Enginn skortur á stuðningi hjá fyrirliða Stjörnunnar 2. september 2011 16:00 Samheldin systkini Frá vinstri séð: Urður (19) sem heldur á Sigurði Tuma (8) og Gunnhildur (23) situr fyrir miðju með Elfi Fríðu (3). Ilmur (15) heldur á Sæmundi Tóka (6) og loks situr Þórunn á gólfinu fyrir framan. Á myndina vantar elsta bróðurinn, Tind.Fréttablaðið/Stefán „Það geta oft verið mikil læti en maður tekur ekki eftir því. Það er kannski einna helst þegar fólk kemur í heimsókn að einhver hefur orð á þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hinn 23 ára gamli fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Stjarnan, með Gunnhildi í broddi fylkingar, rauf loks áralanga einokun og áskrift Vals að Íslandsmeistaratitlinum í kvennaknattspyrnu þegar liðið lagði Aftureldingu á þriðjudaginn. Og það er kannski engin tilviljun að Gunnhildur skuli bera fyrirliðabandið því heima fyrir þarf hún að kljást við nánast heilt fótboltalið af systkinum. Þau eru allt í allt átta; einn eldri bróðir, fjórar yngri systur og tveir litlir bræður. „Það hefur aldrei vantað barnapíur á heimilið og við höfum yfirleitt hjálpast að. Við höfum samt alltaf verið mjög sjálfstæð og getað bjargað okkur sjálf.“ Og fjölskyldan í Garðabænum er eins ólík og meðlimirnir eru margir, knattspyrnugenið hefur til að mynda ekki ratað í alla. „Urður, sem er nítján, hefur aldrei haft neinn áhuga á íþróttum en bæði Ilmur, fimmtán ára, og Þórunn, fjórtán ára, æfa. Yngri bræður mínir, Sæmundur og Sigurður Tumi, eru hins vegar ekkert fyrir fótbolta, þeir elska að lesa og læra. Þeir eru samt stoltir af stóru systur sinni.“ Það vantaði hins vegar ekkert upp á mætinguna á þriðjudaginn þegar öll fjölskyldan mætti til að hvetja lið Stjörnunnar áfram og Gunnhildur viðurkennir að það hafi verið frábær stund. „Ég hef æft síðan ég var átta ára og það var frábært að upplifa það að Stjarnan skyldi vera orðin eitt af bestu liðum landsins.“ Gunnhildur, sem á kærastann Ólaf Arnar, efast hins vegar um að hún eigi sjálf eftir að eignast jafn mörg börn og foreldrar sínir. „Nei, ég held að besta forvörnin gegn því að eignast mörg börn sé að eiga mörg systkini,“ segir hún og hlær. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Sjá meira
„Það geta oft verið mikil læti en maður tekur ekki eftir því. Það er kannski einna helst þegar fólk kemur í heimsókn að einhver hefur orð á þessu,“ segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, hinn 23 ára gamli fyrirliði Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu. Stjarnan, með Gunnhildi í broddi fylkingar, rauf loks áralanga einokun og áskrift Vals að Íslandsmeistaratitlinum í kvennaknattspyrnu þegar liðið lagði Aftureldingu á þriðjudaginn. Og það er kannski engin tilviljun að Gunnhildur skuli bera fyrirliðabandið því heima fyrir þarf hún að kljást við nánast heilt fótboltalið af systkinum. Þau eru allt í allt átta; einn eldri bróðir, fjórar yngri systur og tveir litlir bræður. „Það hefur aldrei vantað barnapíur á heimilið og við höfum yfirleitt hjálpast að. Við höfum samt alltaf verið mjög sjálfstæð og getað bjargað okkur sjálf.“ Og fjölskyldan í Garðabænum er eins ólík og meðlimirnir eru margir, knattspyrnugenið hefur til að mynda ekki ratað í alla. „Urður, sem er nítján, hefur aldrei haft neinn áhuga á íþróttum en bæði Ilmur, fimmtán ára, og Þórunn, fjórtán ára, æfa. Yngri bræður mínir, Sæmundur og Sigurður Tumi, eru hins vegar ekkert fyrir fótbolta, þeir elska að lesa og læra. Þeir eru samt stoltir af stóru systur sinni.“ Það vantaði hins vegar ekkert upp á mætinguna á þriðjudaginn þegar öll fjölskyldan mætti til að hvetja lið Stjörnunnar áfram og Gunnhildur viðurkennir að það hafi verið frábær stund. „Ég hef æft síðan ég var átta ára og það var frábært að upplifa það að Stjarnan skyldi vera orðin eitt af bestu liðum landsins.“ Gunnhildur, sem á kærastann Ólaf Arnar, efast hins vegar um að hún eigi sjálf eftir að eignast jafn mörg börn og foreldrar sínir. „Nei, ég held að besta forvörnin gegn því að eignast mörg börn sé að eiga mörg systkini,“ segir hún og hlær. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Fleiri fréttir Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Sjá meira