Innlent

Fjárlaganefnd stefnir á að klára í dag

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.
Formaður fjárlaganefndar segir nefndina ætla að afgreiða frumvarpið til þriðju umræðu í dag.  Það sé mikilvægt að klára fjárlögin og hafa þau tilbúin fyrir næsta ár. Nefndin mun funda klukkan sex í kvöld og stjórnarflokkarnir stefna að því að greiða atkvæði um málið á miðvikudag.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir nefndina stefna að því að ljúka afgreiðslunni í kvöld. Það sé ekki mikil vinna eftir. Hún segir mikilvægt að öll gögn stemmi og að stefnt sé að því að samþykkja lögin í vikunni.

Helsti ásteitingarsteinninn hefur verið um fjárframlög til heilbrigðismála og fangelsa en Sigríður segir nefndina hafa leyst úr þeim ágreiningi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×