Mynd Baldurs af Daniel Craig stolið í Stokkhólmi 26. október 2011 10:00 Árið hefur verið eitt stórt ævintýri hjá ljósmyndaranum Baldri Bragasyni en hann ferðaðist á fyrsta farrými milli Stokkhólms, London, New York og Los Angeles til að taka myndir af leikurum kvikmyndarinnar Karlar sem hatar konur. Fresta þurfti sýningu á verkum 48 fremstu ljósmyndara Svíþjóðar í galleríi ljósmyndafyrirtækisins Pro Center í Stokkhólmi. Sýningin var opnuð um síðustu helgi en þegar forsvarsmenn gallerísins mættu til vinnu á mánudagsmorgun var hins vegar búið að stela 44 myndum, þar á meðal ljósmynd Baldurs Bragasonar af James Bond-leikaranum Daniel Craig. Myndirnar voru engin smásmíði, 70 x 100 cm. „Þetta er sennilega besta gagnrýnin á mínum ferli, ég hefði ekki viljað eiga eina af þessum fjórum sem skildar voru eftir,“ segir Baldur. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan desember á síðasta ári vann Baldur sem hálfgerður hirðljósmyndari kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stiegs Larsson. Mikil vinátta tókst með Baldri og aðalleikara myndarinnar, Daniel Craig. Að sögn ljósmyndarans er Craig efnilegur áhugaljósmyndari. Baldur fékk að mynda Hollywood-stjörnuna til eigin nota og átti ein af þeim myndum að vera til sýningar í Stokkhólmi. „Mér skilst reyndar að þeir séu byrjaðir að prenta aftur myndir og stefni á að opna sýninguna aftur og þá verður bara annað fyllerí,“ segir Baldur en þegar hann er spurður hvort það liggi ekki beinast við að hann taki myndir af Craig í næsta hlutverki sínu sem James Bond verður Baldur dularfullur og fámáll: „No comment, við sjáum bara til.“ Samkvæmt imdb.com gerði Baldur meira en að taka bara myndir í kvikmyndinni því honum bregður stuttlega fyrir í hlutverki ljósmyndara í slysinu á brúnni sem skiptir miklu máli í fléttu myndarinnar. „Ég fékk líka að ganga upp 69 tröppur þrjátíu sinnum í einu litlu atriði eftir að einn aukaleikaranna fékk svimakast,“ segir Baldur og viðurkennir að þetta hafi verið ákaflega skemmtileg reynsla. „Svo veit maður ekkert, maður gæti þess vegna endað á gólfinu í klippiherberginu.“ Baldur tók auk þess ljósmyndir af öllum helstu leikurum myndarinnar í hlutverki sínu og hafa þær verið notaðar til kynningar á myndinni. Kostnaðurinn við þær tökur var rúmlega ein milljón króna, bara fyrir flugmiða Baldurs. „Ég tók svona mynd af Daniel Craig fyrir blaðamannapassa Mikaels Blomkvist í myndinni og svo eina af Stellan Skarsgård í hlutverki sínu sem Martin Vanger. Leikstjórinn [David Fincher] sá myndirnar, varð ákaflega hrifinn og vildi fá fleiri. Þetta endaði á því að ég flaug frá Stokkhólmi til London, svo til New York og loks Los Angeles á fyrsta farrými til þess eins að taka fjórar myndir. Það var sofið á fimm stjörnu hótelum og einkabílstjóri beið eftir manni, þetta var algjört ævintýri og bara draumi líkast.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Fresta þurfti sýningu á verkum 48 fremstu ljósmyndara Svíþjóðar í galleríi ljósmyndafyrirtækisins Pro Center í Stokkhólmi. Sýningin var opnuð um síðustu helgi en þegar forsvarsmenn gallerísins mættu til vinnu á mánudagsmorgun var hins vegar búið að stela 44 myndum, þar á meðal ljósmynd Baldurs Bragasonar af James Bond-leikaranum Daniel Craig. Myndirnar voru engin smásmíði, 70 x 100 cm. „Þetta er sennilega besta gagnrýnin á mínum ferli, ég hefði ekki viljað eiga eina af þessum fjórum sem skildar voru eftir,“ segir Baldur. Eins og Fréttablaðið greindi frá um miðjan desember á síðasta ári vann Baldur sem hálfgerður hirðljósmyndari kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur eftir David Fincher, en myndin er byggð á samnefndri skáldsögu Stiegs Larsson. Mikil vinátta tókst með Baldri og aðalleikara myndarinnar, Daniel Craig. Að sögn ljósmyndarans er Craig efnilegur áhugaljósmyndari. Baldur fékk að mynda Hollywood-stjörnuna til eigin nota og átti ein af þeim myndum að vera til sýningar í Stokkhólmi. „Mér skilst reyndar að þeir séu byrjaðir að prenta aftur myndir og stefni á að opna sýninguna aftur og þá verður bara annað fyllerí,“ segir Baldur en þegar hann er spurður hvort það liggi ekki beinast við að hann taki myndir af Craig í næsta hlutverki sínu sem James Bond verður Baldur dularfullur og fámáll: „No comment, við sjáum bara til.“ Samkvæmt imdb.com gerði Baldur meira en að taka bara myndir í kvikmyndinni því honum bregður stuttlega fyrir í hlutverki ljósmyndara í slysinu á brúnni sem skiptir miklu máli í fléttu myndarinnar. „Ég fékk líka að ganga upp 69 tröppur þrjátíu sinnum í einu litlu atriði eftir að einn aukaleikaranna fékk svimakast,“ segir Baldur og viðurkennir að þetta hafi verið ákaflega skemmtileg reynsla. „Svo veit maður ekkert, maður gæti þess vegna endað á gólfinu í klippiherberginu.“ Baldur tók auk þess ljósmyndir af öllum helstu leikurum myndarinnar í hlutverki sínu og hafa þær verið notaðar til kynningar á myndinni. Kostnaðurinn við þær tökur var rúmlega ein milljón króna, bara fyrir flugmiða Baldurs. „Ég tók svona mynd af Daniel Craig fyrir blaðamannapassa Mikaels Blomkvist í myndinni og svo eina af Stellan Skarsgård í hlutverki sínu sem Martin Vanger. Leikstjórinn [David Fincher] sá myndirnar, varð ákaflega hrifinn og vildi fá fleiri. Þetta endaði á því að ég flaug frá Stokkhólmi til London, svo til New York og loks Los Angeles á fyrsta farrými til þess eins að taka fjórar myndir. Það var sofið á fimm stjörnu hótelum og einkabílstjóri beið eftir manni, þetta var algjört ævintýri og bara draumi líkast.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Mannauðsstjórinn segir einnig upp Lífið Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“