Krummi stefnir á tvær plötur í ár 18. janúar 2011 09:00 Krummi Björgvinsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Hann hyggst gefa út tvær plötur á þessu ári, eina með Mínus og aðra með Legend.Fréttablaðið/Vilhelm „Maður var svona meira að sá á síðasta ári en árið í ár verður meiri uppskera," segir Krummi Björgvinsson, oftast kenndur við Mínus. Hann verður með tvær plötur í ár eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara á því síðasta. Þar ber fyrst að nefna fyrstu hljómplötu rokksveitarinnar Mínus í þrjú ár. Mínus fór mikinn á rokksviðinu þá en hefur haft hægt um sig enda hafa orðið ýmsar mannabreytingar, Frosti Logason, gítarleikari og ein aðalsprauta sveitarinnar á sínum tíma, er til að mynda orðinn virðulegur stjórnmálafræðinemi og útvarpsmaður og Þröstur Jónsson bassaleikari er á sjó. Krummi upplýsir að nýjustu plötunni hafi verið gefið nafnið Kol og að hún sé væntanleg í allar betri plötubúðir snemma á þessu ári. Það er ýmislegt fleira sem á eftir að gleðja Krumma-aðdáendur á þessu ári því hann stefnir einnig á plötuútgáfu með rafhljómsveitinni Legend en hún þótti standa sig vel á síðustu Airwaves-hátíð. „Ég er eiginlega alveg pottþéttur á því að sú plata komi einnig út á þessu ári. Alveg hundrað prósent," segir Krummi en með honum í Legend er Halldór Björnsson sem sér um píanóleik en Halldór og Krummi voru saman í kántrísveitinni Esju. Krummi hefur augljóslega í hyggju að vera frjór á þessu ári því hann hefur stofnað blús-sveitina The Bad Habits ásamt Bjarna Sigurðssyni, félaga sínum úr Mínus og fleiri góðum mönnum. Sú sveit hyggur hins vegar ekki á útgáfu alveg strax „Hún er hugsuð sem svona bar-sveit. Við ætlum að taka þessa gömlu blús-slagara og setja þá í nýjan búning. Við erum eiginlega bara að sefa þennan blús-þorsta sem við erum allir svo hrjáðir af." Krummi hefur að mörgu að hverfa þegar síðustu „bítin" eru slegin í rokkinu því hann hefur undanfarin tvö ár verið að skrifa ljóð sem hann langar að gefa út seinna meir. „En það er ekkert að fara að gerast á næstunni, ég gríp svona í þetta þegar ég hef tíma." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira
„Maður var svona meira að sá á síðasta ári en árið í ár verður meiri uppskera," segir Krummi Björgvinsson, oftast kenndur við Mínus. Hann verður með tvær plötur í ár eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara á því síðasta. Þar ber fyrst að nefna fyrstu hljómplötu rokksveitarinnar Mínus í þrjú ár. Mínus fór mikinn á rokksviðinu þá en hefur haft hægt um sig enda hafa orðið ýmsar mannabreytingar, Frosti Logason, gítarleikari og ein aðalsprauta sveitarinnar á sínum tíma, er til að mynda orðinn virðulegur stjórnmálafræðinemi og útvarpsmaður og Þröstur Jónsson bassaleikari er á sjó. Krummi upplýsir að nýjustu plötunni hafi verið gefið nafnið Kol og að hún sé væntanleg í allar betri plötubúðir snemma á þessu ári. Það er ýmislegt fleira sem á eftir að gleðja Krumma-aðdáendur á þessu ári því hann stefnir einnig á plötuútgáfu með rafhljómsveitinni Legend en hún þótti standa sig vel á síðustu Airwaves-hátíð. „Ég er eiginlega alveg pottþéttur á því að sú plata komi einnig út á þessu ári. Alveg hundrað prósent," segir Krummi en með honum í Legend er Halldór Björnsson sem sér um píanóleik en Halldór og Krummi voru saman í kántrísveitinni Esju. Krummi hefur augljóslega í hyggju að vera frjór á þessu ári því hann hefur stofnað blús-sveitina The Bad Habits ásamt Bjarna Sigurðssyni, félaga sínum úr Mínus og fleiri góðum mönnum. Sú sveit hyggur hins vegar ekki á útgáfu alveg strax „Hún er hugsuð sem svona bar-sveit. Við ætlum að taka þessa gömlu blús-slagara og setja þá í nýjan búning. Við erum eiginlega bara að sefa þennan blús-þorsta sem við erum allir svo hrjáðir af." Krummi hefur að mörgu að hverfa þegar síðustu „bítin" eru slegin í rokkinu því hann hefur undanfarin tvö ár verið að skrifa ljóð sem hann langar að gefa út seinna meir. „En það er ekkert að fara að gerast á næstunni, ég gríp svona í þetta þegar ég hef tíma." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Sjá meira