílnum í Ökutækjaskrá. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Siv hafa fundið ökuritann og kært málið til lögreglu í kjölfarið. Grunsemdir munu hafa vaknað þegar sambýlismaðurinn fyrrverandi virtist vita um allar ferðir hennar. Þau Þorsteinn voru ekki gift en höfðu verið í sambúð 26 ár. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Á rannsóknarstigi málsins kærði Þorsteinn úrskurð Héraðsdóms um afhendingu gagna úr ökuritanum til Hæstaréttar, en gögnin voru í tölvu í eigu Þorsteins. Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, staðfesti úrskurð þess efnis 23. mars á þessu ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur vegna rannsóknarhagsmuna og hann er því ekki að finna á vef Hæstaréttar. Að lokinni rannsókn var gefin út ákæra á hendur Þorsteini vegna brots á IX. kafla fjarskiptalaga (vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs) og verður ákæran, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms, þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur Þorsteinn einnig kært Siv til lögreglu. Rannsókn á hinum meintu brotum hennar var felld niður hjá lögreglu í desember á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn Húnbogason sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá varð verjandi hans ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Fleiri fréttir „Trans hatur mun éta okkur öll ef við leyfum því að stýra ferðinni“ „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Sjá meira