Robert Pattinson hefur viðurkennt að hafa eitt sinn boðið aðdáanda sínum út að borða, því honum leiddist svo mikið. Pattinson var þá staddur á Spáni í kvikmyndatökum og tók eftir stúlku sem hafði beðið fyrir utan íbúð hans á hverjum degi í þrjár vikur.
Margar stúlkur hefðu eflaust viljað vera í hennar sporum þegar hann bauð stúlkunni að eyða kvöldinu með sér. Pattinson segist hafa notað tækifærið til að kvarta undan öllu í lífi sínu yfir kvöldverðinum, en var síðan mjög hissa þegar hann sá stúlkunni aldrei bregða fyrir aftur.
Pattinson snæðir með aðdáanda
