Fékk viðurkenningarskjal fyrir heimsmet á hjólabretti 4. ágúst 2011 14:27 Hlynur með viðurkenningarskjalið frá Guinness World Records Mynd úr einkasafni „Það er mikill heiður að eiga svona og þá sérstaklega að feta í fótspor pabba," segir Hlynur Gunnarsson, sem nýlega fékk sent viðurkenningarskjal frá Guinness World Records, eftir að hann sló heimsmet í að halda jafnvægi á tveimur hjólum á hjólabretti í desember í fyrra. Hlynur hélt jafnvægi á hjólabrettinu í 3 mínútur og 5,2 sekúndur sem var þá besti tími í heiminum í greininni. Tæpum mánuði síðar, eða í janúar á þessu ári, sló annar hjólabrettakappi metið og hélt jafnvæginu í 4 mínútur og 55 sekúndur. Hann er því löggiltur heimsmethafi í greininni en Hlynur ætlar ekki að leyfa honum að eiga metið mikið lengur. „Ég á eftir að bæta það og stefni á að gera það í þessum mánuði. Persónulega metið mitt er 15 mínútur og 16 sekúndur," segir Hlynur en til að fá heimsmet staðfest af Guinness World Records þarf að uppfylla ýmsar kröfur. „Það er þvílíkt basl að standa í þessu, það þarf að fá vitni, blaðamenn, ljósmyndara og menn á upptökuvélum og ýmislegt fleira."Faðir Hlyns, Gunnar Martin Úlfsson, við seglbátinn sem hann smíðaði úr DV-blöðum og sigldi frá Reykjavík áleiðis til Akraness árið 1989.Mynd úr DV af Timarit.isÞað eru ekki margir Íslendingar sem eiga heimsmet hjá Guinness World Records en Hlynur þarf ekki að leita langt til að eiga fyrirmynd í þeim efnum. „Pabbi minn sigldi á víkingabát árið 1989 sem var búinn til úr dagblöðum, pappa, lími og lakki og á heimsmetið í því," segir hann en faðir hans, Gunnar Martin Úlfsson, fékk þó ekki viðurkenningarskjal í hendurnar heldur er hann í Guinness World Record bókinni. Hann ætlar svo að hengja viðurkenningarskjalið upp á vegg í stofunni heima hjá sér sem allra fyrst. „Þetta mun fara upp á vegg en af því maður býr á Stúdentagörðunum getur maður ekki neglt nagla hvar sem er," segir hann kíminn. Hlynur hefur „skeitað" í yfir fimmtán ár og segist alls ekki vera að fara hætta. „Ég er núna kominn með konu og tvö börn en maður reynir að kreista út tíma til að renna sér," segir hann en börnin hans eru ekki orðin nógu gömul til að feta í fótspor pabba síns á brettinu. „Ég keypti reyndar hlaupahjól handa dóttur minni um daginn en var hálfsmeykur að hún myndi detta á því, en áhuginn er klárlega til staðar hjá henni," segir hjólabrettakappinn að lokum. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira
„Það er mikill heiður að eiga svona og þá sérstaklega að feta í fótspor pabba," segir Hlynur Gunnarsson, sem nýlega fékk sent viðurkenningarskjal frá Guinness World Records, eftir að hann sló heimsmet í að halda jafnvægi á tveimur hjólum á hjólabretti í desember í fyrra. Hlynur hélt jafnvægi á hjólabrettinu í 3 mínútur og 5,2 sekúndur sem var þá besti tími í heiminum í greininni. Tæpum mánuði síðar, eða í janúar á þessu ári, sló annar hjólabrettakappi metið og hélt jafnvæginu í 4 mínútur og 55 sekúndur. Hann er því löggiltur heimsmethafi í greininni en Hlynur ætlar ekki að leyfa honum að eiga metið mikið lengur. „Ég á eftir að bæta það og stefni á að gera það í þessum mánuði. Persónulega metið mitt er 15 mínútur og 16 sekúndur," segir Hlynur en til að fá heimsmet staðfest af Guinness World Records þarf að uppfylla ýmsar kröfur. „Það er þvílíkt basl að standa í þessu, það þarf að fá vitni, blaðamenn, ljósmyndara og menn á upptökuvélum og ýmislegt fleira."Faðir Hlyns, Gunnar Martin Úlfsson, við seglbátinn sem hann smíðaði úr DV-blöðum og sigldi frá Reykjavík áleiðis til Akraness árið 1989.Mynd úr DV af Timarit.isÞað eru ekki margir Íslendingar sem eiga heimsmet hjá Guinness World Records en Hlynur þarf ekki að leita langt til að eiga fyrirmynd í þeim efnum. „Pabbi minn sigldi á víkingabát árið 1989 sem var búinn til úr dagblöðum, pappa, lími og lakki og á heimsmetið í því," segir hann en faðir hans, Gunnar Martin Úlfsson, fékk þó ekki viðurkenningarskjal í hendurnar heldur er hann í Guinness World Record bókinni. Hann ætlar svo að hengja viðurkenningarskjalið upp á vegg í stofunni heima hjá sér sem allra fyrst. „Þetta mun fara upp á vegg en af því maður býr á Stúdentagörðunum getur maður ekki neglt nagla hvar sem er," segir hann kíminn. Hlynur hefur „skeitað" í yfir fimmtán ár og segist alls ekki vera að fara hætta. „Ég er núna kominn með konu og tvö börn en maður reynir að kreista út tíma til að renna sér," segir hann en börnin hans eru ekki orðin nógu gömul til að feta í fótspor pabba síns á brettinu. „Ég keypti reyndar hlaupahjól handa dóttur minni um daginn en var hálfsmeykur að hún myndi detta á því, en áhuginn er klárlega til staðar hjá henni," segir hjólabrettakappinn að lokum.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Fleiri fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Sjá meira