Íslenski boltinn

Jósef æfir með búlgarska liðinu Chernomorets Burgas

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jósef Kristinn Jósefsson í leik á móti ÍBV í sumar.
Jósef Kristinn Jósefsson í leik á móti ÍBV í sumar. Mynd/Vilhelm
Jósef Kristinn Jósefsson, bakvörður Grindvíkinga, er þessa dagana á reynslu hjá búlgarska liðininu PSFC Chernomorets Burgas. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindvíkinga.

Burgas eða hákarlarnir eins og liðið er oft kallað er fjórða sæti í efstu deild en búlgarska deildin er nú í vetrarfríi. Jósef mun æfa með liðinu í viku og samkvæmt heimasíðu liðsins stóðst hann allar læknisskoðanir.

Jósef er enn gjaldgengur í íslenska 21 árs landsliðið sem tekur þátt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Danmörku í sumar.

Jósef hefur leikið með meistaraflokki Grindavíkur undanfarin fjögur sumur en hann á að baki 63 leiki og 3 mörk í úrvalsdeild karla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×