Óléttar konur allt að 180 kíló Erla Hlynsdóttir skrifar 23. október 2011 18:30 Íslendingar eru orðnir næst feitasta þjóð á Vesturlöndum á eftir Bandaríkjamönnum. Þetta birtist meðal annars í ofþyngd óléttra kvenna en dæmi eru um að konur sem komnar eru á steypirinn vegi allt að 180 kíló. Sérfræðihópur á vegum velferðarráðuneytisins segir í nýrri skýrslu, sem kynnt verður opinberlega eftir helgi, að brýnt sé að finna lausn á offituvanda Íslendinga. Ofþyngd þungaðra kvenna er sérstakt vandamál enda fylgja henni gjarnan kvillar á meðgöngu og erfiðleikar við fæðingu. Hulda Hjartardóttir, formaður Félags íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, segir ofþyngd meðal óléttra kvenna hafa aukist á undanförnum árum. „Jú, við höfum fundið fyrir því að konur eru sífellt að verða þyngri þegar þær koma og fæða börnin sín og það sem kannski þótti mikið hérna áður fyrr, að konur væru yfir hundrað kíló við fæðingu, að það er daglegur viðburður, og jafnvel konur sem eru komnar yfir 120, 130 kíló. Þetta sjáum við ekki svo sjaldan," segir hún. Lengi vel var miðað við að rúm á sjúkra- og fæðingardeildum þyrftu að þola allt að 120 kíló. Með aukinni tíðni offitu kom að því að panta þurfti rúm sem þoldu 150 kíló. Nú er svo komið að ekki eru pöntuð rúm sem þola minna en 190 kíló.Eru dæmi um að konur yfir 150 kílóum komi inn á fæðingadeild? „Já já, það er þó nokkuð oft á ári sem konur koma sem eru kannski 140, 150 kíló, en ég held að þyngstu konurnar séu svona í kring um 180 kíló. Það er sem betur fer ekki oft en það kemur fyrir," segir HuldaHvernig gengur þeim að fæða? „Við vitum að þessum konum gengur almennt ver að fæða börnin sín en þeim sem eru léttari en ég held að ég megi segja að okkur hafi gengið ótrúlega vel að hjálpa þessum konum að fæða og konur í allra þyngsta flokkinum, þær hafa fætt eðlilega," segir hún.Og börnin eru þá alveg heilbrigð í flestum tilfellum? „Já, þau eru það," segir Hulda Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Íslendingar eru orðnir næst feitasta þjóð á Vesturlöndum á eftir Bandaríkjamönnum. Þetta birtist meðal annars í ofþyngd óléttra kvenna en dæmi eru um að konur sem komnar eru á steypirinn vegi allt að 180 kíló. Sérfræðihópur á vegum velferðarráðuneytisins segir í nýrri skýrslu, sem kynnt verður opinberlega eftir helgi, að brýnt sé að finna lausn á offituvanda Íslendinga. Ofþyngd þungaðra kvenna er sérstakt vandamál enda fylgja henni gjarnan kvillar á meðgöngu og erfiðleikar við fæðingu. Hulda Hjartardóttir, formaður Félags íslenskra fæðingar- og kvensjúkdómalækna, segir ofþyngd meðal óléttra kvenna hafa aukist á undanförnum árum. „Jú, við höfum fundið fyrir því að konur eru sífellt að verða þyngri þegar þær koma og fæða börnin sín og það sem kannski þótti mikið hérna áður fyrr, að konur væru yfir hundrað kíló við fæðingu, að það er daglegur viðburður, og jafnvel konur sem eru komnar yfir 120, 130 kíló. Þetta sjáum við ekki svo sjaldan," segir hún. Lengi vel var miðað við að rúm á sjúkra- og fæðingardeildum þyrftu að þola allt að 120 kíló. Með aukinni tíðni offitu kom að því að panta þurfti rúm sem þoldu 150 kíló. Nú er svo komið að ekki eru pöntuð rúm sem þola minna en 190 kíló.Eru dæmi um að konur yfir 150 kílóum komi inn á fæðingadeild? „Já já, það er þó nokkuð oft á ári sem konur koma sem eru kannski 140, 150 kíló, en ég held að þyngstu konurnar séu svona í kring um 180 kíló. Það er sem betur fer ekki oft en það kemur fyrir," segir HuldaHvernig gengur þeim að fæða? „Við vitum að þessum konum gengur almennt ver að fæða börnin sín en þeim sem eru léttari en ég held að ég megi segja að okkur hafi gengið ótrúlega vel að hjálpa þessum konum að fæða og konur í allra þyngsta flokkinum, þær hafa fætt eðlilega," segir hún.Og börnin eru þá alveg heilbrigð í flestum tilfellum? „Já, þau eru það," segir Hulda
Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira