Lífið

Hitti heimsfrægan kynskipting í New York

Ísak hitti Amöndu Lepore á klúbbi í New York og segir hana ótrúlega eðlilega og fína.
Ísak hitti Amöndu Lepore á klúbbi í New York og segir hana ótrúlega eðlilega og fína.
„New York var alveg æðisleg." segir förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason, en Fréttablaðið sagði frá því fyrir áramót að Ísak hefði í hyggju að flytja af landi brott og reyna fyrir sér í tískubransanum erlendis.

Ísak og vinur hans, Þorsteinn Blær Jóhannsson, héldu því til New York í janúar í von um að fá einhverja vinnu þar ytra. „Við náðum frekar lítið að vinna þarna úti, enda er borgin ótrúlega hröð og endalaus „aksjón" í gangi. Ég var samt í sambandi við fullt af fólki og safnaði netföngum og tengiliðum," segir Ísak.

Þeir félagar skelltu sér út á lífið á meðan á dvölinni stóð og rákust þá á hinn heimsfræga kynskipting Amöndu Lepore. „Amanda var alveg ótrúlega eðlileg. Hún kom og talaði við mig og ég pældi ekkert í því hvað hún væri strekkt í framan, hún virkaði bara ótrúlega jarðbundin og fín," segir Ísak. Ferðinni var fljótlega heitið heim á leið, enda nóg af verkefnum fyrir Ísak hér á landi. „Það er búið að vera mikið að gera síðan ég kom heim, alls konar verkefni og svona. Ég ákvað því bara að bíða aðeins með flutninga og fara bara út þegar ég er búinn með mitt hér heima," segir Ísak, en hann er núna á kafi í undirbúningi fyrir Reykjavík Fashion Festival. Ísak sá einnig um að hanna förðunina fyrir dansverkið Sinnum þrír sem Íslenski dansflokkurinn setur upp í Borgarleikhúsinu nú í mars.

Þrátt fyrir að hafa fílað New York í tætlur ætlar Ísak ekki að flytja þangað en er staðráðinn í að finna sig í annarri stórborg. „Ég fíla mig miklu betur í Evrópu, í borg eins og London, og vonast til að flytja þangað í júní eða einhvern tímann yfir hásumarið."

kristjana@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.