Níumenningar - „Málatilbúnaðurinn byggður á lofti" SB skrifar 20. janúar 2011 14:15 Beðið fyrir utan réttarsal. „Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti. „Þetta eru engar smáræðis ásakanir. Maður spyr bara eins og þurs - á hverju er þetta byggt?" spurði Tryggvi Agnarsson, lögmaður þeirra Kolbeins Aðalsteinsson og Jóns Benedikts Hólms, í ræðu sinni nú í dag. Tryggvi sagði ljóst að ákæran væri byggð á einhverju allt öðru heldur en rannsókn lögreglunnar en lögregluskýrslur sýndu svart á hvítu að hin meinta atlaga hafi ekki verið litin alvarlegum augum. „Það er augljóst að lögreglan sem rannsakaði málið hafði allt aðrar hugmyndir um eðli þess," sagði Tryggvi. „Það virðist ekki hafa verið rannsakað sem alvarlegt mál að neinu leiti." Tryggvi benti á greinagerð um rannsókn málsins þar sem standi um umbjóðanda hans Kolbein: „Hann virðist ekkert gera af sér nema að koma gangandi inn, hann er handtekinn og viðurkennir aðild sína að málinu." Um Jón Benedikt standi: „Hann segist ekki tilheyra neinum hóp. Hann hafi viljað fara á þingpallana til að hlusta á lygarana til að halda áfram að ljúga. Hann var ekki handtekinn en var auðþekkjanlegur á myndum enda hávaxinn með krullur."" Tryggvi sagði þetta hafa verið upplýsingarnar frá lögreglunni en ákæruvaldið hafi síðan ákveðið að kæra skjólstæðinga hans fyrir „brot gegn Alþingi, valdstjórninni, almannareglu og húsbrot. Þeir hafi ráðist að þingvörðum og lögreglu með ofbeldi, hótunum um ofbeldi og ofríki og rofið friðhelgi Alþingis, starfsfrið og stefnt öryggi þess í hættu." Tryggvi benti jafnframt á hið umdeilda myndband sem sýni umbjóðendur hans koma kurteisislega inn í þingið þar sem þeir gengu að tröppunum upp að þingpöllunum. „Þetta mál er allt annars eðlis en vopnuð árás á Alþingi. Ég held það sé samdóma álit lögfræðinga í þessum fræðum að það eigi ekki að gefa út ákæru nema það sé líklegt að það sé sakfellt. Er líklegt að umbjóðendur mínir verði sakfelldir sem labba inn prúðir og kurteisir. Það þarf að beita þessu úrræði af varfærni, það er ekkert grín að fá á sig svona ákæru." Tryggvi sagði jafnframt: „Ég held að flestum Íslendingum með hjartað á réttum stað finnist það ekki gott. Ég tel að í þessu máli sé of langt gengið og ekki byggt á neinu nema lofti. Umbjóðendur mínir eru ákærðir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki. Ég tel í þessu máli sé ekkert sem réttlæti sakfellingu." Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Þetta voru bara mótmæli sem fóru úr böndunum," segir Tryggvi Agnarsson, verjandi tveggja af níumenningunum. Hann segir það fjarstæðu að saka níumenningana um árás á Alþingi. Málatilbúnaðurinn sé byggður á lofti. „Þetta eru engar smáræðis ásakanir. Maður spyr bara eins og þurs - á hverju er þetta byggt?" spurði Tryggvi Agnarsson, lögmaður þeirra Kolbeins Aðalsteinsson og Jóns Benedikts Hólms, í ræðu sinni nú í dag. Tryggvi sagði ljóst að ákæran væri byggð á einhverju allt öðru heldur en rannsókn lögreglunnar en lögregluskýrslur sýndu svart á hvítu að hin meinta atlaga hafi ekki verið litin alvarlegum augum. „Það er augljóst að lögreglan sem rannsakaði málið hafði allt aðrar hugmyndir um eðli þess," sagði Tryggvi. „Það virðist ekki hafa verið rannsakað sem alvarlegt mál að neinu leiti." Tryggvi benti á greinagerð um rannsókn málsins þar sem standi um umbjóðanda hans Kolbein: „Hann virðist ekkert gera af sér nema að koma gangandi inn, hann er handtekinn og viðurkennir aðild sína að málinu." Um Jón Benedikt standi: „Hann segist ekki tilheyra neinum hóp. Hann hafi viljað fara á þingpallana til að hlusta á lygarana til að halda áfram að ljúga. Hann var ekki handtekinn en var auðþekkjanlegur á myndum enda hávaxinn með krullur."" Tryggvi sagði þetta hafa verið upplýsingarnar frá lögreglunni en ákæruvaldið hafi síðan ákveðið að kæra skjólstæðinga hans fyrir „brot gegn Alþingi, valdstjórninni, almannareglu og húsbrot. Þeir hafi ráðist að þingvörðum og lögreglu með ofbeldi, hótunum um ofbeldi og ofríki og rofið friðhelgi Alþingis, starfsfrið og stefnt öryggi þess í hættu." Tryggvi benti jafnframt á hið umdeilda myndband sem sýni umbjóðendur hans koma kurteisislega inn í þingið þar sem þeir gengu að tröppunum upp að þingpöllunum. „Þetta mál er allt annars eðlis en vopnuð árás á Alþingi. Ég held það sé samdóma álit lögfræðinga í þessum fræðum að það eigi ekki að gefa út ákæru nema það sé líklegt að það sé sakfellt. Er líklegt að umbjóðendur mínir verði sakfelldir sem labba inn prúðir og kurteisir. Það þarf að beita þessu úrræði af varfærni, það er ekkert grín að fá á sig svona ákæru." Tryggvi sagði jafnframt: „Ég held að flestum Íslendingum með hjartað á réttum stað finnist það ekki gott. Ég tel að í þessu máli sé of langt gengið og ekki byggt á neinu nema lofti. Umbjóðendur mínir eru ákærðir fyrir glæpi sem þeir frömdu ekki. Ég tel í þessu máli sé ekkert sem réttlæti sakfellingu."
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira