Lífið

Amy jörðuð

Í myndasafni má sjá Mitch Winehouse kveðja dóttur sína, söngkonuna Amy Winehouse, ásamt móður hennar, nánustu fjölskyldu og vinum þegar hún var jörðuð í dag.

Góða nótt engillinn minn. Sofðu rótt. Mamma og pabbi elska þig að eilífu, sagði Mitch eftir að hann rifjaði upp skemmtilega tíma sem hann átti með dóttur sinni.

Þá tók hann sérstaklega fram hvað Amy var sátt við tilveruna stuttu áður en hún lést á heimili sínu aðeins 27 ára gömul.

Lokalagið sem var spilað í jarðarförinni var lagið So Far Away með Carole King en það var uppáhaldslagið hennar Amy.

Niðurbrotnir foreldrar Amy.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.