Goðafoss strandaði við Noreg - 500 til 800 tonn af olíu um borð 17. febrúar 2011 21:40 Mynd frá Redningsselskapet í Noregi. „Við vitum ekki hve miklar skemmdirnar eru, en það er verið að vinna að öllu sem gert er þegar svona gerist," segir Ólafur William Hand markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip. Enginn í fjórtán manna áhöfn skipsins er slasaður. Flutningaskipið Goðafoss strandaði við Fredrikstad í Østfold í Noregi klukkan hálf níu að norskum tíma þegar það var á leið til Helsingborg í Svíþjóð. Blaðið Dagbladet.no segir að olía leki úr skipinu. Ólafur segir að norska strandgæslan sé á leiðinni á svæðið með flotgirðingar til að koma í veg fyrir olíumengun. „Veðrið og aðstæður á svæðinu eru mjög góðar. Áhöfnin er örugg um borð og eru að vinna sína vinnu þegar svona kemur upp," segir Ólafur en fjórtán manna áhöfn er um borð. Ekki er vitað hvers vegna skipið strandaði en veðrið er, eins og áður segir, mjög gott. „Það er bara verið að vinna í björgunarmálum núna, þetta er skerjagarður, en við vitum ekki hvað hefur gerst, það verður skoðað síðar, nú er verið að vinna að því að koma í veg fyrir mengunarslys," segir Ólafur. Blaðið Aftenposten segir að slagsíða sé komin á skipið, allt að átta til tíu gráður. Þá er einnig haft eftir Paul Overgaard Bust, björgunarmanni á vettvangi, að talsverð olíulykt sé á svæðinu og telja þeir að allt að 500 til 800 tonn af olíu kunni að vera um borð í skipinu og er viðbúnaður því mikill á svæðinu. Goðafoss er 165 metra langur og 28 metrar á breidd og vegur yfir 17 þúsund tonn. Norska Ríkisútvarpið er með beina útsendingu frá slysstað. Hægt er að horfa á NRK1 á Stöð 2 Fjölvarp en einnig er hægt að fylgjast með heimasíðu þeirra hér. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
„Við vitum ekki hve miklar skemmdirnar eru, en það er verið að vinna að öllu sem gert er þegar svona gerist," segir Ólafur William Hand markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip. Enginn í fjórtán manna áhöfn skipsins er slasaður. Flutningaskipið Goðafoss strandaði við Fredrikstad í Østfold í Noregi klukkan hálf níu að norskum tíma þegar það var á leið til Helsingborg í Svíþjóð. Blaðið Dagbladet.no segir að olía leki úr skipinu. Ólafur segir að norska strandgæslan sé á leiðinni á svæðið með flotgirðingar til að koma í veg fyrir olíumengun. „Veðrið og aðstæður á svæðinu eru mjög góðar. Áhöfnin er örugg um borð og eru að vinna sína vinnu þegar svona kemur upp," segir Ólafur en fjórtán manna áhöfn er um borð. Ekki er vitað hvers vegna skipið strandaði en veðrið er, eins og áður segir, mjög gott. „Það er bara verið að vinna í björgunarmálum núna, þetta er skerjagarður, en við vitum ekki hvað hefur gerst, það verður skoðað síðar, nú er verið að vinna að því að koma í veg fyrir mengunarslys," segir Ólafur. Blaðið Aftenposten segir að slagsíða sé komin á skipið, allt að átta til tíu gráður. Þá er einnig haft eftir Paul Overgaard Bust, björgunarmanni á vettvangi, að talsverð olíulykt sé á svæðinu og telja þeir að allt að 500 til 800 tonn af olíu kunni að vera um borð í skipinu og er viðbúnaður því mikill á svæðinu. Goðafoss er 165 metra langur og 28 metrar á breidd og vegur yfir 17 þúsund tonn. Norska Ríkisútvarpið er með beina útsendingu frá slysstað. Hægt er að horfa á NRK1 á Stöð 2 Fjölvarp en einnig er hægt að fylgjast með heimasíðu þeirra hér.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira