Framsóknarmerkið tilvísun í þjóðrembu Jónasar frá Hriflu 11. nóvember 2011 11:59 Goddur og Framsóknarmerkið. "Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um." Svona skrifar Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur eins og hann er kallaður, á Facebook-síðu sína, en þar greinir hann nýtt merki Framsóknarflokksins. Hann starfar sem prófessor við Listaháskólann. Hann fer víða í greiningu sinni, sem hann birtir ellefu mínútur yfir ellefu. En í dag er 11.11.11. Orðrétt skrifar Goddur: "Þegar litið er til baka var helsti merkisberi hugmyndafræði þjóðernishyggjunnar Jónas frá Hriflu. Það sést m.a. á deilum listamanna og Jónasar sem veitti menntamálaráði forystu rétt fyrir seinni heimstyrjöld. Jónas hafði nákvæmlega sama fagurfræðilega smekk og Hitler, Mussolini og Stalín sem var bóndasonur og kom gífurlegu óorði á alþjóðahyggjuna. Þeir notuðu allir samskonar myndmál. Þeir höfu allir samskonar hirðarkitekta, hirðmálara, hirðskáld og hirðhöggmyndagerðarmenn. Þetta er allt sama ættin. Þeir voru allir á móti alþjóðlegu myndmáli og héldu allir háðsýningar á þannig listaverkum sem þeir töldu til úrkynjunnar." Goddur lýsir því þegar hann fór á Jónasarvöku þar sem gjafir Jónasar til skólans á Laugarvatni voru til sýnis. Goddur segir að þar hafi verið að finna þýska verðlaunapeninga, "Ernir og fálkar, útskornir munir eftir Ríkharð Jónson og verk eftir Einar Jónsson eins og "fæðingu sálar" sem hefur swastikuna sem grunnform. Sem sagt allt táknmyndir sem nasistar notuðu," skrifar Goddur. Goddur segir að það sé ekki hægt að segja ekki neitt í myndmáli. "Allt sem er sett í merki eða myndir segir eitthvað. Það fer ekkert á milli mála að þetta er tilvísun í hugmyndafræði framsóknarflokks Jónasar og hans tíðaranda þjóðrembunnar. Það er hættuleg tímaskekkja," skrifar Goddur um merki Framsóknarflokksins. Hann áréttar þó að lokum að sjálfur hafi hann fæðst inn í flokkinn. "Afi minn var mikill ungmennafélagsmaður og samvinnuhugsjónamaður. Þar voru á ferðinni mörg tímalaus gildi. Betur færi á því að framsóknarmenn endurreistu samvinnuhugsjónina, endurvektu kaupfélögin til að selja lífrækt ræktaða vöru og hættu að eitra íslenska fósturmold með verksmiðjuframleiddum áburði, úrkynja íslenskt kúakyn með verksmiðjufjósum og selja sykraðar mjólkuvörur fyrir börn. Þá væri einhver framtíðarvon og framtíðarbirta fyrir flokkinn." Goddur er annar háskólakennarinn sem segir Framsókn daðra við þjóðerniskennda hugmyndafræði. Þannig var Eiríkur Bergmann, prófessor við Bifröst, gagnrýndur harðleg á dögunum af flokksmönnum Framsóknarflokksins. Hér má svo lesa athyglisverða grein Godds. Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
"Nú er komið fram ný útgáfa af merki framsóknarflokksins með yfirskriftinni "Ísland í vonanna birtu. Þar er rísandi sól með íslenskan fánaborða fyrir aftan kornmerki um akuryrkjuna sem er meira tákn fyrir erlenda bændur en íslenska og bein tilvísun í þýska og rússneska bændamenningu sem fjölmörg dæmi eru um." Svona skrifar Guðmundur Oddur Magnússon, eða Goddur eins og hann er kallaður, á Facebook-síðu sína, en þar greinir hann nýtt merki Framsóknarflokksins. Hann starfar sem prófessor við Listaháskólann. Hann fer víða í greiningu sinni, sem hann birtir ellefu mínútur yfir ellefu. En í dag er 11.11.11. Orðrétt skrifar Goddur: "Þegar litið er til baka var helsti merkisberi hugmyndafræði þjóðernishyggjunnar Jónas frá Hriflu. Það sést m.a. á deilum listamanna og Jónasar sem veitti menntamálaráði forystu rétt fyrir seinni heimstyrjöld. Jónas hafði nákvæmlega sama fagurfræðilega smekk og Hitler, Mussolini og Stalín sem var bóndasonur og kom gífurlegu óorði á alþjóðahyggjuna. Þeir notuðu allir samskonar myndmál. Þeir höfu allir samskonar hirðarkitekta, hirðmálara, hirðskáld og hirðhöggmyndagerðarmenn. Þetta er allt sama ættin. Þeir voru allir á móti alþjóðlegu myndmáli og héldu allir háðsýningar á þannig listaverkum sem þeir töldu til úrkynjunnar." Goddur lýsir því þegar hann fór á Jónasarvöku þar sem gjafir Jónasar til skólans á Laugarvatni voru til sýnis. Goddur segir að þar hafi verið að finna þýska verðlaunapeninga, "Ernir og fálkar, útskornir munir eftir Ríkharð Jónson og verk eftir Einar Jónsson eins og "fæðingu sálar" sem hefur swastikuna sem grunnform. Sem sagt allt táknmyndir sem nasistar notuðu," skrifar Goddur. Goddur segir að það sé ekki hægt að segja ekki neitt í myndmáli. "Allt sem er sett í merki eða myndir segir eitthvað. Það fer ekkert á milli mála að þetta er tilvísun í hugmyndafræði framsóknarflokks Jónasar og hans tíðaranda þjóðrembunnar. Það er hættuleg tímaskekkja," skrifar Goddur um merki Framsóknarflokksins. Hann áréttar þó að lokum að sjálfur hafi hann fæðst inn í flokkinn. "Afi minn var mikill ungmennafélagsmaður og samvinnuhugsjónamaður. Þar voru á ferðinni mörg tímalaus gildi. Betur færi á því að framsóknarmenn endurreistu samvinnuhugsjónina, endurvektu kaupfélögin til að selja lífrækt ræktaða vöru og hættu að eitra íslenska fósturmold með verksmiðjuframleiddum áburði, úrkynja íslenskt kúakyn með verksmiðjufjósum og selja sykraðar mjólkuvörur fyrir börn. Þá væri einhver framtíðarvon og framtíðarbirta fyrir flokkinn." Goddur er annar háskólakennarinn sem segir Framsókn daðra við þjóðerniskennda hugmyndafræði. Þannig var Eiríkur Bergmann, prófessor við Bifröst, gagnrýndur harðleg á dögunum af flokksmönnum Framsóknarflokksins. Hér má svo lesa athyglisverða grein Godds.
Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira