Framsóknarmerkið tilvísun í þjóðrembu Jónasar frá Hriflu 11. nóvember 2011 11:59 Goddur og Framsóknarmerkið. "Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um." Svona skrifar Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur eins og hann er kallaður, á Facebook-síðu sína, en þar greinir hann nýtt merki Framsóknarflokksins. Hann starfar sem prófessor við Listaháskólann. Hann fer víða í greiningu sinni, sem hann birtir ellefu mínútur yfir ellefu. En í dag er 11.11.11. Orðrétt skrifar Goddur: "Þegar litið er til baka var helsti merkisberi hugmyndafræði þjóðernishyggjunnar Jónas frá Hriflu. Það sést m.a. á deilum listamanna og Jónasar sem veitti menntamálaráði forystu rétt fyrir seinni heimstyrjöld. Jónas hafði nákvæmlega sama fagurfræðilega smekk og Hitler, Mussolini og Stalín sem var bóndasonur og kom gífurlegu óorði á alþjóðahyggjuna. Þeir notuðu allir samskonar myndmál. Þeir höfu allir samskonar hirðarkitekta, hirðmálara, hirðskáld og hirðhöggmyndagerðarmenn. Þetta er allt sama ættin. Þeir voru allir á móti alþjóðlegu myndmáli og héldu allir háðsýningar á þannig listaverkum sem þeir töldu til úrkynjunnar." Goddur lýsir því þegar hann fór á Jónasarvöku þar sem gjafir Jónasar til skólans á Laugarvatni voru til sýnis. Goddur segir að þar hafi verið að finna þýska verðlaunapeninga, "Ernir og fálkar, útskornir munir eftir Ríkharð Jónson og verk eftir Einar Jónsson eins og "fæðingu sálar" sem hefur swastikuna sem grunnform. Sem sagt allt táknmyndir sem nasistar notuðu," skrifar Goddur. Goddur segir að það sé ekki hægt að segja ekki neitt í myndmáli. "Allt sem er sett í merki eða myndir segir eitthvað. Það fer ekkert á milli mála að þetta er tilvísun í hugmyndafræði framsóknarflokks Jónasar og hans tíðaranda þjóðrembunnar. Það er hættuleg tímaskekkja," skrifar Goddur um merki Framsóknarflokksins. Hann áréttar þó að lokum að sjálfur hafi hann fæðst inn í flokkinn. "Afi minn var mikill ungmennafélagsmaður og samvinnuhugsjónamaður. Þar voru á ferðinni mörg tímalaus gildi. Betur færi á því að framsóknarmenn endurreistu samvinnuhugsjónina, endurvektu kaupfélögin til að selja lífrækt ræktaða vöru og hættu að eitra íslenska fósturmold með verksmiðjuframleiddum áburði, úrkynja íslenskt kúakyn með verksmiðjufjósum og selja sykraðar mjólkuvörur fyrir börn. Þá væri einhver framtíðarvon og framtíðarbirta fyrir flokkinn." Goddur er annar háskólakennarinn sem segir Framsókn daðra við þjóðerniskennda hugmyndafræði. Þannig var Eiríkur Bergmann, prófessor við Bifröst, gagnrýndur harðleg á dögunum af flokksmönnum Framsóknarflokksins. Hér má svo lesa athyglisverða grein Godds. Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
"Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um." Svona skrifar Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur eins og hann er kallaður, á Facebook-síðu sína, en þar greinir hann nýtt merki Framsóknarflokksins. Hann starfar sem prófessor við Listaháskólann. Hann fer víða í greiningu sinni, sem hann birtir ellefu mínútur yfir ellefu. En í dag er 11.11.11. Orðrétt skrifar Goddur: "Þegar litið er til baka var helsti merkisberi hugmyndafræði þjóðernishyggjunnar Jónas frá Hriflu. Það sést m.a. á deilum listamanna og Jónasar sem veitti menntamálaráði forystu rétt fyrir seinni heimstyrjöld. Jónas hafði nákvæmlega sama fagurfræðilega smekk og Hitler, Mussolini og Stalín sem var bóndasonur og kom gífurlegu óorði á alþjóðahyggjuna. Þeir notuðu allir samskonar myndmál. Þeir höfu allir samskonar hirðarkitekta, hirðmálara, hirðskáld og hirðhöggmyndagerðarmenn. Þetta er allt sama ættin. Þeir voru allir á móti alþjóðlegu myndmáli og héldu allir háðsýningar á þannig listaverkum sem þeir töldu til úrkynjunnar." Goddur lýsir því þegar hann fór á Jónasarvöku þar sem gjafir Jónasar til skólans á Laugarvatni voru til sýnis. Goddur segir að þar hafi verið að finna þýska verðlaunapeninga, "Ernir og fálkar, útskornir munir eftir Ríkharð Jónson og verk eftir Einar Jónsson eins og "fæðingu sálar" sem hefur swastikuna sem grunnform. Sem sagt allt táknmyndir sem nasistar notuðu," skrifar Goddur. Goddur segir að það sé ekki hægt að segja ekki neitt í myndmáli. "Allt sem er sett í merki eða myndir segir eitthvað. Það fer ekkert á milli mála að þetta er tilvísun í hugmyndafræði framsóknarflokks Jónasar og hans tíðaranda þjóðrembunnar. Það er hættuleg tímaskekkja," skrifar Goddur um merki Framsóknarflokksins. Hann áréttar þó að lokum að sjálfur hafi hann fæðst inn í flokkinn. "Afi minn var mikill ungmennafélagsmaður og samvinnuhugsjónamaður. Þar voru á ferðinni mörg tímalaus gildi. Betur færi á því að framsóknarmenn endurreistu samvinnuhugsjónina, endurvektu kaupfélögin til að selja lífrækt ræktaða vöru og hættu að eitra íslenska fósturmold með verksmiðjuframleiddum áburði, úrkynja íslenskt kúakyn með verksmiðjufjósum og selja sykraðar mjólkuvörur fyrir börn. Þá væri einhver framtíðarvon og framtíðarbirta fyrir flokkinn." Goddur er annar háskólakennarinn sem segir Framsókn daðra við þjóðerniskennda hugmyndafræði. Þannig var Eiríkur Bergmann, prófessor við Bifröst, gagnrýndur harðleg á dögunum af flokksmönnum Framsóknarflokksins. Hér má svo lesa athyglisverða grein Godds.
Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira