Lífið

Jitney til Íslands

Jitney Frá vinstri: Bassaleikarinn Ruben Aksnes, Ari Þorsteinsson og trommarinn Kim Christer Hylland.
Jitney Frá vinstri: Bassaleikarinn Ruben Aksnes, Ari Þorsteinsson og trommarinn Kim Christer Hylland.
Norska rokkhljómsveitin Jitney er á leiðinni til Íslands í stutta tónleikaferð. Þetta verður í annað sinn sveitin kemur hingað til lands en síðast spilaði hún á hátíðinni Aldrei fór ég suður í fyrra.

„Þeir tónleikar gengu mjög vel og það var flott að spila á Íslandi,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Ari Þorsteinsson. Hann fæddist á Ísland en hefur búið í Noregi frá tveggja ára aldri. Jitney, sem hefur spilað víða í Noregi að undanförnu, er að undirbúa sína fyrstu plötu, sem er væntanleg á næsta ári.

Tónleikarnir á Íslandi verða fernir. Fyrst spilar sveitin í Paddy‘s í Keflavík á föstudaginn, daginn eftir verður hún á Bakkusi í Reykjavík og því næst í Hinu húsinu og á Faktorý 6. og 7. september. Þar spila einnig Swords of Chaos og Ofvitarnir.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.