Stórleikarinn Gyllenhaal í háskaleik á Eyjafjallajökli 12. apríl 2011 09:00 Jake og Bear Grylls voru alla helgina uppi á jökli með tökuliði frá True North að gera þátt fyrir Man vs. Wild. Nordicphotos/Getty Jake Gyllenhaal eyddi helginni í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar. Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel. Tilkynnt var um þátttöku Gyllenhaals á vefsíðu leikarans í byrjun mars á þessu ári og kom hann til Íslands beint frá Róm þar sem hann var að kynna kvikmynd sína, The Source Code. Gyllenhaal er ekki eina stjarnan sem hefur samþykkt að vera með í þessari frægðarfólks-útgáfu af þáttaröðinni en leikarar á borð við Ben Stiller og Will Ferrell munu einnig ganga í gegnum þolraunir. „Já, ég get staðfest að við erum með þeim Gyllenhaal og Grylls en ég vil ekkert tjá mig neitt frekar um málið. Þeir fengu allavega allt það villtasta og besta í íslenskri náttúru," segir Þór Kjartansson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem þjónustar tökuliðið uppi á jökli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð til að ljúka tökum uppi á jökli í gærkvöldi. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta svæði varð fyrir valinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli lamaði alla flugumferð í Evrópu og víðar fyrir ári en Ísland fær ögn betri landkynningu í gegnum þessa þáttaröð því talið er að 1,2 milljarðar manna horfi reglulega á Bear Grylls og ævintýri hans úti um allan heim. Það er því ekkert skrítið að Gyllenhaal skyldi hafa látið lítið fyrir sér fara í Reykjavík um helgina. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og náði sér í mikilvæga næringu á Laundromat í Austurstræti. „Hann kom hingað tvisvar, á föstudagskvöldinu og laugardeginum og var bara alveg silkislakur," segir Steinn Einar á veitingastaðnum Laundromat. Gyllenhaal hefur því augljóslega ekki kviðið fyrir þeirri reynslu að fara upp á íslenskan jökul með ævintýramanni sem virðist ekkert hræðast. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Jake Gyllenhaal eyddi helginni í aftakaveðri uppi á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi í tökum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Man vs. Wild sem ævintýramaðurinn Bear Grylls stjórnar. Þættirnir ganga út á að lifa af í ótrúlegum aðstæðum án utanaðkomandi aðstoðar og hafa þættir Grylls notið mikilla vinsælda, eru meðal annars sýndir á Channel 4 í Bretlandi og á Discovery Channel. Tilkynnt var um þátttöku Gyllenhaals á vefsíðu leikarans í byrjun mars á þessu ári og kom hann til Íslands beint frá Róm þar sem hann var að kynna kvikmynd sína, The Source Code. Gyllenhaal er ekki eina stjarnan sem hefur samþykkt að vera með í þessari frægðarfólks-útgáfu af þáttaröðinni en leikarar á borð við Ben Stiller og Will Ferrell munu einnig ganga í gegnum þolraunir. „Já, ég get staðfest að við erum með þeim Gyllenhaal og Grylls en ég vil ekkert tjá mig neitt frekar um málið. Þeir fengu allavega allt það villtasta og besta í íslenskri náttúru," segir Þór Kjartansson, framleiðandi hjá framleiðslufyrirtækinu True North, sem þjónustar tökuliðið uppi á jökli. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stóð til að ljúka tökum uppi á jökli í gærkvöldi. Það er auðvitað engin tilviljun að þetta svæði varð fyrir valinu. Eldgosið í Eyjafjallajökli lamaði alla flugumferð í Evrópu og víðar fyrir ári en Ísland fær ögn betri landkynningu í gegnum þessa þáttaröð því talið er að 1,2 milljarðar manna horfi reglulega á Bear Grylls og ævintýri hans úti um allan heim. Það er því ekkert skrítið að Gyllenhaal skyldi hafa látið lítið fyrir sér fara í Reykjavík um helgina. Hann klæddi sig upp fyrir tökurnar í verslun 66 gráður norður í Bankastræti og náði sér í mikilvæga næringu á Laundromat í Austurstræti. „Hann kom hingað tvisvar, á föstudagskvöldinu og laugardeginum og var bara alveg silkislakur," segir Steinn Einar á veitingastaðnum Laundromat. Gyllenhaal hefur því augljóslega ekki kviðið fyrir þeirri reynslu að fara upp á íslenskan jökul með ævintýramanni sem virðist ekkert hræðast. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Fela einhverfu til að passa inn MTV hættir að sýna tónlistarmyndbönd allan sólarhringinn Hvorki síldarævintýri né gervigreind Krakkatían: Pizza, leikhús og þjóðfáni Vill hvetja mæður til að segja eigin sögu Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Fréttatía vikunnar: Dreki, HúbbaBúbba og verðbólgan Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið