Innlent

Siv situr hjá í Icesave atkvæðagreiðslu

Siv Friðleifsdóttir.
Siv Friðleifsdóttir.

Framsóknarflokkurinn er ekki einhuga í andstöðu sinni við Icesave samkomulagið. Siv Friðleifsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðslu um Icesave samkomulagið nú fyrir skömmu. Hún sagði erfitt að benda á betri leið en að samþykkja samninginn og því sæti hún hjá.

„Ef sú sem hér stendur segir nei þá hlýt ég að geta bent á betri leið. Ég get það ekki og því sit ég hjá. Það er ólíklegt að ná betri samningum og áhættusamt að fara með málið lengra," sagði Siv á Alþingi nú fyrir skömmu.

Guðmundur Steingrímsson sagði málið marghluta leiðindarmál. „Mér finnst það vera fagnaðarefni að við greiðum atkvæði um samning sem er miklu betri en fyrri samningar. Ég hef alltaf sagt að ég vilji fara samningaleiðina í þessu máli. Ég hyggst ekki leggja stein í götu þessa máls og ætla að láta þá afstöðu mína í ljós með að sitja hjá."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×