Hughreystingin í harminum 1. mars 2011 05:00 Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið í leikgerð byggðri á Ótuktinni eftir Önnu Pálínu Árnadóttur, sem verður frumsýnd í Iðnó í apríl. Valgeir Skagfjörð semur leikgerðina en inn í hana fléttast tónlist og textar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Anna Pálína Árnadóttir söngkona lést úr krabbameini 2004, rétt rúmlega fertug að aldri. Sama ár kom bók hennar Ótuktin út, en þar lýsti hún vangaveltum sínum, innstu hugsunum og tilfinningum í glímunni við veikindin. Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, hefur útbúið leikgerð eftir bókinni sem frumsýnd verður í Iðnó 28. apríl. Valgeir þekkti Önnu Pálínu vel en hugmyndina að sýningunni fékk hann þegar hann glímdi sjálfur við erfiðleika í kjölfar skilnaðar. "Við hjónin höfðum verið góðir vinir þeirra hjóna Aðalsteins Ásbergs og Önnu Pálínu. Þegar við skildum leitaði ég að huggun í mínum harmi og fór þá að velta því fyrir mér hvernig Aðalsteinn vinur minn hefði tekist á við sína sorg þegar hann missti konuna sína." Í kjölfarið las Valgeir Ótuktina aftur. "Þá fór ég að átta mig á hvernig tilfinningar einnar manneskju geta orðið öðrum að gagni. Ég man að Anna Pálína fór út um allt, hélt fyrirlestra og las upp úr bókinni þegar hún var mjög veik. Þetta fannst mér til eftirbreytni, að nota eigin harm til að hughreysta aðra, og ég ákvað að nota að nota mína menntun og reynslu til að setja verkið á svið. Ég bar hugmyndina upp við Aðalstein og honum fannst þetta frábær hugmynd."Anna Pálína ÁrnadóttirÞað var hægara sagt en gert að laga verkið að sviðinu. "Það er mikið um innri hugsanir í bókinni og ljóst að ég þurfti að finna einhverja aðra leið, sem tók mig heilt ár." Útkoman varð það sem Valgeir kallar einsöngleikur: einleikur þar sem lög og textar eftir Aðalstein Ásberg fléttast inn í atburðarásina. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið og segir Valgeir að hún hafi verið hans fyrsta val. "Katla er góð leikkona og ekki síðri söngkona. Ég hafði unnið með henni áður og vissi að hún væri hárrétta manneskjan fyrir þetta hlutverk." Valgeir játar að það sé vandmeðfarið að skrifa verk sem sé jafn persónulegt og þetta. "En við reyndum að hafa að leiðarljósi sama æðruleysið og jákvæðnina og einkenndi bókina. Útkoman af því held ég að sé mjög mannbætandi sýning, sem getur reynst heilandi fyrir marga." bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Fleiri fréttir Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Sjá meira
Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið í leikgerð byggðri á Ótuktinni eftir Önnu Pálínu Árnadóttur, sem verður frumsýnd í Iðnó í apríl. Valgeir Skagfjörð semur leikgerðina en inn í hana fléttast tónlist og textar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson. Anna Pálína Árnadóttir söngkona lést úr krabbameini 2004, rétt rúmlega fertug að aldri. Sama ár kom bók hennar Ótuktin út, en þar lýsti hún vangaveltum sínum, innstu hugsunum og tilfinningum í glímunni við veikindin. Valgeir Skagfjörð, leikari og tónlistarmaður, hefur útbúið leikgerð eftir bókinni sem frumsýnd verður í Iðnó 28. apríl. Valgeir þekkti Önnu Pálínu vel en hugmyndina að sýningunni fékk hann þegar hann glímdi sjálfur við erfiðleika í kjölfar skilnaðar. "Við hjónin höfðum verið góðir vinir þeirra hjóna Aðalsteins Ásbergs og Önnu Pálínu. Þegar við skildum leitaði ég að huggun í mínum harmi og fór þá að velta því fyrir mér hvernig Aðalsteinn vinur minn hefði tekist á við sína sorg þegar hann missti konuna sína." Í kjölfarið las Valgeir Ótuktina aftur. "Þá fór ég að átta mig á hvernig tilfinningar einnar manneskju geta orðið öðrum að gagni. Ég man að Anna Pálína fór út um allt, hélt fyrirlestra og las upp úr bókinni þegar hún var mjög veik. Þetta fannst mér til eftirbreytni, að nota eigin harm til að hughreysta aðra, og ég ákvað að nota að nota mína menntun og reynslu til að setja verkið á svið. Ég bar hugmyndina upp við Aðalstein og honum fannst þetta frábær hugmynd."Anna Pálína ÁrnadóttirÞað var hægara sagt en gert að laga verkið að sviðinu. "Það er mikið um innri hugsanir í bókinni og ljóst að ég þurfti að finna einhverja aðra leið, sem tók mig heilt ár." Útkoman varð það sem Valgeir kallar einsöngleikur: einleikur þar sem lög og textar eftir Aðalstein Ásberg fléttast inn í atburðarásina. Katla Margrét Þorgeirsdóttir fer með aðalhlutverkið og segir Valgeir að hún hafi verið hans fyrsta val. "Katla er góð leikkona og ekki síðri söngkona. Ég hafði unnið með henni áður og vissi að hún væri hárrétta manneskjan fyrir þetta hlutverk." Valgeir játar að það sé vandmeðfarið að skrifa verk sem sé jafn persónulegt og þetta. "En við reyndum að hafa að leiðarljósi sama æðruleysið og jákvæðnina og einkenndi bókina. Útkoman af því held ég að sé mjög mannbætandi sýning, sem getur reynst heilandi fyrir marga." bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Nældi sér í einn umdeildan Lífið Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Tíska og hönnun Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Lífið Fjarsambandinu loksins lokið Tónlist Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Fleiri fréttir Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Sjá meira
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist
Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Tónlist