Lífið

Halda upp á húmorhelgi

Grínistarnir þrír.
Grínistarnir þrír.
Þrír norrænir grínistar stíga á sviðið í Norræna húsinu í kvöld. Tilefnið er norræn húmorhelgi Nordklúbbsins þar sem þátttakendur kryfja í bita hvað það er að vera fyndinn.

„Zinat Pirzadeh var kosin fyndnasti kvengrínisti Svía 2010. Hún flúði frá Íran í smábæinn Glommersträsk í Norður-Svíþjóð. Það voru nokkur viðbrigði. Ruben Søltoft er ungur grínisti sem er Danmerkurmeistari í uppistandi 2010. Hann segir lygilegar sögur með útgangspunkt í eigin lífi. Anna Svava Knútsdóttir er leikkona sem hefur getið sér gott orð fyrir öflugt uppistand um allan bæ. Hún hefur líka verið handritshöfundur að áramótaskaupinu og Makalaus þáttunum,“ segir í tilkynningu.

Dagskráin hefst klukkan 20 í kvöld og er uppistandið á ensku. Aðgangur er ókeypis. Norræna húmorhelgin er undanfari Norrænu bókasafnavikunnar en þema hennar í ár er líka húmor. Nordklúbburinn er ungmennadeild Norræna félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.