Krummi stefnir á tvær plötur í ár 18. janúar 2011 09:00 Krummi Björgvinsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. Hann hyggst gefa út tvær plötur á þessu ári, eina með Mínus og aðra með Legend.Fréttablaðið/Vilhelm „Maður var svona meira að sá á síðasta ári en árið í ár verður meiri uppskera," segir Krummi Björgvinsson, oftast kenndur við Mínus. Hann verður með tvær plötur í ár eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara á því síðasta. Þar ber fyrst að nefna fyrstu hljómplötu rokksveitarinnar Mínus í þrjú ár. Mínus fór mikinn á rokksviðinu þá en hefur haft hægt um sig enda hafa orðið ýmsar mannabreytingar, Frosti Logason, gítarleikari og ein aðalsprauta sveitarinnar á sínum tíma, er til að mynda orðinn virðulegur stjórnmálafræðinemi og útvarpsmaður og Þröstur Jónsson bassaleikari er á sjó. Krummi upplýsir að nýjustu plötunni hafi verið gefið nafnið Kol og að hún sé væntanleg í allar betri plötubúðir snemma á þessu ári. Það er ýmislegt fleira sem á eftir að gleðja Krumma-aðdáendur á þessu ári því hann stefnir einnig á plötuútgáfu með rafhljómsveitinni Legend en hún þótti standa sig vel á síðustu Airwaves-hátíð. „Ég er eiginlega alveg pottþéttur á því að sú plata komi einnig út á þessu ári. Alveg hundrað prósent," segir Krummi en með honum í Legend er Halldór Björnsson sem sér um píanóleik en Halldór og Krummi voru saman í kántrísveitinni Esju. Krummi hefur augljóslega í hyggju að vera frjór á þessu ári því hann hefur stofnað blús-sveitina The Bad Habits ásamt Bjarna Sigurðssyni, félaga sínum úr Mínus og fleiri góðum mönnum. Sú sveit hyggur hins vegar ekki á útgáfu alveg strax „Hún er hugsuð sem svona bar-sveit. Við ætlum að taka þessa gömlu blús-slagara og setja þá í nýjan búning. Við erum eiginlega bara að sefa þennan blús-þorsta sem við erum allir svo hrjáðir af." Krummi hefur að mörgu að hverfa þegar síðustu „bítin" eru slegin í rokkinu því hann hefur undanfarin tvö ár verið að skrifa ljóð sem hann langar að gefa út seinna meir. „En það er ekkert að fara að gerast á næstunni, ég gríp svona í þetta þegar ég hef tíma." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
„Maður var svona meira að sá á síðasta ári en árið í ár verður meiri uppskera," segir Krummi Björgvinsson, oftast kenndur við Mínus. Hann verður með tvær plötur í ár eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara á því síðasta. Þar ber fyrst að nefna fyrstu hljómplötu rokksveitarinnar Mínus í þrjú ár. Mínus fór mikinn á rokksviðinu þá en hefur haft hægt um sig enda hafa orðið ýmsar mannabreytingar, Frosti Logason, gítarleikari og ein aðalsprauta sveitarinnar á sínum tíma, er til að mynda orðinn virðulegur stjórnmálafræðinemi og útvarpsmaður og Þröstur Jónsson bassaleikari er á sjó. Krummi upplýsir að nýjustu plötunni hafi verið gefið nafnið Kol og að hún sé væntanleg í allar betri plötubúðir snemma á þessu ári. Það er ýmislegt fleira sem á eftir að gleðja Krumma-aðdáendur á þessu ári því hann stefnir einnig á plötuútgáfu með rafhljómsveitinni Legend en hún þótti standa sig vel á síðustu Airwaves-hátíð. „Ég er eiginlega alveg pottþéttur á því að sú plata komi einnig út á þessu ári. Alveg hundrað prósent," segir Krummi en með honum í Legend er Halldór Björnsson sem sér um píanóleik en Halldór og Krummi voru saman í kántrísveitinni Esju. Krummi hefur augljóslega í hyggju að vera frjór á þessu ári því hann hefur stofnað blús-sveitina The Bad Habits ásamt Bjarna Sigurðssyni, félaga sínum úr Mínus og fleiri góðum mönnum. Sú sveit hyggur hins vegar ekki á útgáfu alveg strax „Hún er hugsuð sem svona bar-sveit. Við ætlum að taka þessa gömlu blús-slagara og setja þá í nýjan búning. Við erum eiginlega bara að sefa þennan blús-þorsta sem við erum allir svo hrjáðir af." Krummi hefur að mörgu að hverfa þegar síðustu „bítin" eru slegin í rokkinu því hann hefur undanfarin tvö ár verið að skrifa ljóð sem hann langar að gefa út seinna meir. „En það er ekkert að fara að gerast á næstunni, ég gríp svona í þetta þegar ég hef tíma." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira