Lífið

Reykjavík síðdegis sendi út í gegnum síma

Útvarpsþátturinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni hélt til Hamborgar í samstarfi við Icelandair, föstudagsmorgun en Icelandair er að hefja beint flug þangað nú í vor. Það sem merkilegt þykir er að þátturinn var sendur út í gegnum síma.

Við ákváðum að prófa nýja tækni að þessu sinni en hún gengur út á að nota Iphone sem útsendingartæki. Tilraunin heppnaðist fullkomlega og ótrúlegt að hægt sé að senda út heilan útvarpsþátt á borð við Reykjavík síðdegis í gegnum Iphone síma. Síminn er tengdur inn á þráðlaust net sem er að finna ansi víða og hann sér svo um að tengja sig við höfuðstöðvarnar í Skaftahlíð. En þetta er framtíðin og heimurinn minnkar skuggalega mikið þegar maður upplifir svona framfarir í samskiptatækninni, svaraði Kristófer Helgason útvarpsmaður spurður út í umrædda útsendingu frá Hamborg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.