Fyrrverandi sambýlismaður Sivjar ákærður fyrir að njósna um hana Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. ágúst 2011 18:42 Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia, og þar með hennar sjálfrar. Siv hefur haft bílinn til umráða en Þorsteinn eigandi hans og eftir því sem fréttastofa kemst næst lítur hann svo á að honum hafi verið heimilt að koma búnaðinum fyrir. Hvorugt þeirra er hins vegar skráð fyrir bílnum í Ökutækjaskrá. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Siv hafa fundið ökuritann og kært málið til lögreglu í kjölfarið. Grunsemdir munu hafa vaknað þegar sambýlismaðurinn fyrrverandi virtist vita um allar ferðir hennar. Þau Þorsteinn voru ekki gift en höfðu verið í sambúð 26 ár. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Á rannsóknarstigi málsins kærði Þorsteinn úrskurð Héraðsdóms um afhendingu gagna úr ökuritanum til Hæstaréttar, en gögnin voru í tölvu í eigu Þorsteins. Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, staðfesti úrskurð þess efnis 23. mars á þessu ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur vegna rannsóknarhagsmuna og hann er því ekki að finna á vef Hæstaréttar. Að lokinni rannsókn var gefin út ákæra á hendur Þorsteini vegna brots á IX. kafla fjarskiptalaga (vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs) og verður ákæran, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms, þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur Þorsteinn einnig kært Siv til lögreglu. Rannsókn á hinum meintu brotum hennar var felld niður hjá lögreglu í desember á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn Húnbogason sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá varð verjandi hans ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Þorsteinn Húnbogason, fyrrverandi sambýlismaður Sivjar Friðleifsdóttur, alþingiskonu, hefur verið ákærður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrir brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er grunaður um að hafa njósnað um hana með því að koma fyrir ökurita í bíl sem hún hafði til umráða og fylgjast þannig með ferðum hennar. Ákæran var gefin út í júní síðastliðnum en Þorsteinn er ákærður fyrir brot á fjarskiptalögum fyrir að hafa án heimildar komið fyrir svokölluðum ökurita með GPS tæki í bíl sem Siv hafði til umráða án vitneskju hennar og gat hann þannig fylgst með ferðum bílsins, sem er af gerðinni Skoda Octavia, og þar með hennar sjálfrar. Siv hefur haft bílinn til umráða en Þorsteinn eigandi hans og eftir því sem fréttastofa kemst næst lítur hann svo á að honum hafi verið heimilt að koma búnaðinum fyrir. Hvorugt þeirra er hins vegar skráð fyrir bílnum í Ökutækjaskrá. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun Siv hafa fundið ökuritann og kært málið til lögreglu í kjölfarið. Grunsemdir munu hafa vaknað þegar sambýlismaðurinn fyrrverandi virtist vita um allar ferðir hennar. Þau Þorsteinn voru ekki gift en höfðu verið í sambúð 26 ár. Hið meinta eftirlit stóð yfir á árinu 2010, en ökuriti er samkvæmt reglugerð sérstakur tækjabúnaður í bílum sem sýnir, skráir og geymir akstursupplýsingar. Ökuritinn er síðan tengdur tölvu þannig að notandinn getur fylgst með ferðum bílsins aftur í tímann, frá því að ökuritanum er komið fyrir. Með GPS tengingu, eins og í umræddu tilviki, er hægt að fylgjast nákvæmlega með ferðum bílsins. Rannsókn málsins stóð yfir hluta síðasta vetrar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Var Þorsteinn meðal annars boðaður í skýrslutöku og samkvæmt upplýsingum fréttastofu sóttur á heimili sitt af þónokkru liði lögreglumanna. Samkvæmt heimildum hefur Þorsteinn haldið því fram að hann hafi ekki notið sanngjarnrar málsmeðferðar hjá lögreglu. Á rannsóknarstigi málsins kærði Þorsteinn úrskurð Héraðsdóms um afhendingu gagna úr ökuritanum til Hæstaréttar, en gögnin voru í tölvu í eigu Þorsteins. Meirihluti Hæstaréttar, þrír dómarar af fimm, staðfesti úrskurð þess efnis 23. mars á þessu ári. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur vegna rannsóknarhagsmuna og hann er því ekki að finna á vef Hæstaréttar. Að lokinni rannsókn var gefin út ákæra á hendur Þorsteini vegna brots á IX. kafla fjarskiptalaga (vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs) og verður ákæran, samkvæmt dagskrá Héraðsdóms, þingfest hinn 9. september næstkomandi, en rafræn vöktun með ökurita án samþykkis og vitundar þess sem sætir eftirliti getur varðað allt að tveggja ára fangelsi, samkvæmt fjarskiptalögum. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur Þorsteinn einnig kært Siv til lögreglu. Rannsókn á hinum meintu brotum hennar var felld niður hjá lögreglu í desember á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Þorsteinn Húnbogason sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Þá varð verjandi hans ekki við ósk fréttastofu um viðtal. Siv Friðleifsdóttir vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði tali af henni í dag. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira